fbpx
Sunnudagur 12.júlí 2020
Fókus

Sótti sér lækningu í Svíþjóð

Ritstjórn DV
Föstudaginn 1. maí 2020 15:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgarblað DV kemur út í dag. Blaðið er að venju troðfullt af áhugaverðu efni um málefni líðandi stundar og fólkið í landinu.

Forsíðuna prýðir Dóra Jóhannsdóttir leikkona sem hefur fyrir löngu skapað sér sess sem ein af helstu grínleikkonum þjóðarinnar en hún var yfirhandrithöfundur Áramótaskaupsins 2019. Dóra ræðir á opinskáan hátt um baráttu við Bakkus og hvernig árangurslausar tilraunir á Íslandi leiddu hana loks til Svíþjóðar í langtímameðferð.

Á meðferðarheimilinu þar sem Dóra dvelur eru konur í miklum minnihluta. Og hún tekur undir með því að alkóhólismi sé meira tabú á meðal kvenna heldur en karla. Meira falinn.

„Mér finnst ekkert mál að tala um þetta, enda skammast ég mín ekkert fyrir að vera með þennan sjúkdóm. Ég meina, ekki bað ég um að fá hann. Ég er bara að reyna að gera allt sem ég get til að taka ábyrgð á sjúkdómnum, enda það eina sem ég get gert.“

Dóra telur að umræðan um alkóhólisma sé oft byggð á misskilningi. „Mér finnst eins og fólk geri sér ekki alltaf grein fyrir að þetta er sjúkdómur. Samkvæmt læknisfræðinni er þetta áunninn heilasjúkdómur og það þarf einfaldlega að meðhöndla þetta eins og hvern annan sjúkdóm. Ég vissi þetta ekki sjálf þegar ég fór fyrst í meðferð. Þetta var allt svo nýtt fyrir mér.“

Á öðrum stað í viðtalinu segir Dóra:

„Ég er ekki komin með langan edrútíma sjálf, rétt þrjá mánuði og meira að segja ennþá í meðferð og get því kannski ekki gefið fólki mörg ráð, en ég vil taka þátt í að fræða fólk um þetta og ég vil auka skilning á alkóhólisma. Ég vil líka bara vera opin og heiðarleg með þetta. Vonandi hjálpar það einhverjum.“

Í viðtalinu ræðir Dóra einnig um erfiðan aðskilnað frá syni sínum sem er á Íslandi, #metoo byltinguna og áhrif hennar á leiklistarbransann, konur í gríni og hvernig grín getur breytt heiminum. Hún segir frá atriði sem var klippt úr úr Skaupinu þar sem það þótti of umdeilt en hún telur að það sé leyfilegt að gera grín að öllu svo lengi sem aðgát er sýnd í nærveru sálar.

Undanfarin misseri hefur Dóra líka haldið námskeið í sketsaskrifum. Rétt eins og spuni eru sketsaskrif eitthvað sem fólk lærir ekki á einum degi. Dóra segir að þeir sketsar sem flestir tengi við snúist að einhverju leyti um mannlega bresti, óvenjulega hegðun eða galla í fari fólks, á mjög ýktan hátt.

Hún nefnir sem dæmi klassískan karakter úr Fóstbræðrum: nöldurskjóðuna Indriða sem tuðar í sífellu um „eitthvað bank í ofnunum“.

„Þó að þetta sé ýktur karakter, þá þekkja allir þessa týpu. Góður skets snýst um að benda á sannleikann, spegla samfélagið og spegla áhorfendur.“

Eitthvað fyrir alla

Ögmundur Jónasson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra Vinstri grænna, telur krísuna vegna Covi-19 tilefni til róttækrar endurskoðunar á þeim grunninnviðum sem mynda samfélagið. Hann vill þjóðnýta Icelandair. „Ef við ætlum á þá braut að skilgreina félagið se kerfislega nauðsynlegt og dæla í það skattpeningum þá þarf að fara alla leið og taka það algerlega yfir. Og þá finnst mér einnig að skattgreiðendur ættu að fá hlut í eignarhaldinu á móti.“

Ríkisstyrkir til stjórnmálaflokka námu rúmlega fimm milljörðum undanfarin ellefu ár. Þar að auki nam kostnaður við pólitíska aðstoðarmenn 405 milljónum króna á síðast- liðnu ári. Á sama tíma hefur flokkastarfi hnignað mjög. Þetta kemur fram í fréttaskýringu Björn Jóns Bragasonar.

Ásdís Rán Gunnarsdóttir athafnakona situr aldrei auðum höndum en  Nýjasta verkefni hennar eru handsaumaðar andlitsgrímur með blúndum og gimsteinum. Hún ræddi við DV um ferilinn sem fyrirsæta, fyrirtækja- eigandi og frumkvöðull.

Að tísta á Twitter er góð skemmtun, eða það finnst fjöldanum öllum af Íslendingum allavega. En hvernig getur þú tekið þátt í gleðinni ef þú ert þar ekki nú þegar? DV tók saman tístandi Íslendinga sem vert er að fylgjast með.

Er kirkjan í krísu þessa dagana?  Mikla athygli hefur vakið að þjóðkirkjan hefur nýverið lagt metnað í að auglýsa þjónustu sína með ýmsum hætti, svo sem með bolasendingum til barna og auglýsingu í Morgun­ blaðinu „Kirkjan er á ákveðnum tímamótum gagnvart þjóðinni núna. Við erum að skoða leiðir til að mæta þjóðinni á ólíkan hátt og það gefur augaleið að sumar leiðir munu virka, aðrar ekki,“ segir Pétur G. Markan, samskiptastjóri Biskupsstofu í samtali við DV. Fjallað er um markaðs og ímyndarmál Þjóðkirkjunnar á tímum þegar skráðum meðlimum fer fækkandi.

Elenora Rós Georgesdóttir er 19 ára Suðurnesjamær og upprennandi bakari. Hún er bakaranemi í Menntaskólanum í Kópavegi og varð nýlega andlit bakara- nema í átakinu #fyrirmig og má meðal annars sjá myndir af henni á strætóskýlum landsins.  „Mér finnst alltaf skemmtilegt að baka það sem heppnast vel og er fallegt, stolt er mjög drífandi tilfinning.

Nýlegir fastir liðir blaðsins eru einnig á sínum stað, Á þingpöllunum, Fjölskylduhornið, fréttir af stjörnunum, sakamálið og fjölbreyttar uppskriftir.

Þetta og margt fleira í nýjasta helgarblaði DV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Katrín svarar Kára

Ekki missa af

Ja-ja ding dong
Fókus
Fyrir 4 dögum

Linda P um fyrirsætutímabilið – ,,Stanslaust snert og klipin í rassinn”

Linda P um fyrirsætutímabilið – ,,Stanslaust snert og klipin í rassinn”
BleiktFókus
Fyrir 4 dögum

Fann sæðisgjafa á Facebook – „Ef við myndum ákveða að eignast annað barn þá myndi ég gera það svona aftur“

Fann sæðisgjafa á Facebook – „Ef við myndum ákveða að eignast annað barn þá myndi ég gera það svona aftur“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Anna Kristjáns sólbrunnin á Tene – Eins og Íslendingur sem sofnar í sólbaði eftir nokkra bjóra

Anna Kristjáns sólbrunnin á Tene – Eins og Íslendingur sem sofnar í sólbaði eftir nokkra bjóra
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Fékk að vinna með dásamlegum hópi af íslenskum leikurum“

„Fékk að vinna með dásamlegum hópi af íslenskum leikurum“
Fókus
Fyrir 1 viku

Í störukeppni við Kára Stef

Í störukeppni við Kára Stef
Fókus
Fyrir 1 viku

Heillaðist af sögu Guðmundar Felix: Leitinni að gjafa slegið á frest vegna Covid-19

Heillaðist af sögu Guðmundar Felix: Leitinni að gjafa slegið á frest vegna Covid-19