fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Elísabet líkir starfi sínu við fótbolta: „Mér leiðist endurtekningar“

Tómas Valgeirsson
Þriðjudaginn 7. janúar 2020 21:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elísabet Ronaldsdóttir, einn færasti kvikmyndaklippari landsins, stendur á hátindi feril síns. Nýverið var hún ráðin af stórrisunum hjá Marvel Studios til að klippa ofurhetjumyndina Shang-Chi and the Legend of the Ten Rings. Þar er um að ræða fyrstu myndina sem skartar asískri ofurhetju sem aðalsöguhetju og hefur henni verið lýst sem „kung-fu“ mynd með meiru. Engu verður tilsparað við gerð þessarar myndar og verður hún sú stærsta sem Elísabet hefur unnið að, en Marvel Studios stendur á bak við flestar af tekjuhæstu myndum undanfarinna ára.

Í nýlegu viðtali við afþreyingarveituna Film4 segist Elísabet hafa upphaflega ætlað að gerast kvikmyndatökumaður. Þá „slysaðist“ hún í starfsgrein klippara skömmu eftir að hún varð ólétt. Eftir það var ekki aftur snúið og var klipparinn fljótt háður starfi sínu.

„Ég varð ólétt og aðstæður breyttust,“ segir Elísabet. „Ég endaði ekki sem klippari eins og flestir, með því að aðstoða aðra í sama starfi, heldur var mér hent beint í djúpu laugina og ég kunni strax vel við mig þar.“

Elísabet hefur gert garðinn frægan upp á síðkastið með stórvinsælum kvikmyndum á borð við John Wick, Atomic Blonde og Deadpool 2, en sú seinastnefnda var framleidd undir Marvel-vörumerkinu á vegum 20th Century Fox, sem síðar var keypt af Disney. Elísabet hefur þó ekki eingöngu haldið sig við erlend verkefni á síðustu misserum og klippti einnig íslensku kvikmyndirnar Svanurinn og Vargur.

Að sögn klipparans kom hún sér inn á Hollywood-markaðinn í kjölfar þess að klippa kvikmyndina Contraband, bandarísku endurgerðina á spennumyndinni Reykjavík-Rotterdam.

„Að búa til kvikmyndir er eins og að spila fótbolta; þú spilar með liði og ert aldrei sterkari en veikasti hlekkurinn,“ segir Elísabet. „Ég hef verið svo heppin að fá að vinna með eitthvað af bestu leikstjórum, höfundum, áhættufólki og kvikmyndatökumönnum sem eru starfandi í dag. Þetta er allt fólk sem elskar vinnuna sína og gífurlega faglegt.“

Hasar er listform

Elísabet hefur verið ausin lofi fyrir vandaða samsetningu á hasarsenum, til að mynda í John Wick og Atomic Blonde. Þegar spurð að því hvort fylgi slíkum atriðum ákveðin sigurformúla segir hún svarið vera samansafn af ýmsum þáttum.

„Hasaratriði eru listform út af fyrir sig,“ segir hún og heldur áfram: „Mín nálgun veltur allt á hönnuninni og kvikmyndatökunni en mitt markmið er að vera skýr og hnitmiðuð í lokaútkomunni. Mér leiðist endurtekningar sérstaklega, nema sé gild ástæða fyrir þeim.“

Klipparinn segir ákveðið frelsi geta orðið til úr góðu samstarfi. „Bestu og yfirleitt klikkuðustu hugmyndirnar geta orðið til úr góðri samvinnu. Þetta er það sem kvikmyndagerð snýst um og ég nýt mikilla forréttinda með að vera hluti af því,“ segir Elísabet.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

„Ég ætla ekki að ljúga því að ég hafi verið dýrlingur, en ég var ekki nógu heimskur til að eyðileggja fjölskylduna okkar“

„Ég ætla ekki að ljúga því að ég hafi verið dýrlingur, en ég var ekki nógu heimskur til að eyðileggja fjölskylduna okkar“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta