fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Secret Solstice: Atriðin sem þú mátt ekki missa af á laugardeginum

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 22. júní 2019 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er komið að öðrum deginum á Secret Solstice, hér eru atriðin sem þú verður að sjá.

JóiP & Króli

https://www.instagram.com/p/BydyV9njmrT/

JóiP & Króli hafa skapað sér stóran sess í íslensku tónlistarsenunni, bæði meðal ungra sem aldna. Eftir að þeir gáfu út Gerviglingur árið 2017 hafa þeir spilað um allt land ásamt því að hafa oftar en einu sinni farið út fyrir landsteinana. Síðan þá hafa þeir gefið út tvær plötur, Afsakið Hlé og 22:40-08:16. Þær hafa báðar fengið mikið af hlustunum á Spotify ásamt því að vera í nánast stanslausri spilun á útvarpsstöðvum landsins.

Vinsæl lög: Í Átt Að Tunglinu og Þráhyggja

Klukkan: 16:40

Svið: Valhalla

Hatari

https://www.instagram.com/p/BxktbekA-Mp/

Hatari kom mörgum á óvart þegar þeir tóku þátt í forkeppni Eurovision hér í landi. Það kom mörgum enn meira á óvart þegar þeir unnu forkeppnina. Þegar það fór hins vegar að styttast í Eurovision keppnina sjálfa, þá var fólk búið að taka Hatara í sátt og hvatti þá til dáða í lokakeppninni. Þrátt fyrir að hafa ekki unnið keppnina þá stóðu þeir sig vel og það verður án efa gaman að sjá þá í dag.

Vinsæl lög: Hatrið mun sigra og Spillingardans

Klukkan: 18:20

Svið: Valhalla

The Sugarhill Gang with Grandmaster Melle Mel & Scorpio

Hér er um að ræða einskonar stofnendur hip-hopsins, þar sem lagið Rapper’s Delight er með fyrstu hip-hop lögum sem voru gefin út. Lagið fagnar 40 ára afmæli í ár en The Sugarhill Gang eru enn bara hressir. Hér koma þeir fram ásamt Grandmaster Melle Mel og Scorpio en þeir eiga mörg vinsæl lög með hópnum Grandmaster Flash & The Furious Five.

https://www.instagram.com/p/ByyLXMLHrGu/

Vinsæl lög: Rapper’s Delight og The Message

Klukkan: 19:20

Svið: Valhalla

Foreign Beggars

https://www.instagram.com/p/Bysf6BxBtW9/

Þetta er í annað skipti sem Foreign Beggars spila á Secret Solstice þar sem þeir spiluðu einnig á hátíðinni árið 2017. Foreign Beggars gáfu út sína fyrstu plötu árið 2003 en síðan þá hafa þeir gefið út 9 aðrar plötur. 2 2 Karma er nýjasta platan þeirra en hún kom út árið 2018.

Vinsæl lög: Still Getting It og Contact

Klukkan: 20:40

Svið: Valhalla

 

Black Eyed Peas

https://www.instagram.com/p/Byq1UBcFpKI/

Árið 2009 ómaði Black Eyed Peas nánast alls staðar. Lögin af plötunni THE E.N.D. (THE ENERGY NEVER DIES) voru í spilun bæði í útvarpinu og á skemmtistöðum. Black Eyed Peas er líklegast það atriði sem flestir þekkja á Solstice en til gamans má geta að í hverjum mánuði hlusta um 13 milljón manns á Black Eyed Peas á Spotify

Vinsæl lög: I Gotta Felling og Where Is The Love

Klukkan: 22:15

Svið: Valhalla

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell
Fókus
Fyrir 3 dögum

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar