Fimmtudagur 04.mars 2021
Fókus

Segist hafa tapað mörgum milljónum – „Ég er alveg jafn reiður og mínir fyrrverandi viðskiptavinir“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 29. desember 2020 09:01

Stefan Octavian. Aðsend mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í mars var Stefan Octavian, klámstjarna og fylgdarsveinn, borinn þungum sökum af ósáttum viðskiptavinum sem höfðu keypt nærföt af honum í gegn um Snapchat. Stefan var meðal annars sakaður um að senda ekki vörur, svara ekki skilaboðum og selja „feik“ vörur.

DV ræddi við fyrrum viðskiptavini Stefans, sem fóru ófögrum orðum um viðskiptahætti hans, og Stefan sjálfan sem sagðist vera í uppnámi vegna umræðanna um sig og þverneitaði að hafa svindlað á viðskiptavinum.

Ef marka má nýlegar umræður inni í Facebook-hópnum Beauty Tips sitja enn fyrrum viðskiptavinir Stefans með sárt ennið.

Sjá einnig: Sviðin jörð íslensku klámstjörnunnar – Stefan sakaður um svik og pretti

Skelfileg líkamsárás

Stefan var að selja hátískuvörur á netinu. Hann byrjaði á því að selja Calvin Klein undirföt á Snapchat og stofnaði seinna síðuna SkyFall2020.com. Henni var lokað viku eftir fyrstu umfjöllun DV af vefhönnuðinum og sagðist hann ekki ætla að opna hana aftur fyrr en hann fengi greitt fyrir vinnu sína.

Stefan var í viðtali hjá Smartlandi í gær. Hann segir að hann hafi tapað mörgum milljónum vegna málsins, en hann hafi orðið fyrir vafasömum viðskiptaháttum af hálfu aðila sem fjárfesti í versluninni með honum.

Hann opnar sig einnig um mikla erfiðleika og segir frá því að hann hafi orðið fyrir stórfelldri líkamsárás og hópnauðgun í byrjun árs í Þýskalandi. Í kjölfarið hafi hann „lokað á allt, hætti á samfélagsmiðlum og fór í sjálfsvinnu,“ segir hann.

Stefan segist hafa farið í skýrslutökur og muni fara aftur út í byrjun árs 2021 til að fylgja málinu eftir.

Hann viðurkennir að það hafi verið mjög erfitt að vinna úr áfallinu og sé það enn. Hann segir að þegar hann hafi verið að vinna fyrst úr áfallinu hafi endalok nærbuxnasölunnar riðið yfir.

Sjá einnig: Stefan segist ekki hafa neitt að fela: „Þetta er enginn bullshit leikur í gangi“

Stefan Octavian.

Fastur í skýrslatökum

Þegar DV ræddi við Stefan í mars sagði hann að ástæðan fyrir því að vörurnar væru ekki að skila sér hafi verið vegna þess að allt væri stopp í Kína vegna kórónuveirunnar, þar færi mesta framleiðslan á vörunum. Hann nefndi einnig aðra ástæðu, kínverskt nýár sem var frá 25. febrúar til 8. mars. Stefan endaði samtalið á að viðskiptavinir hans myndu fá vörurnar og að það væri engin svik í gangi.

Í samtali við Smartland greinir Stefan frá því að eftir að hann lenti í árásinni hafi hann verið fastur í Berlín vegna skýrslutöku og hafi legið á spítala vegna áverka.

„Það leiddi til þess að ég komst ekki aftur til Litháens til að halda áfram með mitt. Maðurinn þar var búinn að lofa öllu fögru en svo gerðist ekkert,“ segir Stefan. Hann bætir við að hann skilji að fólk sé í uppnámi, en hann hafi tapað mörgum milljónum á meðan það tapaði nokkrum þúsundköllum.

Stoppaður á götunni

Stefan er staddur á Íslandi um þessar mundir og hefur verið það síðan í ágúst.

„Herra Stefán Octavian aka Charlie Keller er staddur á landinu samkvæmt snappinu hans! Þær/þau/þeir sem rekast á hann á förnum vegi […] mega alveg nippa í hann og benda honum vinsamlegast á að lesa öll ólesnu skilaboðin sín og skila peningunum sem hann stal af fólki. Ef ég væri í borginni, myndi ég án djóks leita hann uppi!“

Þetta segir í færslu í Beauty Tips sem var birt í nóvember. Yfir fimmtíu manns bregðast við færslunni og spyr ein „hvernig er ekki búið að kæra þetta samt?“

Í samtali við Smartland segir Stefan að karlmaður hafi gripið í handlegg hans á Þorláksmessukvöld. Stefan segir manninn hafa hótað sér og sagt að hann skuldaði dóttur hans pening.

„Ég er alveg jafn reiður og mínir fyrrverandi viðskiptavinir,“ segir Stefan og segist hafa orðið fyrir svikum af hálfu aðila sem fjárfesti í þessu með honum.

„En það að koma svona fram við mig fyrir framan fullan Laugaveg á Þorláksmessukvöld er algjör óþarfi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Eignaðist tvö börn með sex mánaða millibili – „Haldiði kjafti“

Eignaðist tvö börn með sex mánaða millibili – „Haldiði kjafti“
Fókus
Í gær

Sigga Dögg kynfræðingur svarar spurningum lesenda DV í Kynlífshorninu

Sigga Dögg kynfræðingur svarar spurningum lesenda DV í Kynlífshorninu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hringbraut leitar að konum til starfa í sjónvarpi – Átt þú heima í sjónvarpinu?

Hringbraut leitar að konum til starfa í sjónvarpi – Átt þú heima í sjónvarpinu?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hún er 28 ára og hann er 58 ára – „Ástin okkar er eins og hver önnur ást“

Hún er 28 ára og hann er 58 ára – „Ástin okkar er eins og hver önnur ást“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nadía Sif birtir fyrstu myndina af sér og nýja kærastanum

Nadía Sif birtir fyrstu myndina af sér og nýja kærastanum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram: „Skvísukvöld af bestu gerð“

Vikan á Instagram: „Skvísukvöld af bestu gerð“