fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fókus

Haukur deilir á foreldra sem hlífa börnum sínum of mikið

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 26. maí 2020 12:54

Haukur Örn Birgisson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Haukur Örn Birgisson, forseti Golfsambands Íslands og pistlahöfundur á Fréttablaðinu, bendir á í Bakþönkum dagsins að tíðni þunglyndis og kvíða hafi aldrei verið hærri hjá börnum auk þess sem börn eigi nú erfiðara með að takast á við andleg áföll en áður.

Haukur leiðir líkur að því að þarna kunni einhverju að ráða tilhneiging foreldra til að hlífa börnum sínum við hindrunum og áskorunum lífsins:

„Má ekki bara sleppa þessu prófi, fyrst það skiptir svona litlu máli? Dóttir mín er mjög stressuð yfir því“ – heyrði ég móður eitt sinn segja á foreldrafundi. Ég hugsaði með mér hvers vegna stúlkan mætti ekki vera stressuð. Er ekki eðlilegt að vera skítstressaður fyrir próf?

Við viljum öll það besta fyrir börnin okkar og það er sárt að horfa upp á þau líða illa. Það er foreldrum því eðlilegt að vilja koma í veg fyrir óþægilegar félagslegar aðstæður og neikvæðar tilfinningar barna sinna. Hvort sem þau hafa hruflað sig á hné, klúðrað vítaspyrnu í tapleik eða gengið illa á prófi. Á hinn bóginn eru þetta allt eðlilegir viðburðir sem enginn kemst hjá að upplifa.“

„Börn verða að fá að klifra, þótt þau mun detta,“ segir Haukur sem varar sterklega við þeirri tilhneigingu að hlífa börnum of mikið. Með því sé verið að svipta þau tækifærum til afla sér hæfni til að takast á við áskoranir lífsins á fullorðinsárum:

„Pabbinn sem hringir í þjálfarann sem ekki valdi soninn í liðið, mamman sem leyfir dótturinni að sleppa sumarbúðum vegna smá aðskilnaðarkvíða eða foreldrið sem leyfir unglingnum ekki að axla ábyrgð á eigin kæruleysi í námi, svipta börnin sín tækifærinu til þess að öðlast getu til að takast á við raunveruleg áföll síðar á lífsleiðinni.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Enn einn Snapchat-perrinn
Fókus
Í gær

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“
Fókus
Í gær

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leið eins og Mary Poppins

Leið eins og Mary Poppins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kanye West ætlar í klámið

Kanye West ætlar í klámið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leitar sér hjálpar vegna Ozempic notkunar eftir ákall áhyggjufullra aðdáenda

Leitar sér hjálpar vegna Ozempic notkunar eftir ákall áhyggjufullra aðdáenda