fbpx
Mánudagur 25.maí 2020
Fókus

Oliver tókst að gera sturtuna eins og nýja fyrir fimm þúsund krónur

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Sunnudaginn 26. apríl 2020 22:00

Oliver Steinar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Oliver Steinar var orðinn þreyttur á sturtuklefanum heima hjá sér. Fyrir litlar fimm þúsund krónur tókst honum að gera sturtuna eins og nýja.

„Planið hjá mér var að fá mér nýja sturtu, jafnvel kannski taka klefann í burtu og fá mér bara gler í staðinn. Svo einn daginn er ég að vafra á netinu og sé sturtuklefa svipaðan mínum nema með svörtum ramma. Þannig að ég fékk hugmynd, af hverju ekki að gera minn svoleiðis?” segir Oliver Steinar og kynnti sér hvaða efni hann þyrfti í verkefnið og lét til skarar skríða.

Sturtuklefinn fyrir og eftir.

„Það sem ég byrjaði á að nota var Hammerite metal-málning. Ég málaði rammann fyrst með því. Það kom rosalega vel út en mig langaði í matt útlit. Þannig að ég keypti mér svart matt sprey sem er fyrir málm og spreyjaði yfir málninguna. Ég spreyjaði líka sturtuhausinn og slönguna.”

Oliver segir útkomuna hafa komið sér á óvart. „Ég varð eiginlega bara ástfanginn af útkomunni. Liturinn hefur haldist mjög vel á, ekkert flagnað af og enginn leki. Þetta kostaði mig í kringum 5.000 krónur. Þetta er bara eins og ný sturta.”

Greinin er hluti af stærri umfjöllun í nýjasta tölublaði DV um sniðugar lausnir fyrir heimilið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 3 dögum

Varð hræddur þegar tölur yfir sýkta æddu stjórnlaust upp

Varð hræddur þegar tölur yfir sýkta æddu stjórnlaust upp
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gagnrýnandi The Spectator lofsyngur frammistöðu Arndísar: „Hin íslenska Frances McDormand“

Gagnrýnandi The Spectator lofsyngur frammistöðu Arndísar: „Hin íslenska Frances McDormand“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Sjáðu íbúðina sem Birgitta Líf selur á 70 milljónir

Sjáðu íbúðina sem Birgitta Líf selur á 70 milljónir
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ekki þurrt auga í salnum eftir flutning fjórtán ára blindrar stúlku

Ekki þurrt auga í salnum eftir flutning fjórtán ára blindrar stúlku
Fókus
Fyrir 6 dögum

Dagur í lífi Söru Sigmundsdóttur

Dagur í lífi Söru Sigmundsdóttur
Fókus
Fyrir 1 viku

Vikan á Instagram: „Ekkert fokking photoshop eða filter“

Vikan á Instagram: „Ekkert fokking photoshop eða filter“
Fókus
Fyrir 1 viku

Sakamál: Svarið við stærstu morðráðgátu Noregs leyndist í hlöðunni

Sakamál: Svarið við stærstu morðráðgátu Noregs leyndist í hlöðunni
Fókus
Fyrir 1 viku

Allt sem þú þarft að vita til að halda babyshower

Allt sem þú þarft að vita til að halda babyshower