fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Þegar Íslendingar notuðust við einkamálaauglýsingar – „Einmana heimasæta vill kynnast ungum manni“

Auður Ösp
Laugardaginn 22. febrúar 2020 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef fólk er ekki svo heppið að parast til lengri eða skemmri tíma í skóla, á vinnustað eða skemmtistöðum, eða í gegnum áhugamál á borð við hestamennsku, dans eða útivist, er ekki um auðugan garð að gresja. Hér tíðkast ekki, eins og t.d. í Bandaríkjunum, að vinir og kunningjar reyni að leiða saman makalausa einstaklinga og verki þá sem eins konar hjúskaparmiðlun. Hér er líka varla hægt að tala um hverfiskrár eins og þær þekkjast víðast hvar í hinum vestræna heimi þar sem er ekkert tiltökumál fyrir fólk eitt á röltinu að líta inn og spjalla yfir glasi.“

Búturinn hér að ofan er úr grein Helgarpóstsins í september 1986 en þar kom meðal annars fram að einkamálaauglýsingum í DV hefði farið fjölgandi misserin þar á undan. Stefnumótasíður á netinu, samfélagsmiðlar og forrit á borð við Tinder hafa leitt til þess að einkamálaauglýsingar í prentmiðlum heyra nánast sögunni til. Smáauglýsingar þar sem einhleypt fólk óskar eftir maka eða skyndikynnum eiga sér þó enn lengri sögu hér á landi. Ein elsta auglýsingin sem rak á fjörur blaðamanns birtist í dagblaðinu Vísi í október árið 1933.

Ljósmynd/Tímarit.is

Hér gefur á að líta annað dæmi um auglýsingu, sem birtist í Morgunblaðinu í desember 1939.

Brjef til íslenskra stúlkna!

Maður á besta aldri sem hefir nokkur efni og sjálfstæðan atvinnurekstur, sem bóndi í nánd við Reykjavík, óskar eftir að kynnast ungri og góðri stúlku í þeim tilgangi að til hjúskapar kynni að draga. Stúlkan þarf að vera vel að sjer, og af góðu fólki komin. Helst úr sveit. Þær íslenskar konur, sem vilja svara brjefi þessu, geri svo vel og sendi nafn sitt og heimilisfang, ásamt aldri og mynd af sjer (helst brjóstmynd og almynd), í lokuðu umslagi á skrifstofu Morgunblaðsins í Reykjavík, fyrir 20. febr. Næstkomandi. Umslagið ber að merkja „Dulinn“. Fullkomnum trúnaði heitið.

Morgunblaðið, mars 1936. Ljósmynd/Tímarit.is

Einkamálaauglýsingar sem birtust í íslenskum prentmiðlum á stríðsárunum eru margar hverjar litaðar af áhrifum hersetu Breta og Bandaríkjamanna, líkt og þessi, sem birtist í dagblaðinu Vísi í september 1941:

Þrír ungir Íslendingar í fastri stöðu óska eftir að kynnast stúlkum sem ekki eru, eða hafa verið í „ástandinu“, með hjónaband fyrir augum.  Tilboð sendist afgr. blaðsins merkt „Hringur“

Morgunblaðið, febrúar 1942. Ljósmynd/Tímarit.is
Morgunblaðið, mars 1942. Ljósmynd/Tímarit.is
Morgunblaðið, nóvember 1943. Ljósmynd/Tímarit.is
Morgunblaðið, janúar 1940. Ljósmynd/Tímarit.is
Morgunblaðið, nóvember 1945. Ljósmynd/Tímarit.is

Auglýsingar fimmta, sjötta og sjöunda áratugarins voru margar hverjar staðlaðar og stuttar. Algengt var að óskað væri eftir manni eða konu „með hjónaband í huga.“ Þá var ekki óalgengt að konur óskuðu eftir ráðskonustöðu. Húsnæðiseklan var mikil í Reykjavík á eftirstríðsárunum og um miðja síðustu öld og margar auglýsingar frá þeim tíma bera þess merki.

Morgunblaðið, apríl 1955. Ljósmynd/Tímarit.is
Morgunblaðið, september 1952. Ljósmynd/Tímarit.is
Morgunblaðið, nóvember 1953. Ljósmynd/Tímarit.is
Dagblaðið Vísir, október 1960. Ljósmynd/Tímarit.is

Á áttunda áratugnum, verðbólguáratugnum svokallaða, fór að færast í aukana að auglýsendur, einkum og sér í lagi konur, auglýstu sérstaklega eftir „fjárhagsaðstoð.“ Þá fór að bera meira á því að pör auglýstu eftir kynnum við einstaklinga eða önnur pör, og að menn og konur auglýstu eftir að komast í kynni við einstakling af sama kyni.

Dagblaðið Vísir, nóvember 1978. Ljósmynd/Tímarit.is
Dagblaðið Vísir, janúar 1977. Ljósmynd/Tímarit.is
Dagblaðið Vísir, september 1973. Ljósmynd/Tímarit.is
Dagblaðið Vísir, janúar 1979. Ljósmynd/Tímarit.is
Dagblaðið Vísir, nóvember 1976. Ljósmynd/Tímarit.is
Mánudagsblaðið, febrúar 1974. Ljósmynd/Tímarit.is
Morgunblaðið, janúar 1974.

Dagblaðið, nóvember 1977. Ljósmynd/Tímarit.is

Á árunum 1957–1993 var sparimerkjakerfið svokallaða notað á Íslandi; ungmennum var skylt að spara hluta launa sinna og gátu síðan leyst sparnaðinn út við 25 ára aldur. Á níunda áratugnum var orðið áberandi að auglýst væri eftir maka með „sparimerkjagiftingu í huga.“ Fólk gekk þá í sýndarhjónaband með það eitt í huga að leysa út skyldusparnaðinn.

Dagblaðið Vísir, nóvember 1984. Ljósmynd/Tímarit.is
Dagblaðið Vísir, september 1988. Ljósmynd/Tímarit.is
Dagblaðið Vísir, september 1980. Ljósmynd/Tímarit.is
Dagblaðið Vísir, október 1982. Ljósmynd/Tímarit.is
Dagblaðið Vísir, maí 1984. Ljósmynd/Tímarit.is
Dagblaðið Vísir, nóvember 1987

 

Dagblaðið Vísir, september 1986
Dagblaðið Vísir, maí 1980. Ljósmynd/Tímarit.is

Internetið var ekki búið að festa sig í sessi hér á landi á fyrri hluta tíunda áratugarins og það var ekki fyrr en árið 2001 að fyrsta íslenska stefnumótasíðan, Einkamál.is leit, dagsins ljós. Einkamálaauglýsingar voru því áfram helsti valkosturinn fyrir þá sem voru einhleypir og höfðu takmarkaðan áhuga á að næla sér í maka á skemmtanalífinu.

Tíminn, ágúst 1991. Ljósmynd/Tímarit.is
Tíminn, október 1991. Ljósmynd/Tímarit.is
Tíminn, ágúst 1991. Ljósmynd/Tímarit.is
Tíminn, október 1991. Ljósmynd/Tímarit.is
Tíminn, nóvember 1991. Ljósmynd/Tímarit.is

Með tilkomu snjallsíma og vefmiðla hefur smáauglýsingum á prenti snarfækkað, og þar með einkamálaauglýsingum. Endrum og eins má finna auglýsingu í blöðum í dag þar sem vongóðir einstaklingar auglýsa eftir lífsförunaut.

Fréttablaðið, febrúar 2010. Ljósmynd/Tímarit.is
Fréttablaðið, júlí 2018. Ljósmynd/Tímarit.is
Fréttablaðið, október 2019. Ljósmynd/Tímarit.is

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell
Fókus
Fyrir 3 dögum

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar