fbpx
Mánudagur 04.desember 2023
Fókus

Unnur Eggerts er dauðfegin að vera komin til Íslands frá Los Angeles

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 4. júní 2020 11:41

Unnur Eggertsdóttir. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Unnur Eggertsdóttir leikkona býr í Los Angeles í Bandaríkjunum. Ástandið þar er gjörólíkt ástandinu hér heima og gilda enn strangar reglur um útgöngubann og notkun andlitsgrímna.

Margir þekkja Unni sem Sollu stirðu í Latabæ. Hún skemmti með Latabæ yfir 500 sinnum í sjö löndum. Hún tók einnig þátt í Söngvakeppni sjónvarpsins árið 2013.

Unnur kom til Íslands á laugardaginn síðastliðinn og verður í sóttkví til 13. júní. Við ræddum við Unni um ástandið í LA vegna kórónuveirufaraldursins og aðstæður hennar undanfarna mánuði.

https://www.instagram.com/p/B-NkTT_gF4L/

Ákveðið menningarsjokk

Unnur býr í LA ásamt kærasta sínumTravis. Hún kom til Íslands í síðustu viku og segir að það hafi verið velkomin tilbreyting að fá að kveðja andlitsgrímuna.

„Ég var alveg komin með ógeð á því að vera alltaf með grímu og hanska og vera stöðugt smeyk. Ef einhver hóstaði varð hálfgert hræðsluástand allt í kring. Það var kærkomið að taka sér pásu frá þessu,“ segir Unnur.

Hún rifjar upp þegar Eggert faðir hennar kom í heimsókn til LA í byrjun mars.

„Þá var búið að setja tveggja metra regluna, enginn var að knúsast og fólk var að fara mjög varlega. Pabbi fékk ákveðið menningarsjokk þegar hann kom til LA,“ segir Unnur.

„Veiran var klárlega komin til LA, en við vorum að fara á veitingastaði og fólk var að knúsast og deila drykkjum eins og veiran væri ekki til. Pabbi var í sjokki og sagði við mig: „Unnur þetta er að fara að springa hérna.“ Mig minnir að hann hafi farið heim 11. mars og samdægurs, eða daginn eftir, var sett á ferðabann í Bandaríkjunum. Þetta bara allt í einu blossaði upp og stuttu seinna var komið útgöngubann. Við máttum ekki fara út úr húsi nema til að fara út í búð og í göngutúra um hverfið okkar. Einn daginn vorum við úti að borða og næsta dag var allt lokað nema matvöruverslanir. Það var mjög mikið sjokk.“

https://www.instagram.com/p/CAYTSAvAxsi/

Vil ekki lenda á bandarískum spítala

Unnur og Travis fylgdu reglum um útgöngubann til hins ítrasta.

„Ég vil alls ekki lenda í því að þurfa að vera á bandarískum spítala. Þannig við fórum mjög varlega, hittum ekkert fólk nema í mjög mikilli fjarlægð og fórum bara út til að fara út í búð eða út að ganga með hundinn okkar. Áður en ég kom til Íslands var ekkert farið að slaka á þessu, allir voru ennþá að taka þessu mjög alvarlega,“ segir Unnur.

Viku áður en Unnur kom til Íslands fór hún og kærasti hennar til Massachusetts til að heimsækja fjölskyldu hans.

„Það var ekkert beint flug, þannig við þurftum að fara í gegnum tvær flugvélar og þrjá flugvelli. Við vorum bæði með tvær grímur, fullt af einnota hönskum, líter af spritti og heilan helling af sótthreinsiklútum til að þrífa flugvélasætin. Svona gerðu allir sem voru að fljúga. Maður fékk alveg áhrif faraldursins beint í æð,“ segir Unnur.

„Þetta var ótrúlega skrýtið og óþægilegt. Það vill enginn vera með grímu í flugvél en maður óttast að ef maður tekur grímuna af þá hóstar kannski einhver sýktur og það dreifist um vélina.“

Flugvélin var ekki full þar sem flugfélagið var ekki að selja miðjusætin en Unnur segir að tveggja metra reglan hafi hins vegar ekki verið virt.

„Ég var mest hrædd við að smitast þá en það er komin rúm vika frá því þannig ég held að ég væri komin með einhver einkenni ef ég hefði smitast þar. En flugvélin til Íslands var nánast tóm þannig ég var minna smeyk við það.“

https://www.instagram.com/p/B_Ntdz0gaXt/

Áheyrnaprufur heiman frá

Unnur er ánægð að vera komin til landsins og stefnir á að verja næstu tveimur mánuðum á Íslandi. Hún heldur í vonina að þá verði búið að opna aftur Bandaríkin. Travis er hjá fjölskyldu sinni í Massachusetts en kemur til Íslands seinna í sumar.

„Þetta er eiginlega fullkominn tími til að heimsækja fjölskyldur okkar. Við erum bæði í skemmtanabransanum og það er allt stopp núna þannig þetta er kjörið tækifæri til að taka sér frí, fyrst að heimurinn sé í hálfgerðri pásu,“ segir Unnur.

Unnur verður reyndar ekki alveg í fríi þar sem hún bókaði hlutverk í bíómynd og fer hluti af tökunum fram á Íslandi.

https://www.instagram.com/p/CAyEYG_A963/

Ef Unnur er kölluð í áheyrnaprufu þá fer hún fram heima hjá henni. Leikarar senda svokallaða „sjálfstöku“ (e. self-tape) til leikstjórans.

„Ég tek því fagnandi ef það verður meira af því og minna af því að keyra í hálftíma til að fara í eina prufu og keyra svo í hálftíma til baka, eða meira ef það er traffík eins og er oft í LA. Þannig ég sé það sem mjög jákvæða þróun og mér finnst mjög gaman að taka upp „sjálfstöku“. Það gefur manni líka meira frelsi að prófa nýja hluti og svo fær maður líka endalausar tökur. En ég á marga leikara vini sem eru alls ekki sáttir við þetta fyrirkomulag og vilja bara mæta í áheyrnaprufur,“ segir Unnur.

Unnur bíður spennt eftir að ljúka sóttkví og ætlar um leið að skála með vinkonum sínum.

„Það er hvergi betra að vera á sumrin heldur en Íslandi,“ segir hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Að deila forræði það erfiðasta við skilnað – „Af því að ég var ekki að eignast börn til þess að þurfa að deila þeim“

Að deila forræði það erfiðasta við skilnað – „Af því að ég var ekki að eignast börn til þess að þurfa að deila þeim“
Fókus
Í gær

Algengustu draumarnir og hvað þeir þýða

Algengustu draumarnir og hvað þeir þýða
Fókus
Í gær

„Dalirnir sem maður gengur í gegnum breytast ekkert þótt maður þekki þá betur. Það er alltaf sama myrkrið og sami kuldinn“

„Dalirnir sem maður gengur í gegnum breytast ekkert þótt maður þekki þá betur. Það er alltaf sama myrkrið og sami kuldinn“
Fókus
Í gær

Bókin sem hneykslaði Breta að koma í bakið á Harry og Meghan – Æskuvinur sniðgengur Harry og titlar þeirra í hættu

Bókin sem hneykslaði Breta að koma í bakið á Harry og Meghan – Æskuvinur sniðgengur Harry og titlar þeirra í hættu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gyllti piparsveinninn valdi, skellti sér á skeljarnar í beinni og ætlar að gifta sig án tafa – „Ég er 72 ára, tíminn tifar hratt“ 

Gyllti piparsveinninn valdi, skellti sér á skeljarnar í beinni og ætlar að gifta sig án tafa – „Ég er 72 ára, tíminn tifar hratt“ 
Fókus
Fyrir 3 dögum

Jólagleði í Garðabæ – Leikskólabörnin kveiktu jólaljósin á Garðatorgi

Jólagleði í Garðabæ – Leikskólabörnin kveiktu jólaljósin á Garðatorgi