fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
Fókus

Lisa segir Michael Jackson hafa verið villtan í rúminu – Afbrigðilegar venjur og sungið í miðjum klíðum

Tómas Valgeirsson
Fimmtudaginn 21. mars 2019 14:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margt hefur verið afhjúpað um tónlistarmanninn Michael Jackson á undanförnum vikum og það sem hefur gerst á bak  við lokaðar dyr. Umræðurnar hafa myndast að mestu í kjölfar heimildamyndarinnar Leaving Neverland. Í umræddri mynd fara tveir karlmenn, þeir Wade Robson og James Safechuck, yfir hvernig poppkóngurinn Michael Jackson misnotaði þá kynferðislega þegar þeir voru börn.

Lisa Marie Presley, dóttir tónlistarkóngsins Elvis Presley og fyrrum eiginkona Michael Jackson, hefur verið ófeimin við að segja sögur af hjónabandi þeirra, og þá ekki síst hvernig kynlífi þeirra var háttað. Þau Lisa voru gift á árunum 1994 til 1996. Þau kynntust fyrst árið 1975. Þá var Presley sjö ára gömul og þróaðist vináttan út í funheitt samband sem hófst sautján árum síðar.

Í ævisögunni um Michael Jackson, The Magic and the Madness, er farið yfir smáatriði ástarlífs þeirra hjóna. Ævisagan er skrifuð af J. Randy Taraborrelli, æskuvini popparans til margra ára, og fékk hann frásagnirnar frá góðri vinkonu Presley. Samkvæmt þeim var Jackson heitur og fjörugur í rúminu, þó svo að sumar venjurnar hafi henni þótt nokkuð óvenjulegar.

Að hennar sögn var tónlistarmaðurinn ástríðufullur og villtur í bólinu, jafnframt opinn fyrir alls konar hlutverkaleikjum. Fór þó ekki á milli mála, miðað við frásagnirnar, að Jackson vildi ofar öllu öðru stunda kynlíf standandi. Átti hann það einnig til að bresta í söng og skrækja gjarnan í miðjum klíðum þegar leið að fullnægingu, en þetta þótti Lisu yfirleitt nokkuð fyndið.

Samkvæmt úttekt ævisögunnar var Jackson á tíðum feiminn við nekt í svefnherberginu. Kvöld eitt, þegar Lisa kveikti ljósin, skaust hann úr rúminu og kom til baka í silkislopp. Kemur þar einnig fram að popparinn hafi verið hrifinn af því þegar eiginkonan hans gekk með skartgripi í miðjum ástarleikjum.

Þau Michael Jackson og Lisa Marie sáust saman í tónlistarmyndbandinu fyrir lagið You Are Not Alone.

Allir velkomnir í rúmið

Lisa hefur ekki legið á skoðunum sínum varðandi þær ásakanir sem komið hafa fram síðustu ár um söngvarann og samskipti hans við börn. Í innslagi sem birtist árið 1995 voru hjónin stödd hjá viðtalsdrottningunni Diane Sawyer og voru ásakanir og umræður um misnotkun barna í brennidepli. Popparinn var spurður spjörunum úr og sérstaklega að því hvort hann sjái ekkert athugavert við það að gista með krökkum í rúmi.

„Þetta er fáránleg spurning,“ sagði Jackson. „Ég hef aldrei boðið neinum dreng til mín í rúmið. Börn elska mig og þau vilja elta mig út um allt. En það má hver sem er koma með mér upp í rúm og barn þá ekki síður…“

Lisa skaut þá inn og sagði:

„Ég hef séð þetta oft. Ég hef fylgst með honum og börnum og séð þetta nógu oft til að þekkja aðstæðurnar. Börnin leyfa honum varla að fara á klósettið án þess að hlaupa þangað inn með honum. Þau hleypa honum ekki úr augsýn og þegar hann fer upp í rúm, þá fara þau í rúmið með honum.“

„En er ekki hluti af því að vera fullorðinn að halda börnum frá tvíræðum aðstæðum?“  var Lisa spurð. Á þessum tíma átti hún tveggja ára son, Benjamin Storm Keough, og sagðist hún ómögulega geta hugsað til þess að skilja hann eftir einan með Michael ef hún þekkti ekki poppstjörnuna eins og hún gerði. „Ég veit að hann er hrifinn af börnum en ég veit líka að Michael er ekki þannig,“ sagði Lisa.

Þá sagði söngvarinn: „Þetta er allt saklaust. Ég hef það ekki hjarta mínu að hugsa svona. Ef þú ert að tala um kynlíf, þá er það vitleysa. Það er ekki ég. Svona er ekki Michael Jackson.“

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Anna Gundís segir þetta vera algengustu mistökin við að taka sjálfsmynd

Anna Gundís segir þetta vera algengustu mistökin við að taka sjálfsmynd
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Um tíma átti ég erfitt með að kaupa mér maskara því ég eyddi svo miklum pening í maníu“

„Um tíma átti ég erfitt með að kaupa mér maskara því ég eyddi svo miklum pening í maníu“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sextug kona sigraði í fegurðarsamkeppni

Sextug kona sigraði í fegurðarsamkeppni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sigríður Dögg í óheppilegum árekstri við hunangsflugu – Á lífi en særð eftir atganginn

Sigríður Dögg í óheppilegum árekstri við hunangsflugu – Á lífi en særð eftir atganginn
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég hefði getað misst allt sem ég átti og hún bjargaði mér þegar hún kom í heiminn“

„Ég hefði getað misst allt sem ég átti og hún bjargaði mér þegar hún kom í heiminn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Peter Andre gæti fengið sekt vegna þess að hann nefnir ekki dóttur sína – Íslendingar hafa rýmri rétt til að trassa að nefna börn

Peter Andre gæti fengið sekt vegna þess að hann nefnir ekki dóttur sína – Íslendingar hafa rýmri rétt til að trassa að nefna börn