fbpx
Fimmtudagur 22.ágúst 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Þetta eru ódýrustu einbýlishús landsins

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Þriðjudaginn 16. apríl 2019 19:00

Möguleikar, möguleikar, möguleikar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er alltaf gaman að skoða fasteignaauglýsingar og láta sig dreyma. Við ákváðum að demba okkur í heim ódýrra einbýlishúsa sem henta laghentum einkar vel. Við kynnum: Ódýrustu einbýlishús landsins.

Steinholtsvegur 2, 735 Eskifjörður

Verð: 6 milljónir
Stærð: 117,4 fermetrar

Hundrað ára gamalt steinhús, kjallari, hæð og ris á Eskifirði. Húsið býður upp á mikla möguleika en þarfnast aftur á móti mikils viðhalds og mælt er með því að húsið sé ástandsskoðað af fagmönnum áður en kaup ganga í gegn. Innréttingar eru alls konar og líklegast flest sem myndi fjúka með nýjum eigendum.

Sandskeið 16, 620 Dalvík

Verð: 7 milljónir
Stærð: 132,3 fermetrar

Þetta einbýlishús er á tveimur hæðum og búið fjórum herbergjum. Það var byggt árið 1914 og er nálægt fjörunni, sem gerir staðsetninguna afar ákjósanlega. Hins vegar þarfnast húsið mikilla endurbóta og þyrfti að eyða talsverðum fjárhæðum í að koma öllu í lag.

Strandgata 12, 625 Ólafsfjörður

Verð: 7 milljónir
Stærð: 102,4 fermetrar

Það er lítið gefið upp um þessa eign, annað en að hún þarfnast lagfæringar, en um er að ræða hús sem er 78,7 fermetrar að stærð og geymslu sem er 23,9 fermetrar að stærð.


Norðurvegur 9 b, 630 Hrísey

Verð: 7,5 milljónir
Stærð: 67,6 fermetrar

Hefur þig einhvern tímann dreymt um að búa í Hrísey? Eða allavega eyða part úr árinu á eyjunni? Þá er tækifærið komið. Þetta litla og snotra einbýlishús er falt fyrir nokkrar milljónir. Viðhaldi hefur verið sinnt en innréttingar eru kannski ekkert til að hrópa húrra yfir. En það er bátur til sölu hjá sama aðila ef áhugi er fyrir því. Spennandi!

Strandgata 5, 735 Eskifjörður

Verð: 8,5 milljónir
Stærð: 95 fermetrar

Gamalt og gott steinhús sem byggt var árið 1914 og getur verið laust með litlum fyrirvara. Því fylgir þúsund fermetra eignarlóð en ljóst er að taka þarf húsið all svakalega í gegn.

Aðalbraut 61, 675 Raufarhöfn

Verð: 9 milljónir
Stærð: 200,8 fermetrar

Tvær hæðir, sex herbergi og litríkar innréttingar – er hægt að biðja um meira? Húsið var byggt árið 1957 og frá því er gríðarlega gott útsýni yfir sjóinn. Frábært sumarhús fyrir laghenta fjölskyldu eða vinahópa.

Aðalgata 34, 430 Suðureyri

Verð: 9,8 milljónir
Stærð: 94,1 fermetri

Skemmtilegt einbýlishús á einni hæð, en hluti hússins er klæddur að utan með bárujárni. Hér má sjá mikla möguleika og hægt að endurskipuleggja þetta fallega hús á marga vegu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Í gær

Börn Stefáns Karls líta lífið öðrum augum: „Ég geti vitanlega aldrei tekið frá þeim þann sársauka sem því fylgir að missa pabba sinn“

Börn Stefáns Karls líta lífið öðrum augum: „Ég geti vitanlega aldrei tekið frá þeim þann sársauka sem því fylgir að missa pabba sinn“
Fókus
Í gær

Fjallið Hafþór Júlíus lang launahæstur íþróttamanna – Eyddi fúlgu í hárígræðslur

Fjallið Hafþór Júlíus lang launahæstur íþróttamanna – Eyddi fúlgu í hárígræðslur
Fókus
Fyrir 3 dögum

Guðmundur Óskar: „Að geta hreyft sig eru ákveðin forréttindi sem því miður allt of fáir nýta sér“

Guðmundur Óskar: „Að geta hreyft sig eru ákveðin forréttindi sem því miður allt of fáir nýta sér“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram: „Lífið er betra í bikiní“

Vikan á Instagram: „Lífið er betra í bikiní“