Laugardagur 07.desember 2019
Fókus

Manst þú eftir þessum myndum? – „Sædýrasafnið, Sædýrasafnið. Apar, ljón og ísbirnir, Sædýrasafnið“

Auður Ösp
Sunnudaginn 7. júlí 2019 21:00

Ljósmynd/Úr einkasafni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sædýrasafnið í Hafnarfirði naut mikilla vinsælda á sjöunda og áttunda áratug seinustu aldar og um tíma var aðsóknin með hreinum ólíkindum.

Jón Kr. Gunnarsson skipstjóri og ritstjóri stofnaði Sædýrasafnið árið 1969 ásamt félögum í Hjálparsveit skáta í Hafnarfirði en hann  var jafnframt forstöðumaður safnsins allt til lokadags. Var starfsemi safnsins meðal annars fjármögnuð með tekjum sem fengust fyrir að fanga háhyrninga fyrir sædýrasöfn víða um heim. Þessi aðferð við tekjuöflun vöktu harða gagnrýni hvalaverndunarsamtaka og var síðar meir lögð af.

Safnið var staðsett neðarlega í Holtinu í Hafnarfirði gegnt álverinu. Gestir gátu þar meðal annars virt fyrir sér seli, hvali, ísbirni, háhyrninga, kengúrur, ljón og apa, auk íslenskra húsdýra.

„Sædýrasafnið, Sædýrasafnið. Apar, ljón og ísbirnir, Sædýrasafnið.“ Þessi auglýsing heyrðist í útvörpum landsmanna á áttunda áratugnum.

Í byrjun níunda áratugarins fór að bera á miklum rekstrarerfiðleikum hjá safninu sem meðal annars mátti rekja til þess að ráðist var í dýrar endurbætur sem síðan borguðu sig ekki, auk þess sem samningar við erlenda dýragarða gengu ekki eftir. Safninu var endanlega lokað árið 1987. Ísland var dýragarðslaust næstu þrjú árin, eða þar til Húsadýragarðurinn í Laugardal opnaði árið 1990.

Hér að neðan gefur að líta nokkrar vel valdar myndir úr ýmsum áttum.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Play haft að háði og spotti – „Sýndu mér andlit á manni sem er ekki búinn að fá útborgað“

Play haft að háði og spotti – „Sýndu mér andlit á manni sem er ekki búinn að fá útborgað“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Læknirinn Guðmundur Freyr hrundi niður í streitu og kulnun: „Ég bara upplifði að ég væri algjörlega kláraður“

Læknirinn Guðmundur Freyr hrundi niður í streitu og kulnun: „Ég bara upplifði að ég væri algjörlega kláraður“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ásthildur var með tvö lítil tattú fyrir sjö árum: „Ég spurði hvort hjartað gæti hætt að slá út af sársauka“

Ásthildur var með tvö lítil tattú fyrir sjö árum: „Ég spurði hvort hjartað gæti hætt að slá út af sársauka“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ótrúleg lífsreynsla Arons – Lenti í lífshættulegu bílslysi og greindist með krabbamein á sama tíma

Ótrúleg lífsreynsla Arons – Lenti í lífshættulegu bílslysi og greindist með krabbamein á sama tíma
Fókus
Fyrir 5 dögum

Frá leðursvipum til kynsvalls og ógeðfelldra Sveinka

Frá leðursvipum til kynsvalls og ógeðfelldra Sveinka
Fókus
Fyrir 5 dögum

Helena vill ekki „fegra“ andlit: „Ófullkomleikinn það fallegasta“

Helena vill ekki „fegra“ andlit: „Ófullkomleikinn það fallegasta“
Fókus
Fyrir 5 dögum
Hvað er aðventa?