fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Elliot Page tilkynnir að hann sé trans – Fræga fólkið hyllir hann

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 2. desember 2020 06:55

Elliot Page. Mynd:AFP

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn Elliot Page tilkynnti í gær að hann væri trans og gangi nú undir nafninu Elliot Page en hann gekk áður undir nafninu Ellen Page. Óhætt er að segja að yfirlýsingu hans hafi verið vel tekið og hefur stuðningsyfirlýsingum rignt yfir hann frá öðrum listamönnum og tugum þúsunda aðdáenda.

Elliot er einna þekktastur fyrir leik sinn í kvikmyndunum Juno og Inception og Umbrella Academy þáttaröð Netflix.

Elliot birti langa færslu á Twitter í gærkvöldi þar sem hann skýrði frá þessu.

„Ég vil deila því með ykkur að ég er trans, fornöfnin mín eru hann eða þeir og nafn mitt er Elliot. Mér finnst ég vera heppinn að vera að skrifa þetta. Að vera hérna. Að hafa komist á þennan stað í lífi mínu. Ég finn fyrir miklu þakklæti í garð þess ótrúlega fólks sem hefur stutt mig á þessari ferð. Ég get ekki lýst því hversu einstök tilfinning það er að elska sjálfan mig loks nægilega mikið til að geta verið sá sem ég er,“ segir meðal annars í færslu hans.

Elliot breytti nafni sínu strax á Twitter og fékk fljótlega stuðningsyfirlýsingar frá öðrum listamönnum, til dæmis Mia Farrow og Patricia Arquette. Einnig sendu tugir þúsunda aðdáenda hans honum stuðningsyfirlýsingar.

Hann sagðist vera ánægður en ánægjan væri einnig brothætt og þrátt fyrir mikla hamingju hans í augnablikinu og þau forréttindi sem hann býr við þá sé hann einnig hræddur: „Ég er hræddur við ágengnina, hatrið, „brandarana“ og ofbeldið.“ Hann sagðist einnig ætla að gera allt sem í hans valdi stendur til að bæta kjör transfólks og gera heiminn betri fyrir það.

Elliot, sem er kvæntur Emma Portner, bætti síðan við: „Ég elska að vera trans og ég elska að vera hinsegin.“

Meðal þeirra sem hylltu Elliot var Mae Martin sem sagðist vera stolt af að styðja vin sinn Elliot.

 

Leikarinn Kumail Nanjiani lét einnig heyra frá sér og sagðist hlakka til að fylgjast með Elliot næstu árin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“
Fókus
Í gær

Anne Hathaway þurfti að slumma tíu menn – „Þetta hljómaði viðbjóðslega“

Anne Hathaway þurfti að slumma tíu menn – „Þetta hljómaði viðbjóðslega“
Fókus
Í gær

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun
Fókus
Fyrir 2 dögum

Leið eins og Mary Poppins

Leið eins og Mary Poppins
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Eiginmaður Katrínar segir þau hafa farið að rífast þegar þau hittust fyrst

Eiginmaður Katrínar segir þau hafa farið að rífast þegar þau hittust fyrst
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gunnar sat 12 spora fund í morgun þegar eitt vakti áhuga hans – „Ég er sjálfur sekur“

Gunnar sat 12 spora fund í morgun þegar eitt vakti áhuga hans – „Ég er sjálfur sekur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Uppnám á tónleikum Laufeyjar – Hundruð falsaðra miða í umferð og sviknir aðdáendur grétu

Uppnám á tónleikum Laufeyjar – Hundruð falsaðra miða í umferð og sviknir aðdáendur grétu
Fókus
Fyrir 3 dögum

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell