fbpx
Fimmtudagur 24.október 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Instagram-stjörnur gagnrýndar: Fáklæddar á myndum í Chernobyl

Fókus
Fimmtudaginn 13. júní 2019 14:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svo virðist sem þættirnir Chernobyl, sem segja frá kjarnorkuslysinu hræðilega árið 1986, hafi orðið til þess að fleiri ferðamenn eru farnir að sýna svæðinu áhuga.

Að undanförnu hafa þó birst myndir af svokölluðum áhrifavöldum á Instagram sem birt hafa djarfar myndir af sér í Chernobyl eða hinum yfirgefna draugabæ, Pripyat, í nágrenni kjarnorkuversins.

Harmleikurinn í Chernobyl var ólýsanlegur. Fyrir utan þá fjölmörgu sem létust þurftu allir 50 þúsund íbúar Pripyat að flýja heimili sín vegna geislavirkni.

Enn þann í dag eru áhrif slyssins að koma í ljós. Eins og bent er á í umfjöllun Mirror hefur tíðni skjaldkirtilskrabbameins aukist mjög á undanförnum áratugum í nágrenni Chernobyl.

Erlendir fjölmiðlar hafa fjallað nokkuð um þessar myndir sem birst hafa á Instagram og þá gagnrýni sem þær hafa fengið á sig á samfélagsmiðlum. Hefur gagnrýnin einkum beinst að því að þessir áhrifavaldar birti djarfar og tilgerðarlegar myndir af sér til þess eins að afla sér vinsælda.

Craig Mazin, handritshöfundur Chernobyl-þáttanna, er einn þeirra sem hefur gagnrýnt þetta. „Ef þú heimsækir svæðið, mundu þá þann mikla harmleik sem átti sér stað þarna. Sýndu svæðinu og öllum þeim sem þjáðust virðingu,“ sagði hann á Twitter.

Fleiri hafa gagnrýnt þessar myndir. „Það er ógeðslegt hvað fólk er tilbúið að gera fyrir læk,“ segir til að mynda einn Twitter-notandi. Hluta þessara mynda má sjá hér að neðan.

 

View this post on Instagram

 

-ph: @alkrud_ & @angelinaprotein . . . . -assistant: @d._kramer

A post shared by @ nz.nik on

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Friðgeir kokkar fyrir stórstjörnurnar: Stal eiturlyfjum fyrir Nick Cave – „Ég var agaleg fyllibytta“

Friðgeir kokkar fyrir stórstjörnurnar: Stal eiturlyfjum fyrir Nick Cave – „Ég var agaleg fyllibytta“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk auglýsing vekur athygli: „Þetta drap eitthvað inn í mér“

Íslensk auglýsing vekur athygli: „Þetta drap eitthvað inn í mér“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Manndómsraun þjóðar – Hörmungarnar í Vestmannaeyjum: „Mitt hús fer í eldinn í nótt”

Manndómsraun þjóðar – Hörmungarnar í Vestmannaeyjum: „Mitt hús fer í eldinn í nótt”
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fullur í 25 ár – Lifði af skotárás: „Það var enga leið að fara nema upp eða í gröfina“

Fullur í 25 ár – Lifði af skotárás: „Það var enga leið að fara nema upp eða í gröfina“