fbpx
Fimmtudagur 22.ágúst 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Tekjublað 2019  Sjá allt

Fókus

Dóra Júlía var blankur nemi fyrir fjórum árum – Nú á hún Prada tösku: „Ég er ung og hef fengið réttu tækifærin á réttum tíma“

Fókus
Þriðjudaginn 16. apríl 2019 15:30

Dóra opnar sig upp á gátt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Plötusnúðurinn Dóra Júlía opnaði sig upp á gátt í sögu sinni á Instagram í gær, en tilefnið var viðtal sem Dóra tók fyrir stuttu við Kristínu Huldu, formann geðfræðslufélagsins Hugrúnar.

„Hún er ótrúlega klár og skemmtileg og við áttum mjög gott spjall, meðal annars um kvíða, sérstaklega hjá ungu fólki, þegar kemur að samfélagsmiðlum og enn merkilegra þegar kemur að merkjavörum,“ segir Dóra. Henni finnst gaman að búa sér til persónu á samfélagsmiðlum, en plötusnúðurinn knái er með rúmlega átta þúsund fylgjendur á Instagram.

 

View this post on Instagram

 

Me 💋 @jpgaultierofficial #ad

A post shared by Dóra Júlía | J’adora (@dorajulia) on

„Ég er mikil Instagram-pía og er mjög hrifin af samfélagmiðlum og hef gaman að því að geta skapað mitt og ákveðið hvað ég presenta til þeirra sem fylgjast með. Leyft fólki að fylgjast með daglegu lífi,“ segir Dóra og heldur áfram með mikilvæg skilaboð.

„En það er krúsjal fyrir alla að átta sig á því að allir sem þú fylgist með á samfélagsmiðlum velja það sem þeir sýna þér og þeir búa til það sem þeim hentar. Það er frelsið sem er mjög kærkomið því það er mjög gaman að geta ráðið því hvað þú gefur út og hvernig fólk upplifir þig. En það er samt mikilvægt að vera gagnrýninn og mig langar að koma þessu til skila til allra sem eru að fylgjast með mér, sérstaklega yngri stelpna, eins og ég var, sem eiga mjög auðvelt með að verða fyrir áhrifum og sækja innblástur í aðrar stelpur á Instagram, að það lifir enginn fullkomnu lífi og það er svo margt að hjá hverjum og einum sem fólk kærir sig ekki um að deila með öllum.“

Gucci taskan sýnir ekki allt

Þá opnar Dóra sig um fortíð sína í sögunni, en hún er einn eftirsóttasti plötusnúður landsins í dag.

„Auðvitað er ótrúlega gaman að vera „living it up“, svo geggjað með Gucci töskuna mína að lifa lífinu og það gengur ógeðslega vel en það er bara ein hlið af ofboðslega mörgum, því lífið er svo ofboðslega fjölbreytt og allskonar, upp og niður og hér og þar. Ég keypti fyrstu Prada töskuna mína fyrir einu og hálfu ári þegar ég var bókuð til London að spila. Mjög gott gigg sem ég fékk mjög vel borgað fyrir. Þá var ég 25 ára, skiljiði. Ég er ótrúlega heppin. Ég er ung og hef fengið réttu tækifærin á réttum tíma. Ég er mjög þakklát fyrir það og ég legg mjög hart að mér,“ segir hún og heldur áfram.

 

View this post on Instagram

 

Auka sósu takk 😘

A post shared by Dóra Júlía | J’adora (@dorajulia) on

„En fyrir fjórum árum þá var ég bara í háskóla og vissi ekkert hvað ég ætlaði að gera við lífið og átti engan pening. Ég var á svo ólíkum stað fyrir nokkrum árum. Það er svo mikilvægt að virða ferlið og flæðið og þann stað sem maður er á hverju sini. Það sem mér finnst krúsjall er að maður þarf að læra að meta hvar maður er hverju sinni. Þess vegna finnst mér mikilvægt að finna gleði í litlu hlutunum. Ekki vera að setja of mikla pressu á sig að maður þurfi að vera svona, svona, svona og gera hitt og þetta því þá allt í einu verði lífið gott. Ég átta mig á því núna.“

Heilráð Dóru

Dóra segir að fylgjendahópur hennar á Instagram hafi stækkað ört síðustu misseri og hún átti sig á því núna að það fylgi því ákveðin ábyrgð, þó hún vilji ekkert sérstaklega vera uppalandi eða fyrirmynd.

„Ef þú ert áhrifavaldur þá ertu að hafa áhrif. Það er undir okkur komið að virða það,“ segir Dóra og lýkur spjallinu á heilráði.

„Heilráð er að vera gagnrýninn og átta sig á því að maður fyrst og fremst ber ábyrgð á sér sjálfum. Maður á aldrei að vilja lifa einhverju öðru lífi því þetta er okkar líf og við verðum að gera það besta úr því.“

 

View this post on Instagram

 

JEI! Fyrstu 10 km ársins, easy breezy 🏃‍♀️💪💥 Pow wow wow. @vithit.island #samstarf

A post shared by Dóra Júlía | J’adora (@dorajulia) on

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fatlaðir upp á punt
Fókus
Í gær

Hleypur með ólæknandi krabbamein

Hleypur með ólæknandi krabbamein
Fókus
Í gær

Donna var sagt að hann ætti þrjá mánuði ólifaða – Var 55 kíló og sjónin var að hverfa

Donna var sagt að hann ætti þrjá mánuði ólifaða – Var 55 kíló og sjónin var að hverfa
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáðu myndband: Fór í klippingu í fyrsta skipti í fimmtán ár

Sjáðu myndband: Fór í klippingu í fyrsta skipti í fimmtán ár
Fókus
Fyrir 2 dögum

Svona býr landsliðsmarkvörður Íslands – Sjáðu myndirnar

Svona býr landsliðsmarkvörður Íslands – Sjáðu myndirnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Mikið sprell í brúðkaupi Sollu og Ella – Í kjól frá Aftur og Bríet tók lagið

Mikið sprell í brúðkaupi Sollu og Ella – Í kjól frá Aftur og Bríet tók lagið
Fókus
Fyrir 4 dögum

7 merki um að einhver sé að ljúga

7 merki um að einhver sé að ljúga
Fókus
Fyrir 6 dögum

Barðist fyrir trommukjuða á Ed Sheeran: „Ég var alveg tilbúin til þess að standa þarna allt kvöldið“

Barðist fyrir trommukjuða á Ed Sheeran: „Ég var alveg tilbúin til þess að standa þarna allt kvöldið“
Fókus
Fyrir 6 dögum

„Við náðum loksins að losa Frikka frá þungum samningum við Bó“

„Við náðum loksins að losa Frikka frá þungum samningum við Bó“