fbpx
Fimmtudagur 28.maí 2020
Fókus

Spurning vikunnar: Hversu mikið óttast þú útbreiðslu COVID-19 á Íslandi?

Íris Hauksdóttir
Laugardaginn 7. mars 2020 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hversu mikið óttast þú útbreiðslu COVID-19 á Íslandi?

Berglind Veigarsdóttir
„Ég ætla ekkert að óttast. Svo lengi sem almenningur fer eftir tilmælum sóttvarnarlæknis og sérfræðinga varðandi sýkingarvarnir, hreinlæti og sóttkví.“

Tanja Sif Hansen
„Ef ég segi alveg eins og er, þá óttast ég útbreiðslu COVID-veirunnar á Íslandi. Ég óttast ekki að fá veiruna, trúi að ég lifi hana af, en ég óttast að bera ábyrgð á að smita einhvern sem síðan deyr af völdum hennar. Við þekkjum flest einhverja í áhættuhópnum.“

Ragnhildur Aðalsteinsdóttir
„Þetta er vissulega erfið staða en ef fólk sýnir ábyrgð þá ætti að vera hægt að sporna gegn verulegri útbreiðslu.“

Hallur Karlsson
„Ég óttast útbreiðslu COVID-19 frekar mikið. Íslendingar eru svo harðir að þeir mæta bæði á samkomur og í vinnu þótt þeir séu hóstandi blóði. Ég hef þó ekki trú á að það verði mikið um dauðsföll hér á landi en reikna með að þetta fari eins um og eldur í sinu. Vonandi verður þetta þó til þess að fólk læri að taka tillit til annarra og hætti að mæta veikt á almenningsstaði.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 5 dögum

Sjáðu myndir af dýrasta sumarhúsi sem til sölu er

Sjáðu myndir af dýrasta sumarhúsi sem til sölu er
Fókus
Fyrir 5 dögum

Eiður smári lét lokkana fjúka – frjáls við grillið

Eiður smári lét lokkana fjúka – frjáls við grillið
Fókus
Fyrir 1 viku

Stílisti Íslands selur gullfallegt hús í Garðabæ

Stílisti Íslands selur gullfallegt hús í Garðabæ
Fókus
Fyrir 1 viku

Sjáðu íbúðina sem Birgitta Líf selur á 70 milljónir

Sjáðu íbúðina sem Birgitta Líf selur á 70 milljónir