fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
Fókus

Sigurlaug M. mætti hálfklædd upp í RÚV – „Þegar ég klæði mig úr kápunni tek ég eftir að ég er ekki í pilsinu.“

Tobba Marinósdóttir
Föstudaginn 2. október 2020 08:30

Silla á Holtinu fagra. Mynd: Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurlaug Margrét Jónasdóttir er í forsíðuviðtali DV sem kemur út í dag. 

Sigurlaug Margrét er ein ástsælasta útvarpskona landsins. Hún man ekki eftir því að hafa byrjað á RÚV enda er hún uppalin á göngum Ríkisútvarpsins og vill helst hvergi annars staðar vera – jafnvel svo að hún kemur hálfkædd til vinnu.

Silla eins og hún er kölluð eldar kvöldmat ofan í heilan her, hatar ekki draslskúffurnar sínar og  hefur lært að óttast ekki þögnina. Hún hefur einstaka sýn á lífið og segir það of stutt fyrir slappan mat og leiðindi.

Silla hefur lengi þótt ein mest sjarmerandi fjölmiðlakona landsins og rödd hennar þykir umvefja hlustandann hlýju en hún er með vinsæla þætti á Rás 1 sem kallast Segðu mér. Hún hefur starfað á RÚV nánast frá fæðingu að undanskildum sex mánuðum á Stöð 2.

Gleymdi að klæða sig 

Silla er meinfyndin og óhrædd við að deila sögum af óförum sínum. „Ég er oft að flýta mér og á það til þegar ég klæði mig að vinna hratt. Þá fer ég í mínar 80 den sokkabuxur, bol og skóna og þramma um. Svo einn morgun er ég að verða sein, Torfi kominn út í bíl, ég stekk í úlpuna og kem mér upp í RÚV. Nú, þegar ég klæði mig úr kápunni tek ég eftir að ég er ekki í pilsinu. Ég trúi þessu varla, geng um og hugsa: Guð, ég get ekki sagt neinum frá þessu!

Svo byrja ég að hlæja, og er farin að tárast úr hlátri, geng fram á gang og hitti þar Helga Seljan og Jónatan Garðarsson og held fyrir munninn og tárin leka og ég segi við þá: Þið verðið að hjálpa mér.“ Á þessum tímapunkti segir Silla að þeir félagar hafi hrokkið í kút og gert ráð fyrir hinu versta.

„Ég sýndi þeim að ég var ekki í pilsinu undir kápunni, þeir þögðu aðeins og Helgi sagði: Bíddu aðeins, náði í myndavélina og tók af mér mynd, og sagði „ég bara verð“. Jónatan keyrði mig svo heim, ég klæddi mig í pilsið, fór aftur upp eftir og tók brosandi á móti gesti mínum eins og ekkert hefði gerst,“ segir hún og hlær.

Næstu daga hrósuðu vinnufélagarnir Sillu í hvert sinn sem hún mætti fullklæd.

Smelltu hér til að lesa helgarviðtal DV.

Mynd: Valgarð Gíslason
Förðun: Elín Reynis
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Grill- og tónlistarhátíðin Kótelettan fór fram í blíðskaparveðri

Grill- og tónlistarhátíðin Kótelettan fór fram í blíðskaparveðri
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sambandsráðgjafi: Fjögur merki um að sambandið sé dauðadæmt

Sambandsráðgjafi: Fjögur merki um að sambandið sé dauðadæmt
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Það komu upp alls konar tilfinningar en mest fann ég fyrir stolti og gleði“

„Það komu upp alls konar tilfinningar en mest fann ég fyrir stolti og gleði“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kynlífsráðgjafi með 45 ára reynslu: Þetta er helsta ástæða framhjáhalds

Kynlífsráðgjafi með 45 ára reynslu: Þetta er helsta ástæða framhjáhalds
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hafði þetta að segja um hjónabandið fjórum mánuðum áður en eiginmaðurinn sótti um skilnað

Hafði þetta að segja um hjónabandið fjórum mánuðum áður en eiginmaðurinn sótti um skilnað
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þórunn Antonía rifjar upp harmsögu strippara á Óðal í skugga mansalsrassíu

Þórunn Antonía rifjar upp harmsögu strippara á Óðal í skugga mansalsrassíu