fbpx
Sunnudagur 25.október 2020
Fókus

Íslenskri verslun úthúðað á Facebook – Eigandinn segir fólk móðursjúkt og svarar fyrir sig: „Það sjá allir í gegnum svona þvaður“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 13. ágúst 2019 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Verslunin BeMonroe/Verona.is situr undir harðri gagnrýni netverja. Rætt er um verslunina í Facebook-hópnum Verslun á netinu. Bergrún Ósk Ólafsdóttir, eigandi verslunarinnar, svarar gagnrýninni í samtali við DV.

„Íslendingar eru orðnir öllu vanir þegar kemur að fólki sem að í móðursýki sinni hefur ekkert betra að gera allan daginn en að níða skóinn af venjulegu fólki, fyrirtækjum þess og vörum inni á lokuðum samfélagsmiðlum á netinu,“ segir Bergrún Ósk.

Þetta byrjaði á því að ein kona deildi reynslu sinni af versluninni í hópnum í gærkvöldi, og spurði hvort aðrir hefðu svipaða sögu að segja.

„Langaði að athuga hvort einhver hér hefði slæma reynslu af að panta hjá BeMonroe/Verona.is eða hvort ég væri bara svona einstaklega óheppin?!

Ég er að lenda í því núna, í annað sinn, að vera búin að leggja inn á reikning fyrir vörum sem ég fæ ekki. Fékk reyndar endurgreitt síðast (eftir smá vesen) en núna er tölvupóstinum mínum ekki svarað og ómögulegt virðist vera að ná í einhvern í gegnum síma. Hafa aðrir lent í þessu?“

Viðbrögðin létu ekki á sér standa og eru tæplega hundrað ummæli komin við færsluna þegar fréttin er skrifuð.

Rúmlega tuttugu konur segjast hafa slæma reynslu af fyrirtækinu og oftast vegna þess að varan skilaði sér seint eða ekki yfir höfuð.

Fjöldi kvenna sagðist hafa lent illa í BeMonroe og sögðu sína reynslu svipaða þeirrar sem deildi upphafsfærslunni. Að vörur sem þær höfðu greitt fyrir, skiluðu sér ekki. Flestar sögðu að þær þurftu að ganga á eftir vörunum.

„Beið í tvo mánuði eftir kjól sem ég keypti – eftir maaaaaargar hringingar og tölvupósta. Póstinum var alltaf kennt um allt,“ skrifaði einn meðlimur hópsins.

Margar konur segja það sama, að eigandi BeMonroe, Bergrún Ósk Ólafsdóttir, hafi kennt Íslandspósti um seinkun á vörunum eða að þær skiluðu sér ekki yfir höfuð.

„Hörmung. [Bergrún segir] alltaf að þetta týnist í póstinum, mæli ekki með,“ skrifar ein kona í hópnum.

„Pantaði frá þeim og svörin sem ég fékk var að hann týndist í póstinum, í þrígang,“ skrifar netverji og önnur kona bætir við: „Haha ég líka! Bolurinn minn týndist þrisvar.“

Facebook-notandi segir konunum á að þær gætu gefið versluninni umsögn á netinu en þá bendir ein kona að það sé ekki hægt: „Bara heyrt slæmar sögur. Og tóku út möguleikann að gefa stjörnur og umsagnir. Sá margar slæmar umsagnir þar.“

DV hafði samband við Bergrúnu Ósk Ólafsdóttir, eiganda BeMonroe/Verona.is, sem sendi þessa yfirlýsingu til DV í kjölfarið:

„BeMonroe hefur verið til í um áratug og á dyggan og stóran hóp viðskiptavina sem versla af okkur aftur og aftur. Við leggjum okkur fram við að vera með vandaða vöru á góðu verði fyrir konur í öllum stærðum, þetta þekkja okkar viðskiptavinir og treysta okkur. Íslendingar eru orðnir öllu vanir þegar kemur að fólki sem að í móðursýki sinni hefur ekkert betra að gera allan daginn en að níða skóinn af venjulegu fólki, fyrirtækjum þess og vörum inni á lokuðum samfélagsmiðlum á netinu. Það sjá allir í gegnum svona þvaður. Vissulega nýtum okkur þjónustu Íslandspóst., höfum við sendingarskilmála okkar afar ítarlega þegar vara er pöntuð. En þegar vara er farin frá okkur þá getum við ekki borið ábyrgð á henni. Afhending er alfarið í höndum Íslandspósts.“

Bergrún Ósk er einnig sökuð um að stela hönnun annarra og selja sem sína eigin í umræðuþráðinum á Facebook. Hún vildi svara því í svari sínu til DV.

„Eins er tala um þarna að ég sé að stela hönnun af öðrum.  Ef ég myndi horfa eins á þetta og Bára; þá gæti ég sagt að hún hefði stolið hönnun af Tinnu kjólnum mínum.  Ég hef þetta allt dagssett hvenær hún setti sína flík á markað og ég mína.  En ég stend ekki í svona.  Það er enginn að finna upp hjólið á tískuvörumarkaðnum – og við þekkjum að ákveðin tíska er í gangi hverju sinni, og þá getur maður gengið inn í stærstu og frægustu fataverslanir heims og fötin eru keimlík eða svipuð.  Þetta er auðvitað svolítið fyndin umræða og ótrúlegt að fólk nenni að standa í þessu,“ segir Bergrún Ósk og bætir við:

„Það eru einnig margir íslenskir hönnuðir sem versla efni af sömu verslunum eða heildsölum hérlendis og erlendis.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Móðir sakar prest um að veita barni áverka við skírn

Móðir sakar prest um að veita barni áverka við skírn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Negldi áheyrnarprufuna með lagi Andrea Bocelli og Celine Dion

Negldi áheyrnarprufuna með lagi Andrea Bocelli og Celine Dion
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sjáðu myndbandið: Fundu leið til að sýna brjóst á Facebook

Sjáðu myndbandið: Fundu leið til að sýna brjóst á Facebook
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kom út úr skápnum og giftist brúðarmey sinni

Kom út úr skápnum og giftist brúðarmey sinni