fbpx
Fimmtudagur 01.október 2020
Fókus

Íslenskur áhrifavaldur segir þekktan níðing siðblindan – Grátbiður fólk um að gefa sér pening

Jón Þór Stefánsson
Mánudaginn 6. janúar 2020 14:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenskur áhrifavaldur sem kemur fram undir nafninu Mörges birti í gær myndband þar sem hún gagnrýndi YouTube-stjörnuna Gregory Daniel Jackson harðlega. Gregory er betur þekktur sem Onision.

Mörges er með meira en 20 þúsund fylgjendur á Instagram og hátt í 150 þúsund fylgjendur á einni af YouTube-síðum sínum. Onision er þó með talsvert fleiri fylgjendur eða eina og hálfa milljón.

Mörges hefur áður tekið Onision fyrir, en hann hefur verið ásakaður kynferðisofbeldi, óviðeigandi hegðun gagnvart stúlkum undir lögaldri og rasisma. DV fjallaði um málið síðasta haust.

Sjá einnig: Íslenskur áhrifavaldur tætti í sig þekktan níðing

Að þessu sinni fjallaði Mörges um rannsókn sem nú er í gangi á málum Onision og hvernig hann hefur brugðist við gagnrýninni. Rannsóknarblaðamaðurinn Chris Hansen, sem hefur haft umsjón með þáttunum To Catch a Predator hefur opinberað að hann sé ásamt FBI að rannsaka mál Onision.

Onision hefur tekið illa í gagnrýnina og rannsóknina sem nú er í gangi. Hann hefur hagað sér undarlega á samfélagsmiðlum undanfarið þar sem að hann málar sjálfan sig upp sem fórnarlamb og birtir óviðeigandi kynferðisleg skilaboð. Mörges tekur það fyrir í myndbandi sínu og leggur sérstaka áherslu á hrifningu hans á Jókernum, sem er vinsæl persóna úr kvikmyndum og teiknimyndasögum.

Patreon-síðu Onison var lokað fyrir skömmu, en þaðan fá margar YouTube-stjörnur laun sín í gegnum styrki aðdáenda. Þar af leiðandi hefur Onision misst stóran hluta launa sinna og grátbiður því fólk um að gefa sér pening, annars gæti hann misst Tesla-bílinn sinn og fleiri verðmæta hluti. Mörges segir Onision vera siðblindan þar sem hann hugsar bara um sjálfan sig.

Mörges segir Onison hafa sett upp stórt leikrit sem sýnir hann glíma við alvarleg andleg vandamál. Þetta geri hann til þess að fá fólk finna til með honum.

Hér að neðan má sjá myndbandið í heilld sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Hæðir og lægðir Pamelu Anderson

Hæðir og lægðir Pamelu Anderson
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta fannst Ráðherrunum um Ráðherrann – „Ég neyðist hins vegar til að valda lesendum vonbrigðum“

Þetta fannst Ráðherrunum um Ráðherrann – „Ég neyðist hins vegar til að valda lesendum vonbrigðum“
Fókus
Fyrir 4 dögum

María Krista útbjó draumkennt barnaherbergi

María Krista útbjó draumkennt barnaherbergi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Karl Sigurbjörnsson berst við krabbamein – „Ég hræðist ekki dauðann“

Karl Sigurbjörnsson berst við krabbamein – „Ég hræðist ekki dauðann“