fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Axel er maðurinn sem lætur þig líta vel út á samfélagsmiðlum – Meira að segja á Tinder: „Maður þarf að hjálpa öllum“

Fókus
Miðvikudaginn 17. apríl 2019 08:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýr ljósmyndapakki hefur vakið mikla athygli og er þetta líklegast í fyrsta sinn að svona pakki sé seldur á Íslandi. Um er að ræða svo kallaðan áhrifavaldapakka hjá ljósmyndastofunni CREO. Innifalið í pakkanum er:

Myndataka tvisvar í viku á mánuði, fimm unnar myndir úr hverri töku. Verðið á pakkanum er 50.000 krónur og er hugsað sem áskrift en ekki stök myndataka. Þar sem þetta er áskrift eru ekki mörg sæti laus og því verður þessi pakki afgreiddur með „fyrstur kemur, fyrstur fær.“

CREO auglýsir pakkann á vefsíðu sinni og deilir færslunni á samfélagsmiðlum. Þar segir:

„Við erum búin að vera að keyra tilraun með vel völdum vinum sem myndu ekki teljast undir það að vera áhrifavaldar (influencers) á Instagram og öðrum samfélagsmiðlum og sú tilraun hefur gengið vel. Við vildum sjá hvort það væri munur á gæðum og áhrifum mynda sem teknar eru af notendum sjálfum með símum eða myndavélum og svo þeim myndum sem við tökum af þeim fyrir þau.

Staðreyndin er sú að það var stór munur á gæðum mynda þó að samfélagsmiðlar minnki og oft „skemmi“ myndir með þjöppun fyrir sinn platform. En áhrifin voru ekki lengi að láta bíða eftir sér. Hver aðili sem var með okkur í tilrauninni fékk strax athugasemdir um gæði og hversu fljótt myndir gripu athygli á viðkomandi samfélagsmiðli. Þetta styrkti okkur í þeirri trú að þessi nýja vara okkar væri góð og myndi ná áfram.“

Nýtt orð með slæmt orð á sér

DV ræddi við Axel Rafn, eiganda og stofnanda CREO, um pakkann.

Hvaðan kom hugmyndin?

„Hugmyndin kom fyrst af því að ég var að taka myndir fyrir fólk, bæði fyrir Tinder og Instagram, svona flottari myndir.“

Sagðirðu Tinder?

„Já maður þarf að hjálpa öllum,“ segir Axel og hlær.

„En svo vaknaði þessi hugmynd hjá mér því fólk var að biðja um mynd fyrir Instagram. Ókei, hver notar Instagram og hvernig er nútíminn orðinn? Allir þessir áhrifavaldar, þó manni sé ekkert rosalega vel við orðið. Nýtt orð með slæmt orð á sér. Ég fann líka aðeins fyrir því þegar maður kynnti þetta. Maður fékk smá skítast. En þetta er eitthvað sem er komið til að vera. Búið að vera lengi úti og er að aukast hérna á Íslandi. Við ákváðum að prófa, vorum með átta vini okkar sem við tókum í test og fengum að stýra Instagram með þeim í fjórar vikur. Þau deildu ein á Instagram í fjórar vikur og svo í fjórar vikur með myndum frá okkur. Við vorum að sjá aukningu upp á 7 til 21 prósent á bæði like og fylgjendum,“ segir Axel.

„Allir voru mjög ánægðir en eina sem ég hef áhyggjur af sem gæti skekkt tölurnar er að þau voru duglegri sjálf að setja inn þegar þau fengu myndir frá okkur. Þá voru þau að pósta því og öðru með, og þá meira í samskiptum við fólk í kommentum undir myndinni. Þetta jók alla virkni þeirra á Instagram.“

Þetta er svo sannarlega nýstárlegt og framandi heimur fyrir mörgum. Hins vegar hafa viðbrögðin verið mikil að sögn Axels. Hann segir að traffíkin á síðu CREO hafi stóraukist síðan hann auglýsti áhrifavaldapakkann. „Við erum núna að semja við tvo sem vilja koma í þetta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell
Fókus
Fyrir 3 dögum

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar