fbpx
Fimmtudagur 19.september 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Eftirsóttustu, einhleypu konur Íslands

Fókus
Sunnudaginn 14. júlí 2019 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sumarsólin hefur svo sannarlega leikið við landsmenn það sem af er sumri og eflaust fleiri hjörtu sem slá í takt núna en í skammdeginu. Enn er þó möguleiki til að láta sumarástina kvikna. DV kíkti á einhleypa og eftirsótta íslenska karlmenn fyrir stuttu og nú er röðin komin að konunum.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, 28 ára

Áslaug Arna er ritari Sjálfstæðisflokksins og skelegg þingkona sem tekið er eftir. Hún veit nákvæmlega hvað hún vill og er einstaklega metnaðarfull í öllu sem hún gerir. Hún elskar bláan, humar og hvítvín og er einstaklega góður förunautur sem lætur ekkert stoppa sig.

Sunneva Einarsdóttir. Mynd: Skjáskot/Instagram @sunnevaeinarss

Sunneva Eir Einarsdóttir, 22 ára

Áhrifavaldurinn Sunneva Einars lifir lúxuslífi og leyfir fylgjendum sínum á samfélagsmiðlum að fylgjast grannt með því. Lífið með henni gæti verið algjört partí en tilvonandi vonbiðlar þyrftu líklegast að sætta sig við að deila sviðsljósinu með stjörnunni.

Manuela Ósk Harðardóttir
Manuela Ósk Harðardóttir.

Manuela Ósk Harðardóttir, 35 ára

Það virðist vera fátt sem þessi fegurðardrottning, áhrifavaldur og athafnakona getur ekki gert – svo fjölhæf er hún. Manuela er með bein í nefinu, er kröfuhörð og sættir sig ekki við neitt múður. Alvöru kjarnakona hér á ferð.

María Sigrún Hilmarsdóttir.

María Sigrún Hilmarsdóttir, 40 ára

María Sigrún, fréttakona á RÚV, skildi nýverið við Pétur Árna Jónsson, en þau gengu í það heilaga árið 2011 og eiga saman þrjú börn. María Sigrún er bráðgáfuð, skemmtileg og fyndin og því leikur einn að eyða með henni sumrinu – jafnvel ævinni.

Inga Lind Karlsdóttir.

Inga Lind Karlsdóttir, 43 ára

Inga Lind og Árni Hauksson fluttu nýverið í sundur og því smá smuga á sumarást með sjónvarpskonunni og framleiðandanum Ingu Lind. Hún er fyndin með eindæmum og einstaklega góður sögumaður, sem er ekki leiðinlegt á löngum sumarkvöldum.

Berglind Festival.

Berglind „Festival“ Pétursdóttir, 30 ára

Það finnst varla hnyttnari kona en Berglind, en hún hefur gert gott mót í þættinum Vikan með Gísla Marteini á RÚV. Berglind er menntaður dansari og getur því bæði sagt gamansögur og tekið dansspor. Hin fullkomna kona?

Guðrún Sóley Gestsdóttir.

Guðrún Sóley Gestsdóttir, 31 árs

Guðrún Sóley er mikið útivistarfrík, sjónvarpskona og listakokkur. Hún hefur því ansi margt til brunns að bera til að gera sumarlegt ástarsamband ríkt af list, menningu, mat og hreyfingu.

Margrét Friðriksdóttir.

Margrét Friðriksdóttir, 41 árs

Frumkvöðlafræðingurinn Margrét Friðriksdóttir fer mikinn í samfélagsumræðu á netinu og er ekki allra. Hún berst fyrir því sem hún trúir á og stendur fast á sínu.

Sigríður Ólafsdóttir – Sissa , 58 ára

Sissa á að baki mjög farsælan feril sem ljósmyndari og skólastjóri Ljósmyndaskólans. Hún hefur marga fjöruna sopið og því uppfull af skemmtilegum sögum, svo ekki sé minnst á hve einstaklega næmt, listrænt auga hún hefur.

Dóra Júlía.

DJ Dóra Júlía, 26 ára

Dóra Júlía er einn vinsælasti plötusnúður landsins og ferðast vítt og breitt, bæði hér heima og erlendis, með DJ-græjurnar í farteskinu. Dóra Júlía kann að lifa lífinu, er traustur vinur þegar eitthvað bjátar á og einstaklega einbeitt, ung kona.

Margrét R. Jónasar

Margrét R. Jónasar, 49 ára

Förðunarmeistarinn knái hóf nýverið störf sem förðunarstjóri RÚV enda einstaklega fær í sínu fagi. Margrét er afar sjarmerandi kona með marga góða kosti og hefur komið víða við á löngum ferli.

Brynja Jónbjarnardóttir. Mynd: Skjáskot Instagram @brynjajon

Brynja Jónbjarnardóttir, 25 ára

Hagfræðingurinn, markaðsráðgjafinn og fyrirsætan Brynja Jónbjarnardóttir er algjört undrabarn. Nánast allt sem hún snertir verður að gulli. Það skal því engan undra að hún er gull af manni og lætur verkin tala.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Í gær

Reykjavíkurdætur hakka Önnu Svövu í sig: „Komin í eitthvað grínþrot“

Reykjavíkurdætur hakka Önnu Svövu í sig: „Komin í eitthvað grínþrot“
Fókus
Í gær

Bryndís Líf birtir djörfustu myndina hingað til – Alveg nakin í sturtu

Bryndís Líf birtir djörfustu myndina hingað til – Alveg nakin í sturtu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Haukur á von á tvíburum: „Nýorðinn miðaldra, of þungur og að verða gráhærður“

Haukur á von á tvíburum: „Nýorðinn miðaldra, of þungur og að verða gráhærður“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Guardian velur bestu bíómyndir 21. aldarinnar – Ertu sammála þessum lista?

Guardian velur bestu bíómyndir 21. aldarinnar – Ertu sammála þessum lista?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Breski hjartaknúsarinn Gary Barlow á Íslandi

Breski hjartaknúsarinn Gary Barlow á Íslandi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Einlægur Corden tók Maher í gegn vegna fitusmánunar: Sjáðu myndbandið

Einlægur Corden tók Maher í gegn vegna fitusmánunar: Sjáðu myndbandið