fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Gísli Örn tekst á við nýja áskorun: „Það er eitthvað sem ég hef aldrei gert áður“

Fókus
Sunnudaginn 23. júní 2019 11:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega var næsta leikár Borgarleikhússins kynnt og kennir þar ýmissa grasa. Meðal sýninga sem settar verða upp er Ég hleyp, sem er úr smiðju danska leikskáldsins Line Mørkeby. Verkið fjallar um mann sem byrjar að hlaupa eftir barnsmissi og höndlar þannig sorgina sem fylgir þessum harmleik. Um einleik er að ræða og fer leikarinn Gísli Örn Garðarsson með hlutverk mannsins, en tekjur hans af sýningunni renna til samtakanna Nýrrar Dögunar, Bergsins, Ljónshjarta og Dropans.

Á vef Borgarleikhússins kemur fram að Gísli sé algjörlega óvanur hlaupari og finnist fátt leiðinlegra eða erfiðara. Það mun líklega breytast í æfingaferlinu því Gísla reiknast til að hann hlaupi tíu til tólf kílómetra á hverri einustu sýningu.

„Ég ólst upp í fimleikum, þar sem æfingarnar á hverju áhaldi taka um 40 sekúndur. Ég hef aldrei hlaupið af neinu viti. Ég veit í raun fátt leiðinlegar eða erfiðara. Ég hef ekki eirð til þess. Svo sé ég alla sem eru að hlaupa til að styrkja hin ýmsu málefni og ég dáist að öllu þessu fólki sem leggur þetta á sig. Og ekki síst fyrir samtalið sem það býr til um hvernig hvert áfall hefur áhrif á svo marga,“ segir Gísli og heldur áfram.

„Ég hef reynt það á eigin skinni og eftir því sem maður verður eldri, skilur maður betur mikilvægi þess að geta talað við aðra um hvað sem er sem hrjáir mann. Það er líklega eina leiðin til raunverulegs sálarfrelsis. Vonandi verða drengir framtíðarinnar betri í þessu en okkar kynslóð. Það er amk von mín að þessi sýning verði lóð á þær vogaskálar um leið og hún geti stutt við samtök sem geti notið góðs af því. Mér reiknast til að ég hlaupi 10 til 12 kílómetra á hverri sýningu. Það er eitthvað sem ég hef aldrei gert áður.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell
Fókus
Fyrir 3 dögum

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar