fbpx
Laugardagur 31.október 2020
Fókus

Svara fullyrðingu Jessicu Alba um að hún mátti ekki ná augnsambandi við þær

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 6. október 2020 13:17

Tori Spelling, Jessica Alba og Jennie Garth. Mynd/E Online.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonurnar Jennie Garth og Tori Spelling slógu í gegn í þáttunum vinsælu Beverly Hills 90210 á tíunda áratug síðustu aldar. Jessica Alba kom fram í þáttunum árið 1998. Í nýlegu viðtali sagðist hún ekki hafa mátt „ná augnsambandi“ við leikarana.

„Á tökustað mátti ég ekki einu sinni ná augnsambandi við leikarana, sem er frekar erfitt þegar þú ert að reyna að leika í atriði með þeim. Já það var alveg: Þú mátt ekki ná augnsambandi við leikarana, annars þarftu að yfirgefa tökustaðinn,“ segir Jessica í þættinum „Hot Ones“ á YouTube-rás First We Feast.

Tori Spelling og Jenni Garth ræða málið í nýja hlaðvarpsþætti sínum „90210MG“. E! Online greinir frá.

„Tori, ég verð að vita það, sagðir þú henni að hún mætti ekki ná augnsambandi við mig?“ Spurði Jennie Garth.

„Af hverju snýst þetta alltaf um þig,“ svaraði þá Tori Spelling.

Jennie sú eina sem kemur til greina

Þær rifjuðu upp tímann sem Jessica Alba var í þáttunum og komust að þeirri niðurstöðu að Jennie Garth var sú sem lék í atriðum með Jessicu.

„En ég man ekki eftir að hafa sagt að hún mætti ekki ná augnsambandi við mig, en ég er með versta minni í heimi,“ segir Jennie.

Tori velti því fyrir sér hvort að framleiðendur þáttanna hafi dreift „minnisblaði“ um þessa skrýtnu reglu sem þær hafi ekki vitað af.

Þær tóku það einnig skýrt fram að þær hafa ekkert á móti Jessicu Ölbu og finnst hún vera frábær leikkona.

„Ég man að hún var ótrúlega hæfileikarík og mjög ung. Hún var mjög indæl og það kemur mér ekkert á óvart að hún hafi náð svona langt,“ segir Jennie.

„Ég ætla ekki að ljúga. Ég var miður mín þegar ég sá myndbandið af henni, þar sem hún sagðist ekki hafa mátt ná augnsambandi við okkur, og að hún hafi átt svona skelfilega upplifun á tökustað með okkur, því blautþurrkurnar hennar eru í uppáhaldi hjá mér,“ segir hún og vísar í vinsælustu vöru fyrirtækis Jessicu, The Honest Company.

„Ég meina það, ég skeini barninu mínu á hverjum degi með blautþurrkunum hennar. Ég er miður mín.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Eru þau systkini eða kærustupar – Getur þú giskað rétt?

Eru þau systkini eða kærustupar – Getur þú giskað rétt?
Fókus
Í gær

Kardashian-systir fékk COVID-19: „Megi Guð blessa okkur öll“

Kardashian-systir fékk COVID-19: „Megi Guð blessa okkur öll“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sagði dóttur sinni að Peppa Pig væri fyrir utan – En í staðinn var svínshræ

Sagði dóttur sinni að Peppa Pig væri fyrir utan – En í staðinn var svínshræ
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þess vegna neitar Siggi Hlö að spila lög eftir Michael Jackson

Þess vegna neitar Siggi Hlö að spila lög eftir Michael Jackson
Fókus
Fyrir 4 dögum

Óprúttinn aðili braust inn til Línu og Gumma – „Mjög óþægi­legt og óhuggu­legt“

Óprúttinn aðili braust inn til Línu og Gumma – „Mjög óþægi­legt og óhuggu­legt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Faldi myndavél í rassvasanum – Greip menn glóðvolga

Faldi myndavél í rassvasanum – Greip menn glóðvolga