fbpx
Sunnudagur 31.maí 2020
Fókus

Annað kynferðisbrotamál Spacey fellt niður – Ákærandinn bráðkvaddur

Fókus
Miðvikudaginn 18. september 2019 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nafnlaus ásakandi, sem kærði bandaríska leikarann Kevin Spacey fyrir kynferðisbrot, er látinn.
Umræddur einstaklingur, sem lagði fram kæruna síðastliðinn vetur, sagði Spacey hafa neytt sig til að þreifa á kynfærum leikarans. Atvikið átti sér stað árið 2016, en ákærandinn brýndi fyrir dómara að halda nafnleynd þegar kæran var lögð fram.

Nú, rúmum mánuði eftir að kæran var komin í farveg og réttarhöld væntanleg, herma fregnir að ásakandinn hafi fallið skyndilega frá. Dánarorsök eru enn ókunn en stendur ekki annað til en að fella málið niður.

Þetta er ekki fyrsta málið gegn Spacey sem hefur verið fellt skyndilega niður. Leikarinn var einnig kærður í fyrra fyrir að brjóta gegn unglingspilti, William Little að nafni, á bar í ríkinu Massachusetts. Atvikið er sagt hafa átt sér stað á eyjunni Nantucket í júlí árið 2016 og er talið að Spacey hafi margsinnis þreifað á kynfærum drengsins án samþykkis.

Hermt er að Little hafi neitað að bera vitni fyrir dómstólnum af ótta við að varpa sök á refsivert athæfi á sjálfan sig með eigin vitnisburði. Talið er að hann hafi upphaflega sagt frá brotinu í einkaskilaboðum og sent þau áfram á þáverandi kærustu sína. Þessi skilaboð hafa þó ekki fundist og vill Alan Jackson, verjandi Spacey, meina að Little hafi eytt öllum sönnunargögnum sem visa til þess að hann hefði veitt leikaranum fullt samþykki. Þá var ekkert annað í stöðunni en að fella málið.

Spacey hefur alla tíð neitað sök en hann hefur verið sakaður um sambærilegt athæfi af fjölmörgum einstaklingum undir lögaldri. Til að mynda er leikarinn sagður hafa áreitt fyrrum barnastjörnuna Anthony Rapp. Þá var Rapp um fjórtán ára gamall og þorði hann ekki að segja sögu sína fyrr en eftir að ásakanir á hendur kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein komu fram. Í kjölfar þessara ásakana var Spacey rekinn úr sjónvarpsþáttunum House of Cards og tók hann þeim fréttum afar illa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 4 dögum

Gísli Marteinn hélt að grín sitt um Garðabæ væri ýkjur en annað kom á daginn

Gísli Marteinn hélt að grín sitt um Garðabæ væri ýkjur en annað kom á daginn
Fókus
Fyrir 5 dögum

Detox-drottningin ánægð með Krýsuvík

Detox-drottningin ánægð með Krýsuvík
Fókus
Fyrir 6 dögum

Vikan á Instagram: „Í sumar ætla ég einungis að drekka kokteila með skvísunum“

Vikan á Instagram: „Í sumar ætla ég einungis að drekka kokteila með skvísunum“
Fókus
Fyrir 1 viku

„Mér finnst eins og við séum allt í einu hætt að vera par og frekar bara bestu vinir“

„Mér finnst eins og við séum allt í einu hætt að vera par og frekar bara bestu vinir“