fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Fanney Dóra leysir frá skjóðunni – Svona nærðu langt sem áhrifavaldur

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 6. mars 2020 13:13

Fanney Dóra Veigarsdóttir. Aðsend mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhrifavaldurinn og förðunarfræðingurinn Fanney Dóra gefur fylgjendum sínum ráð um hvernig það er hægt að koma sér áfram á samfélagsmiðlum.

Fanney Dóra er með rúmlega tíu þúsund fylgjendur á Instagram, er kennari við Reykjavík Makeup School og heldur úti hlaðvarpsþættinum Seiglan sem hefur notið töluverðra vinsælda.

DV hafði samband við Fanneyju Dóru og spurðist fyrir um ráðin sem hún gaf fylgjendum og sögu hennar á samfélagsmiðlum.

https://www.instagram.com/p/B84C9sggS6O/

Hér að neðan má sjá ráðin sem Fanney Dóra gaf fylgjendum sínum.

Svona kemurðu þér á framfæri á samfélagsmiðlum

  • „Áttaðu þig á því að þetta er ekki grín. Ef maður vill að þetta sé vinnan manns þá er þetta „grind.“
  • Póstaðu reglulega. Ekki vera dugleg í viku og svo droppa öllu.
  • Vertu þú sjálf/ur. Ég sjálf fylgist með fólki sem ég get tengt (e. relate) við.
  • Ekki hlusta á gagnrýnina sem fólk setur út á áhrifavalda.
  • Tanja Ýr, @tanjayra, kom með gott ráð í gær – að tagga fólk, fyrirtæki og stað (e. location) gerir gæfumuninn.
  • Vertu með viðskiptaaðgang og fylgjast með tölunum, en ekki fá þær of mikið á heilann.
  • Ekki halda að þú fáir milljón fylgjendur á einum degi. Þetta getur verið erfitt en líka svo gaman. Ef þú ert að búa til efni sem þú fýlar þá er þetta þess virði.“

https://www.instagram.com/p/B8tKgSQA9lE/

Saga Fanneyjar á samfélagsmiðlum

„Ég byrjaði á samfélagsmiðlum í kringum 2014 en byrjaði fyrst af viti árið 2015 eftir að ég útskrifaðist úr Reykjavík Makeup School,“ segir Fanney Dóra og segist fyrst hafa talið sig geta kallast áhrifavald um tveimur árum seinna.

„Vinnan á bakvið samfélagsmiðla er aldrei búin enda alltaf hægt að stækka og bæta sig. En ég myndi segja að í kringum svona 2017 þá fór boltinn að rúlla og ég fór að telja mig sem áhrifavald en eins og ég segi þetta er vinna sem er aldrei búin.“

Fanney Dóra hefur látið til sín taka á mismunandi samfélagsmiðlum. Hún segir bloggið alltaf eiga sér stað í hjarta sínu en upp á síðkastið hefur Instagram verið hennar uppáhalds samfélagsmiðill.

„Það eru svo margir fítusar á Instagram og svo margt hægt að gera,“ segir hún.

https://www.instagram.com/p/B8gTRC4gZ36/

Eitt af ráðunum sem Fanney Dóra gefur framtíðar áhrifavöldum er að „fá tölurnar ekki á heilann“ en það er eitthvað sem hún hefur sjálf upplifað.

„Ég strögglaði mikið með þetta fyrst. Ég lét tölurnar alveg stjórna því sem ég var að gera. Ég fór að gera efni út frá því sem ég sá að fékk mestu viðbrögðin,“ segir Fanney Dóra.

„En þá þarf maður aðeins að kúpla sig út úr því. Því það er leiðinlegt að fylgjast með tölunum og þá fær maður þráhyggju fyrir þessu. Sem þýðir að maður fer að gera leiðinlegt efni.“

Aðspurð hvort hún sjái fyrir sér að vera næstu árin á samfélagsmiðlum jánkar hún.

„Mig langar að gera þetta eins lengi og fólk vill fylgjast með, mér finnst þetta ótrúlega skemmtilegt!“

Þú getur fylgst með Fanneyju Dóru á Instagram hér.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
Fókus
Í gær

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta