fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fókus

Kris Jenner afhjúpar ástæðuna fyrir endalokum Keeping Up With The Kardashian

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 10. september 2020 10:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir fjórtán ár og tuttugu þáttaraðir mun vinsæli raunveruleikaþátturinn Keeping Up With The Kardashian hætta í framleiðslu. Stjörnur þáttarins tilkynntu það í gær á samfélagsmiðlum og þökkuðu aðdáendum sínum samfylgdina. Síðasta þáttaröðin mun fara í loftið í byrjun árs 2021.

https://www.instagram.com/p/CE5AwirA4Cx/

Höfuðpaur fjölskyldunnar, Kris Jenner, afhjúpar ástæðuna fyrir endalokunum í viðtali við Ryan Seacrest.

„Ég á eftir að fara að gráta aftur,“ sagði Kris við Ryan í útvarpsþættinum On Air With Ryan Seacrest.

Hún segir að fjölskyldan sé enn að melta ákvörðun sína. „Ég vaknaði í morgun og fór á æfingu klukkan fimm með Khloé og Kim og við bara sátum þarna og horfðum á hver aðra og sögðum: „Vá, þvílíkt ferðalag,““ segir Kris.

Kris segir að fjölskyldan sé þakklát fyrir allt sem þátturinn hefur fært þeim. En nú sé hreinlega rétti tíminn til að kveðja.

„Ég held að það sé talan 20, eða hún hljómaði vel þar til 2020, en talan 20, þetta er bara rétti tíminn. Ég held að það sé tímabært fyrir okkur að slaka á og taka því rólega. Finna út hver næstu skref okkar eru,“ segir hún.

Fjölskyldan tók þessa ákvörðun saman en einn meðlimur klansins á þó erfiðara með að sætta sig við hana en aðrir.

„Við þurftum að segja tökuliðinu okkar þetta í gær og við vorum allar grátandi. En ég held að Khloé sé sú sem á erfiðast með þetta. Hún hefur eiginlega ekki hætt að gráta síðan við tilkynntum þetta. Hún er svo yndisleg og tilfinningarík,“ segir Kris.

Tuttugusta þáttaröðin fer í loftið í byrjun árs 2021. Þátturinn fór fyrst í loftið í október 2007.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Enn einn Snapchat-perrinn
Fókus
Í gær

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“
Fókus
Í gær

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leið eins og Mary Poppins

Leið eins og Mary Poppins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kanye West ætlar í klámið

Kanye West ætlar í klámið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leitar sér hjálpar vegna Ozempic notkunar eftir ákall áhyggjufullra aðdáenda

Leitar sér hjálpar vegna Ozempic notkunar eftir ákall áhyggjufullra aðdáenda