fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Fókus

Stjörnuspá vikunnar – Óvænt skilaboð bíða þín

Fókus
Sunnudaginn 20. desember 2020 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hér er hún komin, brakandi fersk stjörnuspá fyrir vikuna. Hvað segja stjörnurnar um næstu viku ?

Vikan 18.12. – 24.12.

stjornuspa

Hrútur
21. mars–19. apríl

Þessi vika krefst þess að þú hugsir út fyrir rammann. Ýmsar þrautir bæði í vinnu og heima við munu koma til þín sem þú leysir vel enda þekktur fyrir að hugsa í lausnum og ert sannkallað gáfnaljós. Það þýðir samt ekki það að þú verðir ekki búinn á því eftir vikuna – áætlaðu EKKERT næstu helgi.

stjornuspa

Naut
20. apríl–20. maí

Það er áfram naflaskoðun hjá Nautinu þessa vikuna, að kafa dýpra og finna svör. Staldra við og huga að sál og líkama. Hvaða lausnir þarftu í lífi þínu til þess að vera besta útgáfan af sjálfu þér? Hver eða hvað gæti hjálpað til?

stjornuspa

Tvíburar
21. maí–21. júní

Tvíbbinn finnur heitt fyrir þessari nýju orku sem streymir inn í heiminn okkar. Stútfullur heili skapandi hugmynda sem þig langar að framkvæma. Góð vika til þess að koma hugmyndum á blað svo þær glatist ekki. Njóttu orkunnar.

stjornuspa

Krabbi
22. júní–22. júlí

Það er nú kannski ekki auðveldast að vera í aðhaldi á þessum tíma árs en eitthvað í lífi þínu kallar á það. Þú þarft að huga aðeins betur að líkamanum, góð hreyfing og gott mataræði hjálpar líka andlegu hliðinni, þetta helst allt í hendur. Hugsaðu vel um sjálfan þig.

stjornuspa

Ljón
23. júlí–22. ágúst

Þú setur þig í fyrsta sæti og færð ekkert samviskubit við að segja nei við nokkrum greiðum. Þú átt nóg með þig og þína. Eitt leiðir af öðru þessa vikuna. Ein hugmynd yfir góðum kaffibolla fer á flug og verður byrjunin á einhverju nýju.

stjornuspa

Meyja
23. ágúst–22 .sept

Það er fáir sem hugsa um að vilja vera bara heima sér þessa dagana enda búið að vera nóg af því. En þú, elsku Meyja, sérð það í hillingum að vera heima hjá þér og taka því rólega. Það hefur verið mjög erilsamt hjá þér síðustu daga og nú er smá svigrúm til að njóta.

stjornuspa

Vog
23. sept–22. okt

Þú spyrð sjálfa þig af hverju það séu svona fáir tímar í deginum. Verkefnin eru ófá en á sama tíma ertu í meira jólaskapi en nokkurn tímann og tekst á við daglegar áskoranir með bros á vör og gleði í hjarta. Þetta ár fer að taka enda og þú stendur ennþá í lappirnar

stjornuspa

Sporðdreki
23. okt–21. nóv

Peningar, peningar, peningar! Það rignir peningum yfir Sporðdrekann og líklegast á hann það skilið því hann er mjög duglegur. Nýtt tækifæri eða gamalt verkefni er loks að skila einhverju. Þetta er fjárhagslega góð vika fyrir Sporðdrekann.

stjornuspa

Bogmaður
22. nóv–21. des

Óvænt skilaboð bíða þín. Bíddu spenntur við símann því þetta mun breyta ýmsu í lífi þínu. Bogmaðurinn er ófeiminn við að takast á við áskoranir og leika sér að óvissunni því hann þolir fátt meira en að leiðast. Spennandi tímar!

stjornuspa

Steingeit
22. des–19. janúar

Þú ert óvenju skapþung og ekki viss hvaðan þessar tilfinningar koma. Á tímum sem slíkum þá er best að vera góður við sjálfan sig og hleypa þessum tilfinningum í gegn. Þetta ár er búið að vera heldur óþolandi þannig að þessar tilfinningar eiga alveg rétt á sér.

stjornuspa

Vatnsberi
20. janúar–18. febrúar

Vinátta er þér ofarlega í huga enda er Vatnsberinn yfirleitt vinmargur og treystir á félagsgáfur sínar. Þetta ár hefur sett margt í rétt samhengi. Þú áttar þig á því hverjir eru sannir vinir þínir og hverjir ekki og heitir því að leggja meiri áherslu á þinn innri kjarna.

stjornuspa

Fiskar
19. febrúar–20. mars

Fiskurinn setur sér ný markmið þessa vikuna. Hann er kannski loks að átta sig á sínum eigin hæfileikum og verðmætum. Já, þú mátt vera með þínar kröfur um gæði og já, þú mátt gera kröfur. Þetta nýja viðhorf fer þér vel og mun hjálpa þér við að ná ennþá lengra í lífinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Með fóbíu fyrir sturtu vegna vatnspyntinga kærastans

Með fóbíu fyrir sturtu vegna vatnspyntinga kærastans
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ég er náttúrlega helvítis aumingi eins og Íslendingar að nenna ekki að mótmæla“

„Ég er náttúrlega helvítis aumingi eins og Íslendingar að nenna ekki að mótmæla“