Föstudagur 05.mars 2021
Fókus

Jólaskreytingar stjarnanna

Fókus
Sunnudaginn 6. desember 2020 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það styttist óðum í jólin og eru margir farnir að skreyta. Sumir myndu segja að það sé of snemmt, en miðað við hvernig árið 2020 hefur verið þá er allt leyfilegt. Nýttu tækifærið og skreyttu eins og stjörnurnar. Sjáðu fallegar og klikkaðar skreytingar stjarnanna.

Britney Spears.

Britney Spears

Til hvers að vera með hátt til lofts ef þú ætlar ekki að vera með stórt jólatré? Britney Spears kann að nýta plássið og leyfa trénu að njóta sín.

Jólatré Steve Harvey.
Margaret Harvey.

Steve Harvey

Steve Harvey er sannkallaður jólasveinn. Hann og eiginkona hans, Margaret Harvey, leggja allt í sölurnar þegar kemur að því að skreyta. Þau eru óhrædd við að prófa nýja hluti og voru eitt árið með blátt jólatré.

Reese Witherspoon.
Reese Witherspoon.

Reese Witherspoon

Leikkonan veit hvað hún syngur þegar kemur að því að skreyta svo heimilið verði fallegt og kósí í senn, sem er lykilatriði að margra mati.

Tan France.

Tan France

Sjónvarpsstjarnan, höfundurinn og hönnuðurinn Tan France setur upp jólatréð 1. nóvember og hefur gert það undanfarin tíu ár.

Kardashian-Jenner fjölskyldan

Jólaskreytingar Kim Kardashian í fyrra.

Kim Kardashian

Kim Kardashian var með heldur óhefðbundið skraut í fyrra sem margir áttu erfitt með að átta sig á.

Kylie Jenner.
Kylie Jenner.

Kylie Jenner

Kylie Jenner setur ekki bara upp eitt tré, í fyrra var hún með fjögur. Árið 2017 var hún með bleikt tré.

Kris Jenner.

Kris Jenner

Þegar kemur að því að skreyta fyrir hátíðarnar gefur Kris Jenner ekkert eftir og ekki heldur börnin hennar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Páskastjarnan með nýtt lag um „mömmudreng“ – Þetta er ástæðan á bakvið lagið

Páskastjarnan með nýtt lag um „mömmudreng“ – Þetta er ástæðan á bakvið lagið
Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslendingar bíða með öndina í hálsinum eftir mögulegu gosi – „Ertu með óróapúls eða ertu bara glaður að sjá mig?“

Íslendingar bíða með öndina í hálsinum eftir mögulegu gosi – „Ertu með óróapúls eða ertu bara glaður að sjá mig?“