fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Herra Hnetusmjör um neysluna: „Ég var í fósturstellingunni daginn eftir og leið ömurlega“ – Ýta áhrifavaldar undir vímuefnaneyslu?

Fókus
Miðvikudaginn 11. september 2019 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Annar þáttur af Óminni var sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 í gær. Þættirnir eru gerðir í kringum þjóðarátakið Eitt líf  og eiga að stuðla að vitundarvakningu.

Í þættinum sem sýndur var í gær var kafað inn í þennan blákalda veruleika með því að ræða við fólk sem tengist fíkniefnaheiminum á einn eða annan hátt. Rætt var við foreldra sem eiga börn sem hafa verið í neyslu, nafnlausa einstaklinga sem höfðu sjálfir verið í neyslu, ýmsa sérfræðinga en einnig var rætt við rapparann Herra Hnetusmjör.

Í þættinum var talað um áhrifin sem dægurmenning getur haft á ungt fólk og hvernig hún getur í rauninni normalíserað vímuefnin. Einn einstaklingur, sem ekki kom fram undir nafni, orðaði það mjög vel hvernig dægurmenningin getur kynt undir vímuefnaeldinn hjá ungum krökkum.

„Þetta er einhvern veginn út um allt. Það er sungið um þetta í lögum. Þetta er í bíómyndum og á mörgum stöðum svona gert upp sem eitthvað magnað eða eitthvað ótrúlega flott eða ótrúlega kúl. En það er bara ekki raunveruleikinn í þessu.“

Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur, var einn viðmælendanna í þættinum en hann útskýrir það hvernig fíkniefnin geta verið gædd jákvæðu ljósi.

„Það eru margir tilbúnir að prófa þetta í afþreyingarskyni eða tilraunamennsku og það sem er á bakvið það getur verið tíska, það getur verið eitthvað í umhverfinu sem hefur gert það að verkum að fíkniefnin eru gædd jákvæðu ljósi. Það þykir kúl eða töff að prófa þessi efni, það getur verið kannabis eða læknalyf eða hvað sem er.“

Nafnlausir einstaklingar sem hafa verið í neyslu tala um það hvernig rapptónlistin ýtir undir vímuefnaneysluna.

„Ég held að krakkar á yngri árum séu að læra að þekkja dópið í gegnum rapptónlistina. Svo þegar þetta kemur hingað þá vilja allir prófa þetta. Út af því að þetta er það eina sem þeir eru að tala um sem þeir hlusta á.“

„Rapparar á Íslandi tala líka ógeðslega mikið um þetta, það eru ekki bara bandarískir rapparar. „Poppa eina pillu,“ og eitthvað svona. Þetta er málað upp sem einhver ótrúlega nettur hlutur þannig fólk verður bara ógeðslega forvitið.“

Herra Hnetusmjör segir að tónlistin sé vinsælasta afþreyingarefnið og talar síðan um það af hverju rapparar rappa um vímuefni.

„Það er svona „keep it real“ regla í rappi. Það er öðruvísi með poppsöngvara sem eru kannski bara að búa til svona litla stuttmynd með hverju lagi en rappið er alltaf einhvern veginn þú rappar um það sem þú ert að gera. Snoop Dogg rappar um gras af því hann reykir gras alla daga og það er bara hans raunveruleiki og tjáning hans í tónlistinni. Alveg eins og þegar það er verið að fordæma íslenska rappara fyrir að vera að spilla börnunum, þetta er bara tjáning.“

Einn af nafnlausu einstaklingunum segir að margir af þeim sem eru að ýta undir þessa neyslu séu áhrifavaldar.

„Þegar það er verið að syngja um þetta, rappa um þetta, með þetta í allri tónlist í dag þar sem það er verið að lofsyngja þetta. Róandi, morfín og alla neyslu. Því þegar upp er staðið þá eru margir af þessum aðilum sem eru að rappa og syngja um þetta, áhrifavaldar.“

Herra Hnetusmjör talar þá um tónlistina sína og hvernig hann tjáði sig um neysluna í gegnum hana en áður fyrr rappaði hann mikið um vímuefnaneyslu.

„Ég á lag sem heitir 203 Stjórinn þar sem ég opna lagið bara á „sólgleraugu inni því ég er dópaður á því,“ þá er það bara ástand sem ég var í á þeim tíma. Ég var ekkert mikið að tjá mig þegar ég var í fósturstellingunni daginn eftir og leið ömurlega, þá vildi ég bara vera einn og vorkenna mér. En svo þegar maður er undir áhrifum þá fegrar maður þetta svo mikið fyrir sér og lætur það þar af leiðandi inn í tónlistina og tjáninguna sína. En það er hægt að finna alls konar tjáningu í tónlist eins og í dag er ég ekki að rappa um að fá mér, því ég er ekki að fá mér.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Gunnar sat 12 spora fund í morgun þegar eitt vakti áhuga hans – „Ég er sjálfur sekur“

Gunnar sat 12 spora fund í morgun þegar eitt vakti áhuga hans – „Ég er sjálfur sekur“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár
Fókus
Fyrir 3 dögum

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell
Fókus
Fyrir 3 dögum

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir