fbpx
Fimmtudagur 03.desember 2020
Fókus

Fyrrverandi heróínfíkill birtir sláandi myndir – Svona lítur hún út í dag

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 13. nóvember 2020 09:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Demi-Nicole Dunlop birtir sláandi myndir frá því að hún var djúpt sokkin í neyslu eiturlyfja. Hún var háð bæði heróíni og krakki um tveggja ára bil en hún hefur verið edrú undanfarna fjóra mánuði.

Demi-Nicole, 27 ára, birtir myndirnar á Facebook og skrifar tilfinningaþrunginn pistill með. News.au greinir frá.

Hún segir að neyslan hafi haft gríðarleg áhrif á hana, bæði andlega og líkamlega. Húð hennar hafi verið þakin bólum og hrúðri.

Myndir/Demi-Nicole

„Það tók mig langan tíma að finnast ég vera einhvers virði. Ég hef staðið mig vel og ég er stolt af hversu langt ég er komin. Ég hef ykkur að þakka fyrir þennan ótrúlega stuðning sem þið hafið sýnt mér, ég er ævinlega þakklát,“ segir hún.

Myndir/Demi-Nicole

Demi-Nicole fór í meðferð fyrir fjórum mánuðum síðan og hefur tekið ótrúlegum breytingum. Hún sýnir breytinguna á sér og deilir átakanlegum myndum af sér frá því að hún var í neyslu.

Fyrir og eftir.

Demi-Nicole segir að ástæðan fyrir því að hún sé að deila þessum myndum sé að gefa öðrum fíklum von.

„Ef þú ert að lesa þetta og ert í neyslu og líður eins og þú munir aldrei ná að yfirgefa þessa hræðilegu martröð neyslunnar, þá vil ég að þú vitir að þú getur það. Trúðu mér. Það er ljós við enda ganganna, ég fann það.“

Demi-Nicole á tvö börn, sjö ára son og sjö mánaða gamla dóttur. Bæði börnin hafa verið tekin af henni.

„Ég varð ólétt þegar ég var djúpt sokkin í neyslu og varð bara verri. Ég var á sjúkrahúsi í tólf vikur og fæddi dóttur mína fimm vikum fyrir settan dag. Sem betur fer fæddist hún heilbrigð og fullkomin. Hins vegar byrjaði hún að finna fyrir fráhvörfum nokkrum vikum seinna vegna neyslu minnar á meðgöngunni. Ég er miður mín að ég hafi leyft þessu að gerast,“ segir hún. Bæði börnin eru í umsjá móður hennar.

Demi-Nicole berst nú við fráhvörf og er á langtímameðferðarheimili, staðráðin í að vera edrú.

Demi-Nicole er staðráðin að vera edrú.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Frægustu stjörnur Íslands syngja um fjárhagserfiðleika Emmsjé Gauta – „Enginn hefur haft það verra en ég“

Frægustu stjörnur Íslands syngja um fjárhagserfiðleika Emmsjé Gauta – „Enginn hefur haft það verra en ég“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Greip kærastana glóðvolga við framhjáhald

Greip kærastana glóðvolga við framhjáhald
Fókus
Fyrir 3 dögum

Erfiðleikarnir móta mann gríðarlega mikið

Erfiðleikarnir móta mann gríðarlega mikið
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hversu vel þekkir þú þessi jólalög? Taktu prófið og bannað að svindla!

Hversu vel þekkir þú þessi jólalög? Taktu prófið og bannað að svindla!