fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Segja Justin Bieber hafa eyðilagt Fjaðrárgljúfur

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 25. mars 2019 09:51

Góður.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrr í mánuðinum var lokað Fjaðrárgljúfri í Skaftárhreppi og er Justin Bieber sagður vera sökudólgurinn. Justin hefur átt það erfitt upp á síðkastið. Nú er kominn enn annar hluturinn sem hann þarf að hafa áhyggjur af.

Sjá einnig: Justin Bieber opnar sig um erfiðleikana: Biður aðdáendur um að biðja til Guðs fyrir sig

Margir segja að hann sé ástæðan fyrir því að Fjaðrárgljúfur hafi lokað og sé eyðilagður.

Söngvarinn tók upp tónlistarmyndband fyrir lagið sitt „I‘ll Show You“ á Íslandi og var Fjaðrárgljúfur í aðalhlutverki í myndbandinu.

Daníel Freyr Jónsson, sérfræðingur frá umhverfisstofnun Íslands, sagði að myndband poppstjörnunnar sé ástæðan fyrir því að staðurinn hafi orðið svona vinsæll.

„Þetta gljúfur var nokkuð lítið þekkt. En ég held að Íslendingar hafi vitað af þessu nokkuð mikið lengur. Þetta var t.d. á frímerki á sjöunda áratugnum. Þessi mikla aukning hefur verið undanfarin hefur verið eftir að Bieberinn kom. Það var alveg 50-80% aukning milli ára 2016, 2017 og 2018,“ sagði Daníel í samtali við RÚV.

„Fólk æðir þarna um og reynir að forðast drulluna, gengur út fyrir stíga, og það veldur þessum skemmdum sem við höfum verið að benda á,“ sagði Daníel.

Fyrir myndbandið var Fjaðrárgljúfur þekkt heimamönnum en ekki vinsæll túristastaður. Yfir 440 milljón manns hafa horft á myndband Justin Bieber og áætlar Daníel að í kringum 300 þúsund manns heimsæki gljúfrið hvert ár.

Umhverfisstofnun Ísland hefur lokað öllum almennum göngustígum að Fjaðrárgljúfri. Gljúfrið mun vera lokað þar til í júní.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell
Fókus
Fyrir 3 dögum

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar