fbpx
Fimmtudagur 26.nóvember 2020
Fókus

„Sturlaðar“ kröfur karlmanns fyrir framtíðar kærustu sína

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 23. október 2020 22:00

Myndin tengist greininni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Írskur maður hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir þær kröfur sem hann setur á framtíðar kærustu sína.

Maðurinn er með langan lista af kröfum á Tinder prófílnum sínum. Konan þarf meðal annars að vera undir 63 kíló, ekki einstæð móðir og ekki glíma við andleg veikindi til að eiga möguleika á að tala við hann.

Clara Melapple vakti athygli á kröfum mannsins í myndbandi á TikTok. Hún birtir reglulega myndbönd þar sem hún fer yfir furðulega Tinder-prófíla.

Í myndbandinu les hún yfir kröfur mannsins, sem netverjar hafa kallað „ósvífnar“ og „sturlaðar.“

„Engar pansexuals, engin kyn (e. no genders) og ekkert svoleiðis rugl,“ segir maðurinn.

Maðurinn, sem segist vera 32 ára og frá Írlandi, segir einnig að framtíðarkærasta hans megi ekki reiða sig á félagslega þjónustu.

Hann er heldur ekki hrifinn af konum sem deila hvetjandi tilvitnunum á samfélagsmiðlum eða konum sem eru skuldugar.

Þó maðurinn gefi lítið upp um sjálfan sig segist hann hafa áhuga á „því andlega, West End söngleikjum, dans og síkisbátum (e. canal boat).“ Að lokum segir maðurinn að hann fái mikið að skilaboðum og eigi erfitt með að svara þeim öllum.

Sjáðu myndbandið hér að neðan.

@claramelappleAyy I lack mental health he should hmu🥰##greenscreen ##Denim4all ##SometimesIRun ##MyArt♬ som original – Clara

Það er óhætt að segja að kröfur mannsins hafi vakið athygli. Myndbandið hefur fengið yfir milljón áhorf og yfir fjögur þúsund ummæli.

„Svona menn eru alltaf með langan lista af kröfum en nefna aldrei hvað þeir hafa upp á að bjóða, ef eitthvað,“ segir einn netverji.

„Ég vil í alvöru vita hvað menn hugsa þegar þeir búa til svona prófíl,“ segir annar.

Sjáðu hér fleiri prófíla sem hún hefur vakið athygli á.

@claramelappleOk chief (ty @babyg.skyler for sending) ##greenscreen ##Artober ##EmilyinParis ##CollegeGotMeLike ##CTCVoiceBox♬ som original – Clara

@claramelappleAh how nice (ty @uglyatheist) for sending ##greenscreen ##fyp ##TikTokFashionMonth ##AdultMoney♬ som original – Clara

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Arna grét þegar hún sá myndina af sér – „Mér fannst ég bara skítug“‘

Arna grét þegar hún sá myndina af sér – „Mér fannst ég bara skítug“‘
Fókus
Fyrir 2 dögum

Konan sem uppljóstraði um framhjáhald í Reykjavík Síðdegis fræg á ný – „Klárlega í topp 5“

Konan sem uppljóstraði um framhjáhald í Reykjavík Síðdegis fræg á ný – „Klárlega í topp 5“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hjón á áttræðisaldri ósammála um sóttvarnaraðgerðir – „Mamma er eiginlega orðin hrædd við pabba“

Hjón á áttræðisaldri ósammála um sóttvarnaraðgerðir – „Mamma er eiginlega orðin hrædd við pabba“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Grænn heilsudrykkur og jólaskreytingar í Matur & heimili

Grænn heilsudrykkur og jólaskreytingar í Matur & heimili
Fókus
Fyrir 4 dögum

Gekk í gegnum sáran missi -„Mér finnst ég sjálf hafa verið að koma upp úr kafinu“

Gekk í gegnum sáran missi -„Mér finnst ég sjálf hafa verið að koma upp úr kafinu“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Lifði tvöföldu lífi eftir skilnaðinn – Kynlífsvinna, karlmannshárkollur og stinningarlyf

Sakamál: Lifði tvöföldu lífi eftir skilnaðinn – Kynlífsvinna, karlmannshárkollur og stinningarlyf