fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Eurovision: Skemmtilegar, skondnar og skrítnar staðreyndir

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 22. apríl 2019 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Upphitun fyrir Eurovision er hafin og fyrir löngu hjá heitustu aðdáendum keppninnar. Fyrsti þátturinn af Alla leið var sýndur á RÚV laugardaginn 13. apríl þar sem Felix Bergsson, Helga Möller og Karítas Harpa Davíðsdóttir, ásamt góðum gestum, fóru yfir lögin í keppninni í ár.

Eins og við er að búast hefur margt gengið á í 64 ára sögu keppninnar og hér eru tíndar til nokkrar skemmtilegar, skondnar og/eða skrítnar staðreyndir í gegnum áranna rás.

*Finnska lagið Aina Mun Pitää er stysta lag keppninnar, en það er aðeins 1 mínúta og 27 sekúndur. Lögin í keppninni mega ekki vera lengri en þrjár mínútur.

*Ítalir sögðu sig úr keppninni árið 1981, ástæðan var einföld að þeirra mati; „keppnin var of gamaldags. Ítalía hefur þó eftir það unnið keppnina tvisvar, og er lagið Soldi talið sigurstranglegt í ár.

*Ruslana vann fyrir hönd Úkraínu árið 2004 og í viðurkenningarskyni fékk hún sæti á úkraínska þinginu.

*Serbía tók þátt í fyrsta sinn sem sjálfstætt ríki árið 2007 og vann!

*Lúxemborg hefur unnið fimm sinnum, en enginn söngvaranna hefur verið þarlendur. Fjórir voru franskir og einn grískur.

*Árið 1981 hrelldi breska sveitin Bucks Fizz áhorfendur með frönskum rennilásum á pilsum sínum. Um 48 klukkustundum seinna voru franskir rennilásar uppseldir á Bretlandi.

*Þjóð sem vinnur Eurovision ber að halda keppnina árið á eftir. Nokkrar þjóðir hafa þó borið við fátækt til að komast hjá því að halda keppnina. Þeirra á meðal eru Frakkland, Holland, Lúxemborg og Mónakó. Bretland hefur stigið inn í slíkum tilvikum fjórum sinnum.

*Finnland beið þjóða lengst eftir að vinna keppnina, í 44 ár frá því að þeir tóku fyrst þátt árið 1961. Finnar höfðu aðeins þrisvar fengið 12 stig og engin síðan árið 1977. Það breyttist þó allt þegar skrímslin í Lordi stigu á svið árið 2006.

*Fyrsti skandallinn í keppninni var árið 1957 þegar dönsku söngvararnir Birthe Wilke og Gustav Winckler kysstust í heilar ellefu sekúndur í lok danska lagsins. Hneykslismálin hafa verið mörg síðan.

*Úrslit stigakeppninnar árið 1956 hafa aldrei verið gerð opinber, að vinningslaginu frá Sviss undanskildu. Hefur það að sjálfsögðu valdið heilabrotum og samsæriskenningum í yfir fimm áratugi. Tilraunir til að yfirheyra dómara keppninnar til að fá úrslitin á hreint hafa ekki leitt til öruggrar niðurstöðu.

*Yngsti sigurvegari keppninnar var hin 13 ára gamla Sandra Kim frá Belgíu, sem vann árið 1986 með J’aime La Vie. Ísland tók þátt í fyrsta sinn það ár með Gleðibankann.

*Noregur hefur lent níu sinnum í neðsta sæti! (1963, 1969, 1974, 1976, 1978, 1981, 1990, 1997 og 2001).

*Berfættir keppendur hafa unnið fimm sinnum. Sandie Shaw (árið 1967), Sertab Erener (árið 2003), Dima Bilan (árið 2008), Loreen (árið 2012) og Emmelie De Forest (árið 2013).

Emelie De Forest

*Bretland gaf ABBA núll stig árið 1974, en eins og kunnugt er vann sveitin þá fyrir hönd Svíþjóðar með lagið Waterloo.

*Yngsti keppandinn er hinn 12 ára Jean Jacques frá Mónakó, sem keppti fyrir Mónakó árið 1969 með lagið Maman, Maman. Sá elsti er hinn 95 ára Emil Ramsauer sem keppti fyrir Sviss  árið 2013 með hljómsveitinni Takasa.

*Árið 1969 voru fjórir vinningshafar, þar sem þau lönd voru með jöfn stig og engar reglur um jafntefli. Ef jafntefli yrði í dag þá ynni landið sem er með stig frá flestum löndum.

*Undankeppnir Eurovision byrjuðu árið 2004.

*Ástralir eru einstaklega hrifnir af Eurovision og hefur keppnin verið sýnd þar í beinni útsendingu frá árinu 1983, áhorf á keppnina þar hefur margoft verið mun meira en hjá mörgum þátttökuþjóðum. Árið 2015 var Ástralíu boðið að vera með sem gestaþjóð og endaði í 5. sæti. Átti það að vera aðeins í þetta eina sinn, en Ástralía tekur þátt í ár í fimmta skipti og hefur þegar staðfest þáttöku sína árin 2020–2023.

*Eitt vinsælasta skemmtiatriði í sögu keppninar er Riverdance-atriðið sem flutt var árið 1994 þegar keppnin var haldin á Írlandi.

*Portúgal tók þátt 49 sinnum þar til landið vann árið 2017. Salvador Sobral á stigahæsta vinningsframlagið í keppninni með 758 stig fyrir lag sitt Amar Pelos Dois.

*Lifandi dýr eru bönnuð á Eurovision-sviðinu.

*Rússneska framlagið árið 2015, A Million Voices, er fyrsta lagið sem fær yfir 300 stig án þess að vinna keppnina.

*Árið 2009 sendi Georgía lagið We Don’t Wanna Put In í keppnina sem haldin var í Moskvu. Vegna deilna um texta lagsins bannaði Samband evrópskra sjónvarpsstöðva Georgíu að taka þátt nema texta lagsins yrði breytt. Georgía neitaði að gera það og dró sig úr keppni.

*Vinningshafar hafa oft ekki náð miklum eða langvarandi frama utan eigin heimalands, þó eru undantekningar á því og má nefna ABBA (Svíþjóð árið 1974) og Céline Dion (Sviss árið 1988) sem dæmi.

*Keppnin hefst alltaf á stefinu Prelude To Te Deum eftir Marc-Antoine Charpentier, sem hefur orðið þekkt sem Eurovision-þjóðsöngurinn.

Íslendingar hafa jólað upp nokkur Eurovision-lög þar á meðal þetta hér, sem var framlag Svía árið 1996, þar sem það lenti í 3. sæti. Einn flytjenda og höfunda lagsins er Peter Grönvall, sem er sonur Bennys Andersson, sem vann árið 1974 með ABBA. Kristján Hreinsson samdi íslenskan texta og Eivör gerði lagið eitt af vinsælustu íslensku jólalögunum.

*Einn kynnir kynnti keppnina árin 1956 til 1977. Frá 1978 til 1995 voru þeir ýmist einn eða tveir, frá 1996 til 2009 voru kynnarnir kona og karlmaður, að undanskildu árinu 1999 þegar kynnarnir voru þrír. Þrenna var ofan á árin 2010 til 2012, en árið 2013 var Petra Mede sú fyrsta í átján ár til að kynna keppnina ein og óstudd. Árið 2014 tók þrenna aftur við, í þetta sinn tveir karlmenn og ein kona. Árið 2015 var þrennan kvenkyns, árið 2016 karl og kona, árið 2017 var þema keppninnar „Fögnum fjölbreytileikanum“ og kynnarnir því þrír karlmenn. Árið 2018 voru síðar fjórar konur kynnar. Hvernig ætli hópurinn verði samsettur í ár?

*Írland hefur unnið landa oftast, alls sjö sinnum, þar af fjórum sinnum á fimm árum; 1992, 1993, 1994 og 1996.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell
Fókus
Fyrir 2 dögum

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Grunaði að eiginkonan væri að halda framhjá – „Sannleikurinn var tvöfalt verri“

Grunaði að eiginkonan væri að halda framhjá – „Sannleikurinn var tvöfalt verri“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“