fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Féll fyrir öðrum manni í gæsapartýinu – Hætti við brúðkaupið og giftist hinum

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 9. október 2020 09:35

Jacqui kynntist Graham viku fyrir brúðkaupið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Jacqui Bush var „gæsuð“ var aðeins vika í brúðkaupið hennar. En það kom ekki í veg fyrir að hún yrði ástfangin af öðrum karlmanni, sem hún kynntist í gæsapartýinu.

Jacqui var á næturklúbb ásamt vinkonum sínum þegar hún kynntist Graham. Hún var þá trúlofuð Jack. Daginn fyrir brúðkaupið áttaði hún sig á því að hún þyrfti að hætta við það.

Nú 36 árum seinna sér hún ekki eftir neinu. Hún giftist Graham og eru þau enn hamingjusamlega gift. Hún meira að segja gekk niður að altarinu í brúðkaupskjólnum sem hún keypti fyrir brúðkaup sitt og Jack. Hún segir The Sun sögu sína.

Efasemdir

Jacqui segir að hún hafi ekki verið spennt fyrir brúðkaupi sínu og Jack. „Við vorum búin að vera saman í þrjú og hálft ár. Ári eftir að við byrjuðum saman fór Jack á skeljarnar og ég sagði já. Ég var spennt. En með tímanum byrjaði ég að finna fyrir efasemdum. Ef ég á að vera alveg hreinskilin þá var mér farið að leiðast með honum,“ segir hún.

„Ég hélt alltaf að ég yrði spennt fyrir brúðkaupsdeginum mínum, en svo var ekki. Við bókuðum kirkjuna, ég keypti stóra hvíta kjólinn og við buðum hundrað brúðkaupsgestum. Ég gleymdi mér í öllu brúðkaupsstússinu og setti tilfinningarnar til hliðar í von um að þær myndu hverfa.“

Jacqui og Graham mánuði eftir að þau kynntust.

Í júní 1983, viku fyrir brúðkaupið, var gæsapartýið hennar og steggjapartý Jack. Jack fór til Amsterdam með vinum sínum en Jacqui var heima.

„Við fórum tíu vinkonur saman á næturklúbb og skemmtum okkur konunglega. Ég tók eftir karlmanni við barinn og kannaðist við hann. Þetta var Graham, við vorum saman í skóla. Hann er nokkrum árum eldri og ég var alltaf ótrúlega skotin í honum. Við náðum augnsambandi og ég varð máttlaus,“ segir Jacqui.

„Hann spurði hvað ég væri að gera og ég sagði að ég væri í gæsapartýi. Ég laug ekki, ég sagði bara ekki að þetta væri mitt gæsapartý. Við dönsuðum allt kvöldið og það var strax neisti á milli okkar. Ég gaf honum símanúmerið mitt og hann sagðist ætla að hringja næsta dag. Ég var svo hamingjusöm og hugsaði: „Það er ekki séns að ég geti gengið niður að altarinu núna.““

Daginn eftir hringdi Graham og bauð henni á stefnumót. Þau enduðu með að verja nóttinni saman.

„En það var eitt vandamál, brúðkaupið mitt. Það var tæp vika í það og ég vissi að ég gæti ekki gifst Jack,“ segir hún.

Jacqui og dóttursonur hennar.

Erfitt samtal

Jacqui sagði fjölskyldu sinni fyrst frá því að hún ætlaði að hætta við brúðkaupið. „Þetta kom mömmu ekki á óvart, hún sagðist hafa fundið á sér að eitthvað væri ekki í lagi. Hún var svo stuðningsrík. Hún bauðst meira að segja til að láta gestina vita,“ segir hún.

Svo kom að því að segja Jack. „Hann spurði hvort það væri einhver annar karlmaður og ég neitaði. Ég sagðist bara ekki elska hann nóg til að giftast honum. Þetta var erfitt samtal og mér leið hræðilega að særa hann. En ég vissi að ég væri að gera það rétta.“

Jacqui og Graham á brúðkaupsdaginn.

Jacqui pakkaði í tösku, fór heim til Graham og hefur ekki farið síðan. „Það var skrýtið að vakna daginn sem brúðkaupið mitt átti að vera. Þetta var fallegur dagur og við Graham ákváðum að fara á pöbbinn. Ég ákvað að segja Graham sannleikann. Hann var að sjálfsögðu mjög hissa. Um kvöldið fórum við út að borða á indverskum veitingastað og þetta var eins og venjulegt laugardagskvöld.“

Sex mánuðum eftir að þau kynntust fór Graham á skeljarnar. Þau giftust í september 1984. Hún klæddist sama brúðkaupskjól og hún keypti fyrir brúðkaup sitt og Jack. Jacqui og Graham eiga dóttur og fjögurra ára barnabarn.

„Ég hef aldrei efast um ákvörðun mína,“ segir hún og bætir við að Jack sé einnig giftur í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell
Fókus
Fyrir 3 dögum

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar