fbpx
Fimmtudagur 24.september 2020
Fókus

„Mér líður oftast óþægilega þegar verið er að hylla mig“

Íris Hauksdóttir
Laugardaginn 1. febrúar 2020 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ágústa Eva Erlendsdóttir, leik- og söngkona, hefur verið viðloðandi skemmtanaiðnaðinn í rúman áratug. Hún fer með eitt aðalhlutverkið í norsku þáttaröðinni Beforeigners, sem notið hefur mikilla vinsælda, samhliða því að syngja með hljómsveit sinni Sycamore Tree. Ágústa segist aldrei hafa verið ferilslega drifin þótt hún hafi sannarlega þörf fyrir að skapa það sem skemmti öðrum.

Ágústa leiddist inn á braut listarinnar fyrir talsverða tilviljun. Ferillinn varð langur og ótal verkefnum síðar landaði hún stóru hlutverki í sjónvarpsþáttaseríu sem framleidd er fyrir HBO en fjölmargar leikkonur börðust um bitann. Þættirnir, Beforeigners, hafa notið mikilla vinsælda á Norðurlöndum en þeir verða frumsýndir á amerískum markaði síðar í mánuðinum.

Þetta er brot úr lengra viðtali sem finna má í helgarblaði DV.

Upplifir þú þig sem þekkt andlit?
„Ég upplifi aldrei þessa tilfinningu að ég sé fræg, eins og ég ímynda mér að fólk sem vinnur ekki sambærilega vinnu sem felur í sér að vera áberandi á stórum skala hlýtur að upplifa. Ég er alltaf bara ég og það breytir því ekkert. Bruce Lee sagði einhvern tímann í viðtali þegar hann var spurður að þessu sama að það að vera stjarna eða vera kallaður stjarna væri bara hilling, tálsýn, blekking, það væri ekkert slíkt til. Ég finn að sjálfsögðu fyrir því að fólk þekkir andlitið á mér og sumum finnst jafnvel sem þau þekki mig, sem mér finnst ekkert að í sjálfu sér. Ég hef gaman af fólki og hef gaman af mannlegum samskiptum, en ég hef enga þörf fyrir að vera „idoliseruð“ enda er það bara hégómi sem ég kann alveg sérstaklega illa við.

Ég tek takmarkað inn á mig, hvort sem það er neikvætt eða jákvætt. Ég er og verð alltaf bara það sem ég er og á þeim stað sem ég er, það er það sem gerist innra með manni sem skiptir mann mestu máli og ég held að allir geti verið sammála því. Mér líður oftast óþægilega þegar verið er að hylla mig, frumsýningar og annað.

Mér finnst meira gaman að skapa eitthvað sem ég er stolt af, ég flýt svo bara í gegnum svona hátíðarhöld, brosi, er kurteis og reyni að vera ég sjálf en ekki fela mig bak við gardínu. Ef ég er með aðgerðarplan og tel verkefnið hafa tilgang og erindi fæ ég alltaf adrenalín svo best megi heppnast og að ég skili mínu til áhorfenda hvort sem það er að leika eða syngja, en þá er fókusinn á verkefninu sjálfu en ekki mér. Ég krullast hins vegar alveg upp í tánum og fæ í magann af meðvirkni ef ég á að ganga um rauða dregla og veifa til fólks, það er bara vandræðalegt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Bubbi um ástandið – „Ekki hægt að taka vinnuna af fólki í eitt eða tvö ár“

Bubbi um ástandið – „Ekki hægt að taka vinnuna af fólki í eitt eða tvö ár“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bikinímynd Jennifer Lopez veldur usla

Bikinímynd Jennifer Lopez veldur usla
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta höfðu Íslendingar að segja um Ráðherrann – „Það eru víst allir voða horny í Sjálfstæðisflokknum“

Þetta höfðu Íslendingar að segja um Ráðherrann – „Það eru víst allir voða horny í Sjálfstæðisflokknum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Það getur verið viss áskorun fyrir þau að láta sambandið ganga“

„Það getur verið viss áskorun fyrir þau að láta sambandið ganga“