fbpx
Sunnudagur 18.ágúst 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

MAD heyrir sögunni til í núverandi mynd – Teiknimyndasagan sem varð hárbeitt tímarit

Fókus
Mánudaginn 8. júlí 2019 20:30

Tímamót MAD hefur lifað góðu lífi síðustu sjötíu árin.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tímaritið MAD kom fyrst út sem gamansöm teiknimyndasaga árið 1952. Einkennismerki tímaritsins hefur verið hörð ádeila á samtímann, þá sérstaklega stjórnmál og skemmtanabransann. Í vikunni var það hins vegar tilkynnt að mánaðarlegri útgáfu MAD verður hætt eftir að ágústheftið kemur út. Eftir það verður hægt að næla sér í hefti af MAD uppfull af gömlu efni í nýjum búningi. Þá verða einnig gefin út einhver sérrit í nánustu framtíð.

Þetta markar viss tímamót því MAD og lukkudýr tímaritsins, Alfred E. Neuman, á sérstakan stað í hjörtum margra. Ekki síst fyrir þær sakir að hægt var að brjóta upp á baksíðuna til að leiða í ljós hnyttna skrítlu. Fjölmargir syrgja ritið á samfélagsmiðlum, þar á meðal skringilegi listamaðurinn Al Yankovic.

„Ég er virkilega leiður að heyra fréttirnar um að MAD sé hætt útgáfu eftir nærri 67 ár. Ég get ekki lýst þeim áhrifum sem tímaritið hafði á mig sem ungan mann – það er eiginlega ástæðan fyrir því að ég varð skrýtinn. Ég kveð eina af merkustu stofnunum Bandaríkjanna,“ skrifar hann á Twitter. Grínistinn Drew Carey tekur í sama streng. „Ég er í rusli. Ein af bestu teiknimyndasögunum sem nokkurn tímann hafa komið út.“

Á þessum tímamótum ákváðum við á DV að rifja upp nokkrar goðsagnakenndar forsíður þessa sögufræga rits.

Við viljum þig

Sámur frændi var tíður gestur á síðum MAD og notaður sem tól fyrir MAD-liða að gagnrýna herskyldu og stjórnvöld í Bandaríkjunum.

Blóðug leit

Hér er árlegri hefð flugvarnarstofnunar Bandaríkjanna að leita að jólasveininum gerð skil. Hún endar með heimsenda og kjarnorkustyrjöld.

Kosningaáróður

MAD birti oft grín þar sem lukkudýrið Alfred E. Neuman bauð sig fram sem forseta – raunar í hvert sinn sem forsetakjör fór fram í Bandaríkjunum.

Baktrygging

MAD-liðar voru einnig ansi sniðugir árið 1960 þegar þeir spáðu eiginlega fyrir um sigur í forsetakjöri með hressilegri baktryggingu, eins og sést á for- og baksíðu blaðsins. Þetta grín var endurtekið fjörutíu árum síðar þegar að George W. Bush og Al Gore börðust um forsetastólinn.

Hillary heitt í hamsi

Þessi forsíða af forsetaframbjóðandanum Hillary Clinton er líka ansi skemmtileg og vísun í kvikmyndina Mad Max: Fury Road. MAD og Mad – fattiði?

Risastór heimskingi

Það slær þó fátt út þessa forsíðu af sjálfum Donald Trump.

Skrýtnir hlutir

Auðvitað gerði MAD grín að sjónvarpsseríunni Stranger Things.

Hræðileg tónlist og ljótt hár

Meira að segja Justin Bieber fékk að kenna á MAD.

Poppkóngurinn

Jafnvel poppkóngurinn Michael Jackson fékk sinn skerf af háði vegna ásakana um barnaníð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Svala Björgvins hleypur fyrir vinkonu sína: Berst við sjaldgæfan sjúkdóm á hverjum degi

Svala Björgvins hleypur fyrir vinkonu sína: Berst við sjaldgæfan sjúkdóm á hverjum degi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hanna Rún ólétt: „Bazev fjölskyldan stækkar. Við erum svo spennt!“

Hanna Rún ólétt: „Bazev fjölskyldan stækkar. Við erum svo spennt!“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gæsahúðarmóment – Hann er blindur og einhverfur og tryllti salinn með þessum flutningi

Gæsahúðarmóment – Hann er blindur og einhverfur og tryllti salinn með þessum flutningi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Flúði heimalandið og bjargar nú fólki á Íslandi: „Ef ég fer heim þá eru hundrað prósent líkur á því að ég verði drepinn“

Flúði heimalandið og bjargar nú fólki á Íslandi: „Ef ég fer heim þá eru hundrað prósent líkur á því að ég verði drepinn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Mynd dagsins: Háskólanemar sem ætla sér að falla

Mynd dagsins: Háskólanemar sem ætla sér að falla
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íslenskri verslun úthúðað á Facebook – Eigandinn segir fólk móðursjúkt og svarar fyrir sig: „Það sjá allir í gegnum svona þvaður“

Íslenskri verslun úthúðað á Facebook – Eigandinn segir fólk móðursjúkt og svarar fyrir sig: „Það sjá allir í gegnum svona þvaður“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Noel Gallagher búinn að fá nóg og ætlar að flytja

Noel Gallagher búinn að fá nóg og ætlar að flytja
Fókus
Fyrir 5 dögum

Þau sjá um Áramótaskaupið í ár

Þau sjá um Áramótaskaupið í ár