fbpx
Sunnudagur 31.maí 2020
Fókus

Fimm mikilvægar stundir þar sem Katrín Jakobsdóttir valdi blátt

Fókus
Sunnudaginn 15. september 2019 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur verið á ferð og flugi síðan hún tók við embætti, enda mæðir mikið á forsætisráðherra. Blátt virðist vera hennar helsti litur á mikilvægum stundum, en sá litur táknar trygglyndi og er talinn vera sá besti til að ná sínu fram á erfiðum fundum. Þá er blár einnig talinn róandi litur.

1. Já, forseti

Katrín mætti í bláu pilsi þegar hún sótti Bessastaði heim í nóvember árið 2011 og freistaði þess að fá stjórnarmyndunarumboð frá herra Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands. Það gekk svona líka vel og spurning hvort blái liturinn hafi spilað þar inn í.

2. Umdeildur gestur

Þótt tíminn væri naumur og örlögin drægju þau ekki beint saman þá náði Katrín að funda með Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, þegar hann stoppaði stutt, en eftirminnilega, við, á Íslandi fyrir stuttu. Katrín klæddist klassískum og klæðilegum bláum kjól við tilefnið.

3. Kósí með kanslaranum

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sótti Ísland heim fyrir stuttu. Katrín lóðsaði hana um eins og henni einni er lagið, en þegar komið var að því að ræða málin í ráðherrabústaðnum var Katrín í fallega bláum kjól. Ræddu stjórnmálastöllurnar meðal annars um loftslagsmál, stöðu stjórnmálanna í Evrópu, þróun efnahagsmála og jafnréttismál.

4. Sami kjóll

Blái kjóllinn sló greinilega í gegn hjá Angelu Merkel því Katrín klæddist honum aftur í síðustu viku þegar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tók formlega við embætti dómsmálaráðherra á Bessastöðum.

5. Aftur sami kjóll

Á miðvikudagskvöldið var síðan komið að stefnuræðu forsætisráðherra og viti menn – Katrín valdi aftur sama fagurbláa kjólinn og hún klæddist þegar hún hitti Angelu Merkel og þegar Áslaug Arna tók við embætti. Lukkukjóll?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 4 dögum

Gísli Marteinn hélt að grín sitt um Garðabæ væri ýkjur en annað kom á daginn

Gísli Marteinn hélt að grín sitt um Garðabæ væri ýkjur en annað kom á daginn
Fókus
Fyrir 5 dögum

Detox-drottningin ánægð með Krýsuvík

Detox-drottningin ánægð með Krýsuvík
Fókus
Fyrir 6 dögum

Vikan á Instagram: „Í sumar ætla ég einungis að drekka kokteila með skvísunum“

Vikan á Instagram: „Í sumar ætla ég einungis að drekka kokteila með skvísunum“
Fókus
Fyrir 1 viku

„Mér finnst eins og við séum allt í einu hætt að vera par og frekar bara bestu vinir“

„Mér finnst eins og við séum allt í einu hætt að vera par og frekar bara bestu vinir“