Fimmtudagur 23.janúar 2020
Fókus

Kevin Hart liggur alvarlega slasaður á spítala – Montaði sig af glæsikerrunni nokkrum klukkutímum áður

Fókus
Sunnudaginn 1. september 2019 22:32

Kevin Hart. Mynd: Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gamanleikarinn Kevin Hart lenti í bílslysi snemma í morgun í Malibu. Leikarinn liggur alvarlega slasaður á spítala eftir bílslysið og slasaðist illa á baki ef marka má vefinn TMZ.

Kevin var farþegi í bifreið sinni að gerð Plymouth Barracude. Bílstjórinn, Jared S. Black, missti stjórn á bílnum á Mulholland hraðbrautinni með þeim afleiðingum að bíllinn endaði í skurði.

Samkvæmt vefnum Us sat tvennt fast í bílnum en Kevin náði að komast út og ná í hjálp. Aðkoma á slysstað var hræðileg eins og sést á myndbandi og myndum á vef TMZ.

Bílstjórinn Jared er einnig alvarlega slasaður en þriðja manneskjan, einkaþjálfarinn Rebecca Broxteman, unnusta Jareds, er lítillega slösuð.

Nokkrum klukkutímum fyrir bílslysið birti Kevin myndband af sér í bílnum í „story“ á Instagram þar sem hann lét hvína í dekkjunum og montaði sig af glæsikerrunni. Kevin keypti bílinn þegar hann var fertugur í júlí.

Kevin er þekktur fyrir leik í myndum eins og Jumanji: The Next Level, Night School og Get Hard.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 3 dögum

Hvaða lag eigum við að senda út í Eurovision? Taktu könnunina!

Hvaða lag eigum við að senda út í Eurovision? Taktu könnunina!
Fókus
Fyrir 3 dögum

Guðrún þurfti að flýja Mexíkó – „Frekar dramatískur endir því miður“

Guðrún þurfti að flýja Mexíkó – „Frekar dramatískur endir því miður“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram: „Til að forðast allan misskilning. Ég er ekki með syni Bjarna Ben á ferðalagi“

Vikan á Instagram: „Til að forðast allan misskilning. Ég er ekki með syni Bjarna Ben á ferðalagi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dauðvona Laddi og Bubbi leikur sjálfan sig

Dauðvona Laddi og Bubbi leikur sjálfan sig
Fókus
Fyrir 5 dögum

Betra að lifa í draumi ef maður á ekki líf

Betra að lifa í draumi ef maður á ekki líf
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hallgrímur Ólafsson ólst upp á sjómannsheimili: „Það var skrítin standpínustemning um borð“

Hallgrímur Ólafsson ólst upp á sjómannsheimili: „Það var skrítin standpínustemning um borð“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ugla Stefanía niðurlægð á flugvelli: „Ég heyrði að fólk var að tala og ég vissi að það væri um mig“

Ugla Stefanía niðurlægð á flugvelli: „Ég heyrði að fólk var að tala og ég vissi að það væri um mig“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Dómnefndin hafnaði nýju lagi Ólafs – Tileinkað eiginkonunni sem hann kvæntist á nýársdag | Myndband

Dómnefndin hafnaði nýju lagi Ólafs – Tileinkað eiginkonunni sem hann kvæntist á nýársdag | Myndband