fbpx
Miðvikudagur 02.desember 2020
Fókus

Grænn heilsudrykkur og jólaskreytingar í Matur & heimili

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 22. nóvember 2020 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjöfn Þórðar er með þátt sinn Matur & heimili á Hringbraut á mánudagskvöld kl. 20.

Þar töfrar matreiðslumaðurinn Völundur Snær Völundsson fram grænan heilsudrykk. Völundur, sem er að jafnaði kallaður Völli, matreiðslumaður og frumkvöðull, er með fyrirtækið Algarum Organic sem kom með nýjar lífrænar vörur á markaðinn í síðla sumars. Þær hafa hlotið verðskuldaða athygli og hráefnið er unnið á hinum fallega stað, Breiðafirði. Sjöfn Þórðar heimsækir Völla heim í eldhúsið og fær frekari innsýn í vörurnar og hráefnið frá Algarum Organic í þættinum Matur og Heimili á mánudagskvöld.

„Það var markmið okkar frá upphafi að búa til vöru sem væri eins heilnæm, sjálfbær og umhverfisvæn og hugsast gat. Umbúðirnar okkar eru 100% niðurbrjótanlegar – bæði fyrir Algarum Organic þarahylkin, þaraduftið og Umami Salt,“ segir Völli. Að sögn Völla er snilldin ein að nota þaraduft í matargerðina og ná þannig lífrænu joði í matinn og auk þess sem það gefur svo gott bragð.

Dagurinn hefst á hollum og bragðgóðum grænum drykk

Völli töfrar fram undur góðan grænan drykk sem inniheldur meðal annars þaraduft og heillar hana alveg upp úr skónum ef svo má að orði komast þar sem ólík brögð eru leidd saman með frábæri útkomu á hollum og næringarríkum drykk. „Þetta er drykkur sem við byrjum á hér heima á hverjum morgni og fáum um leið þessi nauðsynlegu steinefni.“ Völli heldur áfram að töfra fram sælkera kræsingar sem innihalda holl og ljúffeng hráefni og útkoman er ótrúlega spennandi.

Skreytum húsið grænum greinum

Mæðgurnar Bryndís Stella Birgisdóttir innanhúshönnuður, sem ávallt er kölluð Stella og Inga Bryndís Jónsdóttir stíllisti eru mjög samrýndar og njóta þess að undirbúa aðventuna og jólin saman. Sjöfn Þórðar heimsækir þær mæðgur á fallegt heimili Stellu sem býr í Fossvogsdalnum og fær innsýn inn í aðventu undirbúninginn í þættinum Matur og Heimili á mánudagskvöld næstkomandi.

Grænar greinar og hvítir og brúnir jólapakkar

„Við mæðgurnar njótum þess að eyða aðventunni saman ásamt fjölskyldunni. Hver jól erum við með ákveðið jólaþema sem breytist ár frá ári. Núna í ár er þemað grænar greinar, náttúrulegir jólapakkar, þar sem litir og form er sótt í náttúruna.“ Ein af uppáhalds gæðastundum þeirra mæðgna er að pakka inn jólapökkunum og skreyta. „Hefðir og siðir skipta okkur miklu máli. Við leggjum mikið upp úr því að pakkarnir séu fallegir og innihaldið kærleiksríkt.“ Það er heilög stund hjá þeim mæðgum og ræður einfaldleikinn ríkjum þegar kemur að því að pakka inn. „Í ár er eru það bastbönd, hvítur pappír og brúnir pokar sem prýða jólapakkana og tóna vel við náttúrulitina,“segja þær mæðgur og elska að nostra við hvert smáatriði. „Okkar gæðastund er tebolli, innpökkun, kertaljós og smákökubakstur.

Einnig hafa þær Stella og Inga Bryndís gaman að því að setja saman jólakransa. Við fáum að sjá þá í þættinum og hvernig þær nýta hið græna, greinarnar til að skreyta heimilið á einfaldan, smekklegan og fallegan hátt án mikils tilkostnaðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Matur & heimili á Hringbraut í kvöld: Jólabakstur og jólaborðið dekkað

Matur & heimili á Hringbraut í kvöld: Jólabakstur og jólaborðið dekkað
Fókus
Fyrir 2 dögum

Brandari Ómars vekur mikla reiði – „Djöfull á ég eftir að fá mikið hatur á mig núna“

Brandari Ómars vekur mikla reiði – „Djöfull á ég eftir að fá mikið hatur á mig núna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bíða með skilnað fram yfir jól? – Við konan mín erum komin alveg út í horn

Bíða með skilnað fram yfir jól? – Við konan mín erum komin alveg út í horn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sóli Hólm er betri maður eftir erfiðleikana – „Ég græddi á því að fá krabbamein“

Sóli Hólm er betri maður eftir erfiðleikana – „Ég græddi á því að fá krabbamein“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Svona eiga þau saman – „Þau sjá bæði fegurðina í lífinu“

Svona eiga þau saman – „Þau sjá bæði fegurðina í lífinu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Horfin eiginkona, skapstór eiginmaður og afbrigðilegur tengdafaðir

Sakamál: Horfin eiginkona, skapstór eiginmaður og afbrigðilegur tengdafaðir