fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fókus

Yfirgnæfandi líkur á að sigurvegari Eurovision skíni í kvöld: „Ég er háð því að hlusta á þetta lag“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Fimmtudaginn 16. maí 2019 16:06

Spennandi kvöld framundan.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Laufey Helga Guðmundsdóttir og Ísak Pálmason, sem bæði sitja í stjórn FÁSES, félags áhugafólks um söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, voru gestir hlaðvarpsþáttar dægurmáladeildar fyrir stuttu og spáðu í spilin fyrir Eurovision. Í kvöld fer hörð keppni fram í seinni undanriðli Eurovision, en sá riðill hefur verið talin sterkari af undankeppnunum tveimur, enda etja þar kappi meðal annars Rússland, Holland og Svíþjóð – lönd sem er spá afar góðu gengi.

„Fyrir mér er þetta algjört „let down““

Við byrjum á að spjalla um Rússann Sergey Lazarev sem lenti í þriðja sæti í Eurovision árið 2016 með lagið You Are The Only One. Að þessu sinni mætir hann með kraftballöðuna Scream sem Laufey er ekkert sérstaklega hrifin af.

„Fyrir mér er þetta algjört „let down“. Mér finnst þetta algjör skefling. Hann er með sinfóníuhljómsveitina í Moskvu á „playbackinu“, það er ekki að fara að bjarga honum. Hann er með bakraddir frá Svíþjóð, það er ekki að fara að bjarga honum. Philipp Kirkorov semur lagið, það er ekki að fara að bjarga honum,“ segir Laufey. Ísak er hins vegar óssamála.

„Í fyrsta sinn sem ég heyrði þetta lag var ég að keyra að fara upp í Borgarnes og stoppaði út í vegkanti á leiðinni. Ég veit ekki hvað fólk hélt. Ég upplifði samt að þetta væri algjör veisla þetta lag þegar ég var að horfa á það á símanum mínum í bílnum. Mér finnst þetta æðislegt. Ég er alveg að kaupa þessa sögu.“

Má ekki koma nakinn fram í Eurovision

Eins og stendur er Rússanum spáð áfram í úrslit og fjórða sæti í úrslitakeppninni. Hollendingnum Duncan Laurence er hins vegar spáð sigri í Eurovision með lagið Arcade, sem hefur verið á toppi veðbanka í talsverðan tíma.

„Mér finnst það æðislegt lag. Það eru hughrif í því sem ég tengi við. Ég hlusta á það stanslaust. Ég hlusta örugglega á það tuttugu sinnum á dag. Ég samt óttast það að þetta eigi eftir að falla svolítið í fjöldann og hann verði ekki svona augljós sigurvegari. Ég held að hann sé ekki nógu mikill karakter til þess að sjónvarpsáhorfendur fatti það hvað þetta er flott. Það verður erfitt fyrir hann að heilla Evrópu með þessu lagi því þetta er ekki nógu stórt lag. En þá er líka spurning hvort einfaldleikinn muni sigra innan um allt hitt,“ segir Ísak. Laufey er hins vegar með ákveðna kenningu um velgengni Hollendingsins.

„Mín kenning er sú að ástæðan fyrir því að þetta er efst í veðbönkum er að hann er nakinn í vatnstanki að synda í myndbandinu og það náttúrulega heillar samkynhneigðu karlmennina alveg upp úr skónum. Það má ekki koma nakinn fram í Eurovision þannig að hvað ætlar hann þá að vinna með? Mig langar rosalega mikið til að líka við þetta lag en ég fæ ekki þessa sigurtilfinningu. Hann er ótrúlega flottur en þetta mun algjörlega velta á sviðssetningunni.“

Laufey er hins vegar búin að kanna hvar í Hollandi keppnin yrði haldin ef Duncan vinnur og það er hér með staðfest að keppnina verður haldin í Rotterdam á næsta ári ef Arcade heillar Evrópubúa.

Svíinn gæti vel unnið

Þá víkur sögunni að Svíanum John Lundvik með lagið Too Late for Love. Eins og er er því spáð öðru sæti í úrslitakeppninni. Laufey hreint út sagt elskar það lag.

„Ég fíla þetta lag í tætlur. Ég er háð því að hlusta á þetta lag. Ég hlusta á það þegar ég vakna á morgnanna og áður en ég fer að sofa. Ég fæ algjörlega sigur „vibe“ af þessum lagi. Mér finnst eins og Svíar séu að fara að vinna enn einu sinni,“ segir hún. „Maður heldur svo mikið með honum. Það er allt gert rétt í þessu lagi,“ bætir hún við og Ísak er sammála. „Hann er stór og flottur karakter og maður trúir honum algjörlega.“

Skást af endurvinnslulögunum

Svisslendingurinn Luca Hänni með lagið She Got Me var lengi vel mjög ofarlega í veðbönkum en hefur hrapað niður síðan æfingar hófust.

„Mér finnst það skást af þessum endurvinnslulögum,“ segir Laufey og líkir því við lagið Fuego sem lenti í öðru sæti í fyrra. „Þetta er að falla voða vel í kramið hjá mörgum,“ bætir hún við. Ísak er hrifnari af hinu endurvinnslulaginu í keppninni – laginu Replay frá Kýpur sem komið er í úrslit.

Ísak er handviss um að norska sveitin KeiiNO með lagið Spirit in the Sky komist í úrslit en efast um að hún geri mikið meira. Laufey er ekki alveg jafn sannfærð.

Þá telja þau möguleika á því að Danmörk komist áfram.

„Mér finnst eitthvað heilland við hana en hún nær ekki áhorfendum. Hún nær ekki að selja hugmyndina,“ segir hann. „Lagið er alveg til staðar og þetta er típískt danskt Eurovision-lag. Þeim gengur yfirleitt alveg ágætlega. Þeir eru ekkert að fara að vinna þetta,“ segir hann. „Mér finnst hún stara svo mikið í myndavélina. Mér finnst það truflandi,“ segir Laufey.

Þetta er fagri blakkur í ár

Laufey og Ísak eru bæði sammála um að lag Aserbaídjan, Truth flutt af Chingiz, sé fagri blakkur í ár. Lagið kemur úr smiðju sömu aðila og sömdu til að mynda lagið Nobody but You fyrir Austurríkismanninn Cesár Sampson í Eurovision í fyrra og lagið Bones sem búlgarska sveitin Equinox keppti með, einnig í fyrra.

„Það er geggjaður taktur í þessu og svo er hann sjúklega sætur. Menn eru farnir að rífast um hver verður Top Model Eurovision í ár. Það er hörð keppni á milli Chingiz og Matthíasar Tryggva samkvæmt þessum blessuðu Eurovision-aðdáendasíðum öllum,“ segir Laufey og sögunni víkur að albanska laginu Walking Out.

„Mér finnst svolítið fyndið að armenska lagið heitir Walking Out og fjallar um heimilisofbeldi og landið við hliðina á, Aserbaídjan, aðalviðlagið þar er Shut Up About It. Það svona kallast á. Alltaf þurfa þeir að vera í stríði við hvor annan,“ segir Laufey og Ísak heldur áfram með albanska lagið.

„Albanska lagið finnst mér ótrúlega gott en ég er ekki viss um að hún komist áfram. Það er fyrsta lagið sem var valið á þorláksmessu og það er búið að vera lengi að síast inn hjá mér en núna er ég farinn að fíla það,“ segir Ísak.

Þá telja þau ágætis möguleika á því að lagið Proud frá Norður-Makedóníu komist alla leið í úrslit.

„Það finnst mér ein af bestu ballöðunum í ár,“ segir Laufey. „Lagið er svona kvenfrelsissöngur. Ég held að þetta gæti orðið gott.“
Varðandi lögin sem þau telja enda neðst í riðlinum eru það annars vegar Króatía:

Og hins vegar Litháen:

Spána í heild sinni má hlusta og horfa á hér fyrir neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
Fókus
Í gær

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta