fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Guðmundur fann óvænta ljósmynd hjá móður sinni sem setti líf hans á annan endann: „Þetta voru mjög erfiðir tímar hjá mér“

Fókus
Mánudaginn 23. september 2019 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nýjasta þætti af Leitin að upprunanum, sem sýndir eru á Stöð 2 var talað við Guðmund Kort, sem hefur aldrei vitað faðerni sitt.

Í þættinum sagði Guðmundur frá ofbeldi af hendi móður sinnar og stjúpföður. Einnig lýsti hann furðulegri hegðun í garð yngri bróður síns, sem virðist hafa verið í uppáhaldi.

„Þetta voru mjög erfiðir tímar hjá mér þegar ég var krakki og fram eftir öllu. Þau voru bara mjög vond við mig og ég var laminn og tuskaður til.“

Síðan segir Guðmundur frá utanlandsferð sem hann fór í með eiginkonu sinni og móður. Í ferðinni fékk Guðmundur mikilvægar upplýsingar frá móður sinni. Hún sagði að faðir hans héti Dino og væri hann amerískur af ítölsku bergi brotinn, meira fékk hann þó ekki.

Móðir Guðmundar lést nokkrum árum síðar. Í kjölfarið fannst bréf með mynd af bandarískum hermanni, sem var líklega faðirinn.

Guðmundur kom síðan DNA-sýni til gagnagrunnsins Icelandic Roots, sem sýnir tengsl Vestur Íslendinga við Íslendinga. Þá kom í ljós að Guðmundur var skyldur tveimur ítölskum Ameríkönum, búsettum í Bandaríkjunum. Þeir voru mjög skyldir, virtust eiga annaðhvort sömu ömmu eða afa.

Þá fóru hjólin að snúast. Guðmundur hafði samband við annan þeirra og í ljós kom að Dino var föðurbróðir hans.

Einnig uppgötvaðist það að Dino hafði kvænst íslenskri konu nokkrum mánuðum eftir fæðingu Guðmundar. Í því hjónabandi eignaðist hann fimm börn, en hjónin bjuggu í New York.

Dino lést þó fyrir nokkrum árum, þannig að Guðmundi tókst aldrei að hitta hann. Það sem vakti sérstaka athygli var að bæði Guðmundur og Dino störfuðu lengi sem slökkviliðsmenn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

„Ég ætla ekki að ljúga því að ég hafi verið dýrlingur, en ég var ekki nógu heimskur til að eyðileggja fjölskylduna okkar“

„Ég ætla ekki að ljúga því að ég hafi verið dýrlingur, en ég var ekki nógu heimskur til að eyðileggja fjölskylduna okkar“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta