fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Björk gisti í fangaklefa – Braut rúðu á skemmtistað

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 12. júlí 2019 16:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hot Press rifjaði upp viðtal við Björk frá árinu 1994 á dögunum. Viðtalið er mjög ítarlegt og skemmtilegt en í því segir Björk frá því þegar hún var handtekin í fyrsta sinn.

Þegar Björk var 15 ára fór hún að heiman, staðráðin í að móta sitt eigið sjálfstæða líf. Tónlistin var hennar ástríða en hún þurfti nú samt að finna sér vinnu til að halda sér uppi. Hún tók að sér verkefni í fiskvinnslu, gosverksmiðju og síðan í plötubúð. 

Á unglingsárum gerðist hún meðlimur í  hljómsveitinni Kukl. Eftir að hafa ferðast um Evrópu með Kukl allt sumarið snéru þau aftur til Reykjavíkur veturinn 1986.

Fljótlega eftir það var Björk handtekin í fyrsta sinn. Björk gisti eina nótt í fangaklefa eftir að hafa brotið rúðu á skemmtistað af þeirri ástæðu að staðurinn var „fullur af leiðinlegu fólki“.

„Við vorum í eins konar leiðangri, ég býst við að við höfum verið að reyna að breyta heiminum.“

sagði Björk í viðtali við Hot Press árið 1994.

„Við eyddum miklum tíma á lögreglustöðinni. Við áttum þessi löngu samtöl með lögregluþjónunum, reyndum að opna augun þeirra. Í lok dagsins var þetta bara fyndið. Við höfðum gaman að því að pirra þá.“

Viðtalið veitir góða innsýn í atferli Bjarkar á þessum tíma

Blaðamaður Hot Press segir að í gegnum viðtalið hafi Björk verið barnaleg í fasi, eins og barn í gervi fullorðinnar manneskju. Hún gat verið að segja eitthvað fullkomlega fullorðinslegt og skynsamlegt en fas hennar gróf undan trúverðugleikanum.

„Mér finnst gaman að vera kjánaleg, það er besta leiðin fyrir mig til að vera til. Ég kýs lélega brandara yfir þá góðu, því lélegri sem þeir eru því betri eru þeir.“

Blaðamaðurinn lýsir síðan útliti Bjarkar máli sínu til stuðnings.

„Svipbrigði hennar minna á eilíf vonrbrigði en maður veit aldrei hvort hún er að fara að bresta i hlátur eða grátur.“

Hún hafði líka athygli á við aldraðan gullfisk, segir blaðamaðurinn. Hann segir frá því þegar þau voru trufluð er einhver kom með jurtate inn í herbergið.

„Björk virðist alveg gleyma því að ég sé á staðnum. Hún tekur upp minnisbókina mína og fer að fletta í gegnum hana. Síðan byrjar hún líka að fikta í upptökuvélinni minni.“

Blaðamaðurinn hélt áfram að segja frá þessu og fer að tala um kæki Bjarkar:

„Hendurnar hennar voru á stöðugri ferð um líkamann hennar. Það minnti helst á fangelsisvörð sem leitar á líkama fanga eftir að neyðarbjallan fer í gang.“

Blaðamaðurinn sagði að það væri líkt og Björk væri nýbúin að fá líkama í fyrsta skipti og væri ekki viss um hvort hann passaði eða ekki.

„Nefið, hnén og axlirnar voru helstu svæðin sem hún snerti en það var ekki snefill af líkamanum sem hendurnar slepptu því að heimsækja með klóri, poti, togi eða jafnvel með samsetningi af öllu þrennu í einu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell
Fókus
Fyrir 3 dögum

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar