fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Ný hugmyndamiðstöð fyrir upprennandi listafólk

Fókus
Laugardaginn 17. ágúst 2019 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikararnir Atli Óskar Fjalarsson og Elías Helgi Kofoed-Hansen standa að nýrri miðstöð fyrir upprennandi listafólk þar sem hressilegar pallborðsumræður verða í boði. Miðstöðin nefnist Reykjavík Creative Hub og verður fyrsti hittingurinn haldinn í Iðnó á morgun klukkan 13:00.

Atli segir hugmyndina að þessari miðstöð ganga einfaldlega út á það að hlusta á reynsluríkt listafólk úr öllum áttum tala um sitt fag og gefa yngra fólki ráð, en jafnframt verður þarna í boði fyrir upprennandi fólk í bransanum að kynna sínar hugmyndir og fá viðbrögð við þeim.

Þeir Atli og Elías eru miklir mátar og léku til að mynda saman í hinni stórvinsælu kvikmynd, Óróa. Jafnframt standa þeir saman að hlaðvarpinu Atli & Elías, en kveikiþráðurinn að þessari miðstöð varð þó til í Los Angeles í Bandaríkjunum. „Þegar við Elías bjuggum í Los Angeles kynntumst við alls konar félagslífi í tengslum við kvikmyndabransann: hugmyndasmiðjum, svokefndum „networking“ kvöldum og handritaklúbbum þar sem mátti heyra og sjá í hvaða pælingum fólk var og fá að spegla sín eigin verkefni í þeirra eða jafnvel koma saman í einhverri sköpun. Hvort sem það var í kvikmyndum, sjónvarpi eða einhverju allt öðru,“ segir Atli.

„Þegar við fluttum heim fannst okkur vanta svona vettvang þar sem ungt fólk gæti hist og miðlað sínum pælingum og því ákváðum við að skella þessu öllu saman í eina súpu og halda mánaðarlega skapandi hittinga og skírðum það því fallega íslenska nafni: Reykjavík Creative Hub.“

Þemað á fyrsta hittingi þessarar miðstöðvar verður sniðið í kringum kvikmyndaleikstjóra en þangað mæta þau Baldvin Z og Silja Hauksdóttir. „Vonandi leiðir þessi miðstöð til þess að fólk taki upp skúffuhandritið sitt og komi því af stað í einhverja vinnu. Það verður gaman að fylgjast með göldrunum sem verða til þegar hæfileikaríkt fólk finnur hvort annað og styður við sköpun annara,“ segir Atli og lofar að það verði heitt á könnunni fyrir alla gesti sem mæta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

„Ég ætla ekki að ljúga því að ég hafi verið dýrlingur, en ég var ekki nógu heimskur til að eyðileggja fjölskylduna okkar“

„Ég ætla ekki að ljúga því að ég hafi verið dýrlingur, en ég var ekki nógu heimskur til að eyðileggja fjölskylduna okkar“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta