fbpx
Mánudagur 12.apríl 2021
Fókus

„Það sem þú sérð ekki er ég að þræla heima að klippa eitthvað myndband á nærbuxunum“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 20. nóvember 2020 18:00

Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alex Michael Green Svansson er betur þekktur sem Alex from Iceland á Instagram en hann hefur síðustu ár verið að búa til flott myndbönd og taka fallegar myndir þar sem íslensk náttúra fær að njóta sín.

Fylgjendahópurinn hans hefur stækkað ört og í dag er hann kominn með rétt rúmlega 41 þúsund fylgjendur. Alex deilir með þeim alls konar skemmtilegu myndefni sem tengist oftast fallegu landslagi eða einhverju öðru sem Alex tekur upp á að gera.

Hafsteinn Sæmundsson ákvað að fá Alex til sín í hlaðvarpið Bíóblaður og ræða við þennan áhugaverða og lífsglaða mann.

„Ég er í rauninni bara „content creator“. Þaðan koma helstu tekjurnar mínar. Þegar ég er einhvers staðar uppi á jökli, þá er ég að vinna. Ég geri það til að skapa tekjur en einnig því það er gaman. Ég sérhæfi mig í „outdoor, adventure, photography og videography.“ Þannig að það sem þú sérð á Instagram-síðunni minni er svolítið lífið mitt en það sem þú sérð ekki er ég að þræla heima að klippa eitthvað myndband á nærbuxunum. Það er hin hliðin á þessu sem er minna glamúr og ég er ekki mikið að deila henni,“ segir Alex.

Alex var heppinn að því leytinu til að hann hefur alltaf verið með gott bakland og fengið góðan stuðning frá fjölskyldunni. Hann hefur mikinn áhuga á mannlegu eðli og ef hann eignast barn í framtíðinni, þá hefur hann velt því fyrir sér hvað hann myndi vilja kenna því.

„Það sem var komið yfir á mig er að vera heiðarlegur, hreinskilinn og góður. Þetta eru ótrúlega grundvallar- og venjulegir hlutir að vilja en það eru ákveðin gildi sem mér voru kennd sem mér þykir ótrúlega vænt um í dag. Ég myndi vilja gera það sama fyrir barnið mitt. Passa að barnið yrði góður einstaklingur og góður við náungann.“

Þrátt fyrir að vera mikið fyrir útiveruna, þá hefur Alex einnig brennandi áhuga á kvikmyndum og kvikmyndagerð. Hann elskar sérstaklega Sci-Fi og ofurhetjumyndir. Marvel myndirnar eru í sérstöku uppáhaldi hjá honum en hann á erfitt með að velja eina sem einhverja uppáhalds mynd.

„Ég fer á allar svoleiðis myndir í bíó. Missi aldrei af þeim. Það bara gerist ekki. Superhero, Sci-Fi, Fantasy. Það fíla ég.  Ef þú horfir hlutlaust á allar Marvel myndirnar, þá er eiginlega ekki hægt að velja bara eina uppáhalds. Ég horfi á þetta sem „kvikmynda upplifun“ og þegar ég fór til dæmis á Infinity War, þá var ég orðinn svo ógeðslega tengdur karakterunum og þetta býr til einhverja tengingu sem þú færð ekkert út frá því að horfa á einhverja eina mynd. Infinity War og Endgame voru hápunkturinn sem ég óskaði eftir að upplifa en allar hinar myndirnar leiddu til þess að þær urðu svona góðar.“

Í þættinum ræða strákarnir einnig hvort skipti meira máli, gen eða uppeldi, hvernig Man of Steel svínvirkaði fyrir Alex, hvernig samfélagsmiðlar hafa mikil áhrif á okkur öll, hvernig Anime hefur alltaf verið í uppáhaldi hjá Alex og margt fleira.

Bíóblaður er á YouTube, Spotify og Apple Podcasts.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Rapparinn DMX látinn – „Baráttumaður sem barðist allt til enda“

Rapparinn DMX látinn – „Baráttumaður sem barðist allt til enda“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Harry og Meghan tjá sig um andlát Filippusar – „Þakka þér þjónustuna“

Harry og Meghan tjá sig um andlát Filippusar – „Þakka þér þjónustuna“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vildi losna við hrukkurnar en hefði betur sleppt því – „Eruð þið ekki að djóka í mér?“

Vildi losna við hrukkurnar en hefði betur sleppt því – „Eruð þið ekki að djóka í mér?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ráðin gegn ógleði sem læknirinn samþykkir

Ráðin gegn ógleði sem læknirinn samþykkir
Fókus
Fyrir 4 dögum

Khloé tjáir sig um myndina sem Kardashian-fjölskyldan vildi ekki að þú myndir sjá

Khloé tjáir sig um myndina sem Kardashian-fjölskyldan vildi ekki að þú myndir sjá
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nýja kynlífs-kenningin sem tröllríður TikTok – „Þetta var bilað!“

Nýja kynlífs-kenningin sem tröllríður TikTok – „Þetta var bilað!“