Miðvikudagur 22.janúar 2020
Fókus

Síðasti séns á fáránlegum afslætti

Íris Hauksdóttir
Föstudaginn 6. september 2019 15:30

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýtt app kemur á markaðinn nú í september, en um er að ræða vefsíðuna lastchance.is. Margir ættu að kannast við hugtakið en hugmyndin styðst við erlenda vefinn lastminute.com. „Ferlið hefur tekið fimm mánuði í vinnslu en við erum alltaf að reka okkur á eitthvað sem þyrfti að breyta eða laga,“ segir Valþór Örn Sverrisson, eigandi appsins. „Nú á föstudaginn mun hin fullkomna útgáfa verða klár og hentar bæði fyrir Android- og IOS-síma. Við viljum þjónusta Íslendinga sem og erlenda ferðamenn og verður appið því allt aðgengilegt á ensku. Fyrirtæki leita svo til okkar með miða eða tilboð sem þau vilja selja með afslætti rétt áður en viðburður á sér stað. Þetta getur átt við um hvers kyns afþreyingu, jeppaferðir, bíó, leikhús eða klippingu þess vegna. Allir þeir sem bjóða upp á einhverja þjónustu og vilja nýta sér stærri kúnnahóp með stuttum fyrirvara, jafnvel samdægurs, geta nýtt sér þessa þjónustu. Það verður hægt að nálgast miða á nánast allt í gegnum appið.“

Valþór ætlar einnig að hætta sér inn í ferðabransann með appið, þótt mikið hafi verið rætt um hnignun hans undanfarið.

„Nú þegar haustið er handan við hornið býst ég, sem dæmi, við að verða með mikið úrval ýmissa ferða um landið svo sem sleðaferðir og fleira sem hægt verður að nálgast með miklum afslætti. Eins hótelherbergi og fleira sem mörgum þykir of hátt verðsett. Sjálfum finnst mér æðislegt að ferðast um landið og gista á hótelum en ég elska ekki að greiða þrjátíu þúsund fyrir nóttina. Ég myndi ferðast töluvert oftar ef verðið væri lægra, eins illa og það kannski hljómar.“

Appið verður því með tilboð á stöðum af öllu landinu og þarna verða miðar á viðburði og fleira á síðasta séns með fáránlegum afslætti.

Allir græða

Valþór segir að appið geti virkað bæði fyrir seljendur og neytendur.

„Ég var til dæmis á mjög skemmtilegri sýningu í Háskólabíói nú ekki fyrir svo löngu, en ég tók eftir því að í salnum voru sennilega tvö hundruð auð sæti. Miðinn kostaði tæpan níu þúsund kall og hefði því sex manna fjölskylda þurft að punga út tæpum fimmtíu og fimm þúsund krónum til að upplifa þessa skemmtun. Í stað þess að hafa salinn hálf tóman hefði viðburðarhaldarinn getað selt miða allt að tólf tímum fyrir sýningu hjá okkur á 30 til 70 prósenta afslætti. Það segir sig auðvitað sjálft að sex manna fjölskyldan myndi sætta sig betur við að borga helmingi minna fyrir miðana og viðburðarhaldarinn stæði uppi með smekkfullan sal sem væntanlega skilaði sér yfir í veitingasöluna líka. Þannig gætu fleiri notið góðs af og allir græða.“

Valþór hefur þegar hafið samningaviðræður við hin ýmsu fyrirtæki.

„Það taka allir vel í þessa hugmynd og nokkur stór fyrirtæki eru þegar komin í samstarf en miðakaup eru flókin og þá skiptir miklu máli að passa allt. Ég er með gott kerfi á þessu og það jákvæða við appið er að það fer ekki króna í mánaðargjald fyrir fyrirtækin því þeir aðilar smella sjálfir inn tilboðum og afsláttum. Það tekur svo aðeins örfáar sekúndur að virkja kostakjörin. Ég vil bara hvetja sem flesta til að setja sig í samband í gegnum info@lastchance.is.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Margrét Gnarr opnar sig um fæðinguna – Féll í gólfið af sársauka: „Þetta var frekar dramatískt í lokin“

Margrét Gnarr opnar sig um fæðinguna – Féll í gólfið af sársauka: „Þetta var frekar dramatískt í lokin“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram: „Til að forðast allan misskilning. Ég er ekki með syni Bjarna Ben á ferðalagi“

Vikan á Instagram: „Til að forðast allan misskilning. Ég er ekki með syni Bjarna Ben á ferðalagi“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Spurning vikunnar: Hvað verður heitasta trendið á árinu?

Spurning vikunnar: Hvað verður heitasta trendið á árinu?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hallgrímur Ólafsson um Gullregn: „Við þekkjum öll þetta fólk“

Hallgrímur Ólafsson um Gullregn: „Við þekkjum öll þetta fólk“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hallgrímur Ólafsson ólst upp á sjómannsheimili: „Það var skrítin standpínustemning um borð“

Hallgrímur Ólafsson ólst upp á sjómannsheimili: „Það var skrítin standpínustemning um borð“