fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Stefán afhjúpar litla leyndarmál RÚV – „Þetta hefur verið vitað í mörg ár en verið farið með sem mannsmorð”

Fókus
Miðvikudaginn 26. febrúar 2020 15:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stefán Pálsson sagnfræðingur uppljóstrar á Facebook-síðu sinni að RÚV hafi týnt mikilvægum menningarverðmætum. „SKANDALL SKEKUR RÍKISÚTVARPIÐ!!!,“ skrifar Stefán, augljóslega glettinn. Þess má geta að Stefán óskar eftir „djúsí samsettri mynd“ og varð myndasmiður DV Fókus góðfúslega við þeirri áskorun.

Hneykslið snýst um tapaða spólu. „Eins og dyggir lesendur þessarar síðu hafa mögulega fengið á tilfinninguna, er RÚV að endursýna gamlar spurningakeppnir þessar vikurnar. Á morgun verður byrjað að sýna fyrstu keppnina af sex frá árinu 1995. Sex… en ekki sjö af þeirri ástæðu að ein spólan er týnd. Það er sú með sjálfum úrslitaleiknum. Þetta hefur reyndar verið vitað í mörg ár en verið farið með sem mannsmorð. Skiljanlega. Þetta er dálítið eins og ef Þjóðminjasafnið myndi týna Valþjófsstaðahurðinni,“ segir Stefán.

Hann grunar gamlan Versling um græsku. „Við MR-ingar göntumst að sjálfsögðu með það að tapsár Verslingur hafi látið eintakið hverfa. Líklegri skýring er þó sú að einhver starfsmaður RÚV hafi gripið spóluna (það hefur verið vinsælt að endurtaka upptöku af Unglingasveitinni Kósý – einkum eftir að Raggi Kjartans varð heimsfrægur) og skilað henni aftur á rangan stað,“ skrifar Stefán og heldur áfram:

„Ef til vill lumar einhver þarna úti á VHS-upptöku, þótt ég sé ekki bjartsýnn. Held að meira að segja óðustu GB-liðin haldi ekki upp á VHS-spólurnar. Slík spóla væri aldrei í útsendingartækum gæðum, en afrit af henni ætti þó heima í safni RÚV.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell
Fókus
Fyrir 3 dögum

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar