fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
Fókus

Sigríður tók fellihýsið í gegn – Rúllugardínurnar vöktu mesta athygli

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 18. júní 2020 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigríður Júnía Ástráðsdóttir og eiginmaður hennar, Björn Björnsson, tóku fellihýsið í gegn. Það er ótrúlegur munur á fellihýsinu eins og sést á meðfylgjandi myndum.

„Þetta er þvílík breyting, alveg dásamlegt,“ segir Sigríður í samtali við DV.

Sigríður deildi „fyrir og eftir“ myndum í Facebook-hópinn Skreytum hús í gær og viðbrögðin leyndu sér ekki. Yfir 1200 manns hafa líkað við færsluna og segir Sigríður athyglina hafa komið sér á óvart. Það sem vakti hvað mesta athygli var að hjónin tóku allar gardínur úr gluggum og settu rúllugardínur í staðinn.

„Greinilega einhver nýbreytni sem fólk tók eftir,“ segir Sigríður.

Fellihýsið fyrir breytingar

Gerðu allt sjálf

Sigríður segir að þau hafi ekki verið stanslaust í framkvæmdum en þetta hafi tekið um tvo mánuði með hléum.

„Kostnaðurinn liggur í parketinu, málningu og lakki. En svo unnum við þetta allt sjálf. Við tókum allar innréttingar í burtu. Rifum dúkinn af gólfinu og settum plastparket með korki að neðan í staðinn. Við grunnuðum svo innréttingarnar bæði að innan og utan og svo er allt málað og lakk yfir allt. Við grunnuðum allt, meðal annars svefnrýmin, og lokuðum þannig á allan við. Stangirnar inn í svefnrýmunum eru spreyjaðar svartar, en allt járn var spreyjað með möttum svörtum lit,“ segir Sigríður.

Framkvæmdirnar

Fellihýsið eftir breytingar

Þvílíkur munur
Rúllugardínurnar slógu í gegn hjá netverjum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Grill- og tónlistarhátíðin Kótelettan fór fram í blíðskaparveðri

Grill- og tónlistarhátíðin Kótelettan fór fram í blíðskaparveðri
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sambandsráðgjafi: Fjögur merki um að sambandið sé dauðadæmt

Sambandsráðgjafi: Fjögur merki um að sambandið sé dauðadæmt
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Það komu upp alls konar tilfinningar en mest fann ég fyrir stolti og gleði“

„Það komu upp alls konar tilfinningar en mest fann ég fyrir stolti og gleði“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kynlífsráðgjafi með 45 ára reynslu: Þetta er helsta ástæða framhjáhalds

Kynlífsráðgjafi með 45 ára reynslu: Þetta er helsta ástæða framhjáhalds
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hafði þetta að segja um hjónabandið fjórum mánuðum áður en eiginmaðurinn sótti um skilnað

Hafði þetta að segja um hjónabandið fjórum mánuðum áður en eiginmaðurinn sótti um skilnað
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þórunn Antonía rifjar upp harmsögu strippara á Óðal í skugga mansalsrassíu

Þórunn Antonía rifjar upp harmsögu strippara á Óðal í skugga mansalsrassíu