fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Sprenging í sölu á BDSM klæðnaði – Hálsólar og svipur rjúka út: „Við erum búin að bíða lengi eftir þessu“

Tómas Valgeirsson
Laugardaginn 18. maí 2019 08:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Á mínútunni sem við komumst upp úr fyrri riðlinum þá rigndi fyrirspurnum og trallar inn fólkið,“ segir Þorvaldur Steinþórsson, eigandi verslunarinnar Adam og Eva. Mikil aukning hefur orðið í sölu víða um land á svonefndum BDSM-klæðnaði og tilheyrandi fylgihlutum eftir sigurför Hatara og gengi þeirra í Eurovision. „Það er algjör sprenging í þessu.“

Þorvaldur segir hálsólar, keðjur, svipur, múla, kúlur og jafnvel smásvipur hafa aldrei verið vinsælli.

„Fólk er mest að versla sér alla fylgihlutina sem meðlimir Hatara eru með, eitthvað ýmislegt smátt sem gerir eitt stórt,“ segir hann og bætir við að fólk sækist í „allan skalann“ af BDSM vörum, frá léttum klæðnaði sem fólk notar í partíum, heima í stofu til búnaðar fyrir lengra komna. „Svo erum við að selja leðurólabúninga sem fólk setur yfir hvíta boli til að koma sér í stemmarann. Við erum aðalbúðin fyrir þetta og erum búin að bíða lengi eftir þessu,“ segir Þorvaldur.

„Þetta er mest allt horfið“

Þá minnir Þorvaldur á Eurovision-veðmálið sem er í gangi í verslunum sínum. „Við ákváðum að nota tækifærið til að opna þessa BDSM umræðu alla og ef hatrið lendir í fyrstu fjórum sætunum, þá færðu endurgreitt sem gjafakort. Ef BDSM er kannski ekki alveg þitt og þú búinn að versla það, þá geturðu komið og keypt þér egg eða eitthvað þannig,“ segir Þorvaldur. „Ég held auðvitað með Íslandi og vona að búðin tapi þessu og kúnninn vinni þetta.“

Einar Arnarsson, eigandi verslunarinnar Hókus Pókus, tekur heils hugar undir það að sala á „Hataravörum“ hefur verið gríðarleg. „Það er búið að vera nóg að gera og sérstaklega núna undanfarna viku,“ segir Einar en samkvæmt honum er það mest megnis gaddadót og litalinsur sem hafa verið að rjúka út um dyr.

„Þetta er mest allt horfið hjá okkur í bili,“ bætir hann við hress, en í úrslitunum þorir ekki Einar að segja til um það hvort Ísland vinni Eurovision-keppnina í ár. Þykir honum þó líklegt að við endum ofarlega. Þegar spurður að því hvort verslunargestir hafa beðið um gimp-búninga svarar hann því neitandi.

Engin bóla

Anna Kristín Magnúsdóttir, eigandi verslunarinnar Rokk & Rómantík, segir þessa auknu sölu á umræddum BDSM fylgihlutum, búningum og goth-tengdum vörum ekki vera bóla. „Þetta er ekki bara hatari,“ segir Anna. „Það er gaman að sjá hvað margir í keppninni í ár eru með goth-þema. Þetta er bara tískan núna.“

Í Rokk & Rómantík hefur einnig verið tryllt að gera og var sérstaklega bætt við pöntunum á goth-vörum og fylgihlutum. „Fólk veit að við erum með fylgihluti sem meðlimir Hatara eru með að einhverju leyti. Skórnir hafa sérstaklega verið að rokseljast. Almennt er þó búið að vera brjálað að gera, það er ekki flóknara. Við tókum líka inn aukasendingar af goth-vörum. Viðskiptavinirnir sem eru að koma inn þessa dagana eru allt frá börnum uppí eldri borgara.“

Anna er 100% viss um að hatrið eigi eftir að sigra. Bætir hún þá við að verslunin sé reiðubúin að gera viðeigandi ráðstafanir fyrir stækkun þegar það gerist og séu strax komnar samningaviðræður við Smáralind um 1000 fermetra verslunarpláss, svokallaða flagship verslun Rokk & Rómantík.

Anna Kristín með Karlottu Halldórsdóttur, verslunarstjóra Rokk og Rómantík. Sjást þær þarna í skóm Hatara.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell
Fókus
Fyrir 3 dögum

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar