fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Íslensk fjölskylda keypti 160 ára gamalt hús í Danmörku: Magnaðar fyrir og eftir myndir

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 30. júlí 2019 20:00

Fjölskyldan og húsið þeirra í Danmörku.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslensk fjölskylda fór í helgarferð til Danmerkur sem endaði með að hún keypti 160 ára gamalt hús á suður Fjóni. Fyrir og eftir myndirnar af húsinu eru vægast sagt magnaðar og greinilega um fagurkera að ræða.

Hafsteinn Helgi og Guðrún Agla búa tímabundið í Danmörku ásamt dætrum sínum, Dís og Emilíu. Síðustu ár hafa þau verið að hanna og smíða undir merkinu Happie húsgögn.

Þau láta sér ekki nægja að smíða fjöldann allan af húsgögnum heldur hafa þau einnig byggt sér hús á Íslandi og gert upp gamalt hús í Danmörku.

„Við erum strax farin að huga að næsta verkefni,“ segja þau í samtali við DV.

„Upphaflega var planið að flytja til Danmerkur og vera hér. Hér er gott heilbrigðiskerfi, mæður fá styrki fyrir að vera heima með börnin, mjög gott velferðarkerfi og það er í alvörunni hugsað um fjölskyldur. En því höfðum við ekki fundið fyrir á Íslandi af hálfu yfirvalda. Með vaxandi fjölskyldu áttuðum við okkur meira og meira á því að við viljum eyða eins miklum tíma, helst öllum stundum, saman sem fjölskylda. Allavega á meðan börnin vilja,“ segja þau.

Fyrir.
Eftir.

Byggt árið 1860

Fjölskyldan heimsótti vinafjölskyldu sína í litlum bæ á suður Fjóni. Þau heilluðust af staðsetningunni og einnig hversu vel hugsað er þar um barnafjölskyldur.

„Í einum göngutúr okkar í þessari heimsókn, sem átti að vera yfir eina helgi, sáum við gamalt hús sem var byggt árið 1860. Húsið var eitt og yfirgefið, óupphitað og sannkallað fjölbýli skordýra.“

Þau höfðu upp á eiganda hússins og gerðu honum kauptilboð sem hann samþykkti. Húsið var ekki í eins slæmu ástandi og það virtist.

„Veggirnir voru heilir, engin mygla, tiltölulega nýlegt þak og kyndibúnaður var mjög góður. En við þurftum að gera allt upp að innan,“ segja þau.

Fjölskyldan.

Hjónin hafa reynslu í þessum bransa eftir að hafa byggt sér hús á Íslandi. „Við sáum ljúfan leik í að vera hér saman sem fjölskylda og gera þetta hægt og bítandi, og eiga þann möguleika inni að selja húsið. En þangað til, vera hér og „vinna“ öll saman og njóta friðsins í sveitinni.“

Ferlið tók um fjóra mánuði og nú er verið að klára öll smáatriði í húsinu svo hægt sé að selja það.

Aðspurð hvað hafi verið erfiðast við ferlið segja þau: „Að flytja inn þegar hellingur er eftir. Það er rosalega erfitt að bókstaflega búa með lítil börn inni á vinnusvæði. Næst munum við örugglega klára meira áður en við flytjum inn.“

Þau segja að það hafi einnig tekið á andlega að búa í ókláruðu húsi. „Það helltist gjarnan yfir mann hversu mikið var eftir og maður gleymdi hversu langt maður væri kominn. Þetta er ákveðinn hugarleikur sem maður þarf að læra á,“ segja þau.

Fyrir.
Eftir.

Fólkið í fyrsta sæti

Hjónin lærðu ýmislegt um Danmörku í leiðinni og skrifuðu nokkra punkta niður sem þau deildu á Facebook síðu Happie húsgögn og hér með lesendum:

  1. Heilbrigðiskerfið er alveg fáránlega gott. Þú tekur upp símann, hringir á læknamiðstöðina þína og færð tíma eftir korter hjá lækni ef þér þykir hið minnsta ama að þér. Borgar 0 krónur.
  2. Iðnaðarmenn, í þessu tilfelli voru einu iðnaðarmennirnir sem notaðir voru múrarar í örfáa daga, borða mjög mikið af rúgbrauði með kæfu og eru ekkert að flýta sér.
  3. Við á Íslandi erum með alveg ótrúlega háa og góða standarda á iðnaðarmönnum. Vægast sagt dekruð þar í hæfileikum.
  4. Bankakerfið mun gæfulegra hér en heima, við fengum lán fyrir húsinu sem kostaði 7 milljónir á 0% vöxtum. 0! Allt beint inn á höfuðstólinn!
  5. Hér er fólkið í fyrsta sæti, í okkar sveitafélagi fá mæður borgað í að minnsta kosti eitt ár grunnlaun fyrir að vera heima með börnin sín. Það er fyrir utan fæðingarorlof.
  6. Við gerum þetta kannski aftur, en allavega ekki meðan börnin eru ung!
Fyrir.
Eftir.

Búin að finna nýtt hús

Ævintýri fjölskyldunnar er hér ekki lokið en næst ætla þau að leita á slóðir Kanaríeyja.

„Við fundum fyrir nokkrum mánuðum dásamlegt lítið hús á eyjunni La Palma norður af Afríku. Húsið er umlukið ávaxtatrjám og eru gamlar rústir sem byggðar eru úr eldgosi sem gaus um 1950,“ segja þau.

Fjölskyldan ætlar að gera upp húsið og dvelja þar allavega yfir veturinn. Fyrirtæki þeirra heldur samt áfram að blómstra á meðan.

„Happie húsgögn rúllar áfram með úrvals fólki. Við erum ótrúlega heppin með fólk í kringum okkur og þvílíkir listamenn sem sjá um borðsmíðarnar á meðan.“

Þú getur fylgst með fjölskyldunni á Facebook-síðu Happie húsgögn.

Sjáðu fleiri fyrir og eftir myndir hér að neðan. 

 

Fyrir.

 

Eftir.

Þau breyttu einnig húsinu að utan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Forsetaframbjóðandinn sem gerðist miðill – Hannes lætur efasemdaraddirnar sem vind um eyru þjóta

Forsetaframbjóðandinn sem gerðist miðill – Hannes lætur efasemdaraddirnar sem vind um eyru þjóta
Fókus
Fyrir 2 dögum

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kanye West ætlar í klámið

Kanye West ætlar í klámið
Fókus
Fyrir 2 dögum

Leitar sér hjálpar vegna Ozempic notkunar eftir ákall áhyggjufullra aðdáenda

Leitar sér hjálpar vegna Ozempic notkunar eftir ákall áhyggjufullra aðdáenda