fbpx
Laugardagur 31.október 2020
Fókus

Þess vegna ættir þú aldrei að vera í sambandi með atvinnumanni í íþróttum

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 15. október 2020 09:30

Mynd/News.au

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástralska fjölmiðlakonan Jana Hocking fer yfir fjórar ástæður þess að þú ættir aldrei að vera í sambandi með atvinnumanni í íþróttum.

Í nýjum pistli á News.au segir Jana frá því að hún hafi byrjað að laðast að íþróttamönnum þegar hún var unglingur. Þegar hún varð eldri byrjaði hún að vinna í fjölmiðlum og var sífellt meira í reglulegu sambandi við núverandi og fyrrverandi atvinnumenn.

„Þeir sögðu eitthvað, ég hló og áður en ég vissi vorum við komin á stefnumót,“ segir Jana og segist hafa verið í sambandi með nokkrum atvinnumönnum.

„Það sem ég hef lært af reynslunni er þetta: Atvinnumenn eru ekki fyrir mig. Ó nei. Alls ekki.“

Jana segir að vandinn liggi ekki hjá atvinnumanninum sjálfum, heldur öllu umstanginu í kringum hann. Hún nefnir fjórar ástæður fyrir því að hún ætlar aldrei aftur að vera í sambandi með atvinnumanni.

„Ég er ekki sú eina sem laðast að honum“

„Atvinnumanni fylgir yfirleitt stór hópur kvenna sem eru tilbúnar að gera hvað sem er til að ná athygli hans. Þessar konur eru miskunnarlausar,“ segir hún.

„Þær senda honum skilaboð, elta hann á dansgólfinu og jafnvel trufla samtal ykkar til að biðja um sjálfsmynd. Það sem ég myndi gefa fyrir sjálfstraustið þeirra.“

„Hann ætlast til að þú mætir á leikina“

„Sem er svo sem í lagi ef þú ert hrifin af íþróttum, en ég er það ekki. Og svo þarftu að mæta ein í brúðkaup og afmæli vina þinna því hann ferðast svo mikið,“ segir Jana.

Jana Hocking.

„Þú ert ekki eina manneskjan sem hann er að hitta“

Bandaríska hafnaboltastjarnan Trevor Bauer sagði við Sports Illustrated í fyrra að hann hefði nokkrar reglur þegar kæmi að ástarlífinu. „Og þær voru í hreinskilni sagt brútal,“ segir Jana.

„Hann sagði: „Um leið og ég finn að þú berð tilfinningar til mín þá hætti ég að hitta þig, því ég hef ekki áhuga á því að vera í sambandi og ég get ekki verið tilfinningalega til staðar. Engar samfélagsmiðlafærslur um mig á meðan við erum saman,“ sagði hann og endaði á þessum gullmola: „Ég sef hjá öðrum. Ég ætla að halda áfram að sofa hjá öðrum. Ef þér finnst það ekki í lagi þá munum við ekki sofa saman og það er í góðu lagi. Við getum bara verið vinir.“ Úff, segir hún en bætir við að hún dáist samt að hreinskilni Trevor.

„Hversu oft hefurðu verið með gaur sem var að hugsa nákvæmlega þetta en sagði það ekki?“

Stelpur senda þér skilaboð

„Fyrir mörgum árum var ég að hitta ruðningsstjörnu og það kom í ljós að hann var algjör kvennabósi. Hann var í æfingarferð yfir helgi og ég fékk skilaboð frá stelpu sem sagði mér að hún hafði sofið hjá honum þessa helgi. Við tók mikill grátur, reiðiköst og löng skilaboð á milli okkar. Sjálfstraustið þitt fær mesta skellinn,“ segir hún.

„Það verður alltaf einhver stelpa sem er flottari en þú, sem hristir litla sæta rassinn sinn fyrir framan manninn þinn. Þú ert stöðugt að spá hvort hann sé að halda framhjá þér, sérstaklega þegar hann fer í æfingaferð. Og íþróttin verður alltaf í forgang, alltaf.“

Jana segir að í þessum pistli sé hún að einblína á það versta við að vera í sambandi með atvinnumanni í íþróttum. „Og ég veit um nokkra yndislega íþróttamenn sem tilbiðja jörðina sem makar þeirra ganga á,“ segir hún. „En ég gæti aldrei orðið ein af ykkur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Eru þau systkini eða kærustupar – Getur þú giskað rétt?

Eru þau systkini eða kærustupar – Getur þú giskað rétt?
Fókus
Í gær

Kardashian-systir fékk COVID-19: „Megi Guð blessa okkur öll“

Kardashian-systir fékk COVID-19: „Megi Guð blessa okkur öll“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sagði dóttur sinni að Peppa Pig væri fyrir utan – En í staðinn var svínshræ

Sagði dóttur sinni að Peppa Pig væri fyrir utan – En í staðinn var svínshræ
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þess vegna neitar Siggi Hlö að spila lög eftir Michael Jackson

Þess vegna neitar Siggi Hlö að spila lög eftir Michael Jackson
Fókus
Fyrir 4 dögum

Óprúttinn aðili braust inn til Línu og Gumma – „Mjög óþægi­legt og óhuggu­legt“

Óprúttinn aðili braust inn til Línu og Gumma – „Mjög óþægi­legt og óhuggu­legt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Faldi myndavél í rassvasanum – Greip menn glóðvolga

Faldi myndavél í rassvasanum – Greip menn glóðvolga