fbpx
Sunnudagur 07.september 2025
Fókus

Sprenghlægileg mistök – Í áfalli þegar hún opnaði stefnumótaforritið

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 18. desember 2020 15:01

Skjáskot/TikTok

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ung kona í leit að ástinni sneri sér að stefnumótaforritinu Hinge. Forritið uppfærir reglulega lista yfir karlmenn sem hún „passar vel við.“ Karlmenn sem forritið telur hana eiga ýmislegt sameiginlegt með og ætti þar með að hitta.

Brooke Averick, 24 ára, er með yfir 720 þúsund fylgjendur á TikTok. Hún var með fjölskyldu sinni yfir Þakkargjörðarhátíðina þegar hún fékk meldingu um að forritið væri nýbúið að uppfæra listann hennar. Hún kíkti spennt á listann, hugsanlega væri draumaprinsinn þarna, en henni brá heldur í brún þegar sá sem var á listanum var í sama herbergi og hún.

Stefnumótaforritið taldi að Brooke myndi ná vel saman með Noah. Eini vandinn er sá að þau eru systkini.

Brooke greindi frá raunum sínum af forritinu í myndbandi á TikTok sem hefur slegið í gegn. Fjölmiðlar vestanhafs, eins og NY Post og People, hafa einnig fjallað um málið og er öllum skemmt, nema að sjálfsögðu Brooke.

@ladyefronThankful for this new batch of emotional distress 🦃 #GivingThanks #fyp @bertefron♬ original sound – Brooke Averick

Eins og fyrr segir hefur myndbandið slegið í gegn. Söngkonan Meghan Trainor var ein af þeim sem þótti þetta sprenghlægilegt.

Samkvæmt Elite Daily notar Hinge reiknirit (e. algorithm), sem hefur unnið til Nóbels-verðlauna, og notar svör notenda til að finna út hverjir passa saman.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Jelly Roll grennist hratt en segist ekki nota þyngdarstjórnunarlyf – „Ég var að hugsa um að missa önnur 50 kíló“

Jelly Roll grennist hratt en segist ekki nota þyngdarstjórnunarlyf – „Ég var að hugsa um að missa önnur 50 kíló“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Raunverulegur aldur leikkonunnar kemur aðdáendum verulega á óvart

Raunverulegur aldur leikkonunnar kemur aðdáendum verulega á óvart
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fær að heyra það fyrir að leyfa dóttur sinni að gata löngutöng

Fær að heyra það fyrir að leyfa dóttur sinni að gata löngutöng
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stórleikarinn Michael Caine komst að skuggalegu fjölskylduleyndarmáli eftir andlát móður sinnar

Stórleikarinn Michael Caine komst að skuggalegu fjölskylduleyndarmáli eftir andlát móður sinnar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Deilir leiðinlegum aukaverkunum af dramatísku þyngdartapi

Deilir leiðinlegum aukaverkunum af dramatísku þyngdartapi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Áhrifavaldur í bobba vegna þess sem hún leyfði 14 ára dóttur sinni að gera

Áhrifavaldur í bobba vegna þess sem hún leyfði 14 ára dóttur sinni að gera