fbpx
Sunnudagur 15.september 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Kevin Hart liggur alvarlega slasaður á spítala – Montaði sig af glæsikerrunni nokkrum klukkutímum áður

Fókus
Sunnudaginn 1. september 2019 22:32

Kevin Hart. Mynd: Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gamanleikarinn Kevin Hart lenti í bílslysi snemma í morgun í Malibu. Leikarinn liggur alvarlega slasaður á spítala eftir bílslysið og slasaðist illa á baki ef marka má vefinn TMZ.

Kevin var farþegi í bifreið sinni að gerð Plymouth Barracude. Bílstjórinn, Jared S. Black, missti stjórn á bílnum á Mulholland hraðbrautinni með þeim afleiðingum að bíllinn endaði í skurði.

Samkvæmt vefnum Us sat tvennt fast í bílnum en Kevin náði að komast út og ná í hjálp. Aðkoma á slysstað var hræðileg eins og sést á myndbandi og myndum á vef TMZ.

Bílstjórinn Jared er einnig alvarlega slasaður en þriðja manneskjan, einkaþjálfarinn Rebecca Broxteman, unnusta Jareds, er lítillega slösuð.

Nokkrum klukkutímum fyrir bílslysið birti Kevin myndband af sér í bílnum í „story“ á Instagram þar sem hann lét hvína í dekkjunum og montaði sig af glæsikerrunni. Kevin keypti bílinn þegar hann var fertugur í júlí.

Kevin er þekktur fyrir leik í myndum eins og Jumanji: The Next Level, Night School og Get Hard.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Nýtt lag frá frá bræðrunum í Omotrack

Nýtt lag frá frá bræðrunum í Omotrack
Fókus
Fyrir 2 dögum

Viktor fær ljót skilaboð varðandi útlit sitt nær daglega: „Hommar… mestu haters ever“

Viktor fær ljót skilaboð varðandi útlit sitt nær daglega: „Hommar… mestu haters ever“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Margrét Erla leitar til landsmanna til að halda sér uppi í fæðingarorlofinu

Margrét Erla leitar til landsmanna til að halda sér uppi í fæðingarorlofinu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hrafna gefur ferðamönnum ráð: „Íslenskt veður er óútreiknanlegt“

Hrafna gefur ferðamönnum ráð: „Íslenskt veður er óútreiknanlegt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Manuela Ósk birtir fyrstu myndina úr Allir geta dansað: „GARG ÉG ER SVO STRESSUГ

Manuela Ósk birtir fyrstu myndina úr Allir geta dansað: „GARG ÉG ER SVO STRESSUГ
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jóhannes Haukur mætir Mark Wahlberg í nýjum spennutrylli

Jóhannes Haukur mætir Mark Wahlberg í nýjum spennutrylli
Fókus
Fyrir 5 dögum

Grínið getur reynst algjört böl

Grínið getur reynst algjört böl
Fókus
Fyrir 5 dögum

Furðulegt tæki sem finnur síma, veski og úr: „Gallinn er að það er á gráu svæði“

Furðulegt tæki sem finnur síma, veski og úr: „Gallinn er að það er á gráu svæði“